Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 1

Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 1. M A R S 2 0 1 4 Stofnað 1913  68. tölublað  102. árgangur  FRANSKA LJÓNIÐ Í FYRSTA SÆTI VALIN ÚR HÓPI JAFNINGJA NÁND MANNS- INS OG STAÐA KYNJANNA ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 18 LEIKRIT KRISTÍNAR MARJU 85BÍLASÝNINGIN Í GENF 56 Morgunblaðið/Ómar Æfing Tugir sjómanna sækja alþjóðleg öryggisnámskeið í Slysavarnaskólanum.  Um 50-60 sjómenn hafa á síðustu mánuðum sótt alþjóðleg öryggis- námskeið í Slysavarnaskóla sjó- manna gagngert í þeim tilgangi að verða gjaldgengir í störfum á er- lendum skipum og í olíuiðnaðinum, að sögn Hilmars Snorrasonar, skólastjóra. Margir þeirra hafa þegar fengið störf á norskum að- stoðarskipum sem þjóna bor- pöllunum. Vegna fjárskorts hefur Sæbjörg, skip skólans, vart haldið úr höfn síðan árið 2008. Í sumar verður breyting á er fjórar hafnir á Norð- urlandi og Austfjörðum verða heimsóttar. »16 Íslenskir sjómenn til starfa í olíu- iðnaðinum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vinnuhópur Vegagerðarinnar legg- ur til að komið verði upp rafrænu vöktunarkerfi sem vari við skemmd- um á Siglufjarðarvegi um Almenn- inga. Tíðar skemmdir hafa orðið á veginum vegna jarðsigs. Djúpar sprungur og jarðsig geta skapað mikla hættu fyrir vegfarendur. Vinnuhópnum var m.a. falið að gera tillögur um áframhaldandi at- huganir og meta hvers konar við- bragðsáætlanir þurfi vegna öryggis vegfarenda. Hópurinn hefur skilað skýrslu til vegamálastjóra. Guðmundur Heiðreksson, deild- arstjóri hjá Vegagerðinni, sagði að hópurinn mælti með áframhaldandi rannsóknum á svæðinu og gerði til- lögu um vöktunarkerfið. Hætta er á að hlutar vegstæðis Siglufjarðarvegar á Almenningum geti sigið verulega eða jafnvel hrun- ið í sjó fram, að mati dr. Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings. Veg- urinn liggur á kafla tæpt á brún mjög sprungins og brotins berg- hlaups á milli Kvígildis og Almenn- ingsnafar. Hætta er talin á að flein- ar sígi úr brúninni og hrynji jafnvel í sjó. Þá fer vegurinn væntanlega með. MVegurinn gæti hrunið »6 Rafræna vöktun á veginn  Hætta er talin á að hluti vegstæðisins á Almenningum geti hrunið í sjó fram  Vinnuhópur leggur til að Siglufjarðarvegur verði vaktaður vegna landsigs Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Jarðsig Varúðarskilti í Fljótum. Morgunblaðið/hag Landsbankinn Bankastjóri segir samkeppni um hæfasta fólkið. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stjórnendur Landsbankans þurfa að gæta að því að greiða samkeppnis- hæf laun og hjá því verður ekki litið að bankinn á í samkeppni við aðrar fjármálastofnanir um hæft fólk. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, spurður hvort gera eigi betur við starfsfólk í ljósi mikils hagnaðar bankans. „Við teljum mestu skipta að aukin hagkvæmni skili sér í betri kjörum til viðskiptavina, í góðri arðsemi fyrir hluthafa og ávinningi fyrir sam- félagið allt. Stefna bankans er að greiða starfsfólkinu samkeppnishæf kjör án þess þó að þau séu leiðandi en við getum ekki horft framhjá því að við erum á samkeppnismarkaði að þessu leytinu,“ segir Steinþór. Mun skerða arðgreiðslur Landsbankinn greiðir ríkinu tæpa 20 milljarða í arð vegna síðasta árs. Steinþór segir að erfitt verði að greiða jafnmikinn arð á næstu árum, m.a. vegna aukinnar skattlagningar vegna leiðréttingar íbúðalána. »30 Laun séu samkeppnishæf  Bankastjóri Landsbankans segir samkeppni um hæft fólk Mjög slæmt veður olli talsverðum usla og setti daglegt líf úr skorðum á norðanverðu landinu í gær. Afar hvasst var og fóru hviður sums staðar upp í meira en 30 metra á sekúndu. Því fylgdi snjókoma og slydda á Vestfjörðum og Norðurlandi eins og sjá má á þessari mynd frá Húsavíkurhöfn. Vegir lokuðust, skólahald féll niður og björgunarsveitarmenn hjálpuðu fólki sem hafði fest sig og gættu að tjóni sem varð í hvassviðrinu. Áfram er spáð norðanátt með 18-23 m/s og snjókomu og éljum í dag. Vindur á þó að ganga niður á morgun. Bátarnir í Húsavíkurhöfn velktust um í vonskuveðri Morgunblaðið/Hafþór Óveður gengur yfir norðanvert landið en vindur á að ganga niður á morgun  Varla er hægt að fullyrða að sjálfstæði Seðla- banka Íslands (SÍ) hafi minnkað verulega þegar laun seðla- bankastjóra voru skert. Það var hins vegar „skert nokkuð“ um stundarsakir þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn knúði fram verulega vaxtahækkun og þáverandi bankastjórar voru leystir frá störfum með lagabreyt- ingu. Þetta kemur fram í meistara- ritgerð Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar, ritstjóra og talsmanns Seðlabankans. hordur@mbl.is »40 Minnkaði varla sjálf- stæði Seðlabankans Stefán Jóhann Stefánsson Fyrirtækið Íslensk bláskel hefur hug á að koma lifandi hörpuskel til veitingahúsa hér á landi en það hefur aldrei verið gert áður. Útgerðarfyrirtæki sem ráða yfir aflaheimildum í hörpuskel á Breiðafirði hafa undanfarið gert áætlun í samvinnu við Hafró um rannsóknir og tilraunaveiðar á hörpuskel næstu mánuði. Mark- miðið er að vinna aftur upp markað fyrir íslenskan skelfisk en hann hrundi með hörpuskeljarstofninum eftir síðustu aldamót. „Ég er gríðar- lega spenntur og ég er ekki einn um það, allt sam- félagið í Stykkis- hólmi og Grund- arfirði, bíður spennt eftir að sjá niðurstöðu rannsóknanna,“ segir Sigurður Ágústsson hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Agustson ehf. »28-29 Spenna í skelfiskinum  Rannsóknir og tilraunaveiðar á hörpuskel að hefjast á Breiðafirði Hörpuskel þykir herramannsmatur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.