Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 64
 Kanadíska rokksveitin Rush hélt hljómleika í Glasgow á fimmtudaginn  Stundum kölluð „stærsta költsveit“ heims  Morgunblaðið var á staðnum Einhvern tíma upp úr 1990,þegar plötusöfnun mín var íallra hæstu hæðum, keypti ég mér þrefalda safnplötu (á vínyl nottulega) með hljómsveit sem kall- aðist Rush. Ég kannaðist lítillega við hana, aðallega í gegnum mynd- band sem var mikið spilað á æskuár- um mínum (Myndbandið við „Red Sector A“ af Grace Under Pressure svo við höfum þetta nú nákvæmt). Aðallega fannst mér þó nafn hljóm- sveitarinnar flott. Og platan líka. Nafn hennar, Chronicles, gaf fyrir það fyrsta til kynna að hér væri eitt- hvað mikilvægt á ferðinni og hönn- unin undirstrikaði það, með sínum mikilúðlega dökkbrúna lit og stál- gylltum stöfum. Ég féll síðan umsvifalaust fyrir bandinu og hef verið eitilharður aðdáandi síðan. Ást mín er skilyrð- islaus og það merkilega er, ég er síst einn um það. Það þykir reyndar í meira lagi undarlegt að þessi kan- Sýndu mér, ekki segja mér... Ljósmynd/www.rush.com. Næturflug Alex Lifeson og Geddy Lee á fullri ferð. Myndin var tekin í Glasgow núna á fimmtudaginn. adíska sveit, sem á rætur í proggi og er lítt spiluð á útvarpsstöðvum ( í dag a.m.k.) á sér her fylgismanna um allan heim. Hún hefur vegna þessa verið kölluð „stærsta költ- sveit“ heims, sveit sem enginn veit hver er en selur á sama tíma plötur í milljónatali og fyllir íþrótta- leikvanga í öllum helstu stór- borgum. Að vísu hefur hún aðeins komið að meginstraumi mála að undanförnu; vel heppnuð heimild- armynd var gerð um hana fyrir ekki svo löngu síðan (Rush: Beyond The Lighted Stage), hún var innlimuð í frægðarhöll rokksins í síðasta mán- uði (af sjálfum Dave Grohl) og hefur poppað upp í myndum og þáttum Judd Apatow (m.a. í I Love You Man með þeim Paul Rudd og Jason Segel sem einn af lærisveinum Apa- tow, John Hamburg leikstýrir). Vélvirki englanna En nóg um það! Ég fór semsagt á tónleika með Rush á fimmtudaginn og þegar ég skrifa þetta, í lestinni á leiðinni aftur heim til Edinborgar (tónleikarnir voru í Glasgow) eru lið- lega 45 mínútur síðan þeir félagar slógu lokatóninn. Tónleikaferðalagið er vegna nýj- ustu hljóðversplötu sveitarinnar, Clockwork Angels, sem út kom í fyrra. Tónleikahöllin, S.E.C.C. (Scottish Exhibition and Conference Centre) er hin burðugasta og fór at- ið fram í einum salnum þar, sal sem er svona eins og rúm Laugardals- höll. Sitjandi tónleikar voru þetta (!) sem mér þótti einkennilegt, átti a.m.k von á því að gólfið yrði stand- andi fyrir þá sem ætluðu að hrista á sér skankana. Þetta fyrirkomulag sagði kannski dálítið um markhóp- inn, upp til hópa hvítir, nett nörda- legir karlmenn á fimmtugsaldri með björgunarhring og í Rush-bol sem þeir báru stoltir. Hausaskak var ekki mikið, en nóg af hæglæt- islegum hökustrokum og augum sem lygndust aftur á mikilvægum augnablikum. Fyrsta lagið var „Subdivisions“ af Signals, skemmtileg tilviljun þar sem það er uppáhalds Rush-lagið mitt! Þið getið því rétt ímyndað ykk- ur tilfinningarnar sem heltóku greinarhöfund. Það er gaman þegar maður finnur gæsahúðina streyma um gervallan líkamann, fremur en bara framhandleggina eins og vant er. Ég var kominn til himna og bara nokkrar sekúndur búnar. Næst var það „Big Money“ og „Force Ten“. Ég fæ aldrei nóg af þessum þessum klingjandi yfirtónasólóum Alex Lif- eson og einhverjir ættu að geta tengt við þann unað að lifa sig inn í lög þar sem maður kann hverja ein- ustu gítarlykkju, hvert og eitt trom- muslag og sérhvert bassaplokk aft- ur á bak og áfram. Og þarna voru þeir! Gítarguðinn Lifeson, Geddy Lee, bassaleikari og söngvari og prófessorinn sjálfur, trymbillinn og textasmiðurinn Neil Peart. Það var eitthvað óraunverulegt að hafa þá þarna fyrir framan sig í rauntíma, svei mér þá... Hjartagrennd Rush hefur nánast frá degi eitt verið það sem kallast leikvanga- rokkshljómsveit. Tónlistin er fyrir það fyrsta „stór“ og epísk og síðar urðu vinsældir sveitarinnar til þess að sá vettvangur er þeirra heima- svæði. Og liðsmenn Rush, fagmenn- irnir sem þeir eru, fór með þá hug- myndafræði alla leið. Sprengingar, ljósadýrð, myndbönd á bak við svið- ið og risaskjáir. Ekkert af þessu var yfirdrifið, í þessu samhengi bara eðlilegt. Stutt hlé var gert eftir tíu lög (m.a. var „Limelight“ og „The Ana- log Kid“ spilað. Ég bendi grúsk- urum líka á þessa stórfínu síðu: www.setlist.fm) og svo sneri sveitin aftur til að leika lög af Clockwork Angels ásamt strengjasveit. Það var virkilega gaman að fylgjast með strengjunum, það var mikið rokk í liðsmönnum þar sem þeir voru íklæddir skítugum bolum og feyktu flösu eins og enginn væri morg- undagurinn. En það er merkilegt, innst inni vill maður bara heyra það sem maður þekkir á svona tón- leikum. Eftir ca fjórða skammtinn af nýmetinu var ég farinn að geispa. Ekki þó að ég sé að gera lítið úr efn- inu; Clockwork Angels er stórbrotið og proggað verk; þungt bæði og hart og vitnisburður um að Rush er enn leitandi. Undir endann fengum við svo það sem við vildum og settið var leitt til lykta með „The Spirit of Radio“. „Tom Sawyer“ og syrpa úr 2112 voru uppklappið. Skrambinn. Ég hefði gefið mikið fyrir „Red Barc- hetta“ og „Closer to the Heart“. Og „The Weapon“. Og, og og... Eftir tónleika fann ég mig síðan í strætó sem var yfirfullur af fyrr- nefndum Rush-aðdáendum. Það var fjör í mínum mönnum skiljanlega. „And the men who hold high places...“ » Sprengingar, ljósa-dýrð, myndbönd á bak við sviðið og risa- skjáir. Ekkert af þessu var yfirdrifið, í þessu samhengi bara eðlilegt. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is 64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS! VINSÆLASTI GRÍNÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA! New York Daily News -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L L 12 12 THE HANGOVER PART 3 Sýnd kl. 2 - 4:30 - 8 - 10:10 EPIC 3D Sýnd kl. 2 - 4:30 EPIC 2D Sýnd kl. 2 - 4 - 6 FAST AND FURIOUS 6 Sýnd kl. 7 - 8 - 10 - 10:40 „Toppar alla forvera sína í stærð, brjálæði og hraða.” - T.V., Bíóvefurinn HHH H.K. -Monitor Komdu í bíó! Þú finnur upplýsingar um sýningartíma okkar og miðasölu á www.emiði.is og www.miði.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.