Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014
Hvern ætlar þú að
gleðja í dag?
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Veðrið hefur ekki leikið við norðan-
menn síðustu daga. Í gær var það
býsna leiðinlegt á Akureyri, þó ekki
skítaveður sem stundum er kallað
svo. Einhvers konar landsbyggðar-
vetur samt. En nágrenni höfuð-
staðar Norðurlands var meira og
minna ófært. Í gamla daga hefði
maður verið miður sín að fá ekki
Moggann en veðurguðunum fyrir-
gefst flest nú til dags fyrst hægt er
að lesa blað dagsins á netinu.
Athygli vakti könnun sem Capa-
cent gerði á dögunum og kynnti á
morgunfundi hér fyrir norðan. Þar
var spurt um hug bæjarbúa til sam-
einingar íþróttafélaganna KA og
Þórs. Skv. henni segjast rúm 53%
styðja sameiningu félaganna.
Áhugavert er að staldra við og
velta þessu fyrir sér. Úrtakið var
450 manns og svöruðu 410. Fjórð-
ungur tók ekki afstöðu og 23% voru
andvíg þannig að um liðlega 200
manns voru hlynnt sameiningu.
Spurt hefur verið: Hvað er átt við
með sameiningu?Að félögin í heild
renni saman í eitt? Þá yrði sennilega
þröng á þingi á æfingum yngri
flokka í hinum ýmsu greinum ...
Einhverjir munu hafa túlkað
spurninguna svo að um meistara-
flokkslið í knattspyrnu karla væri að
ræða, en það er auðvitað allt annar
handleggur. Samstarf, sem sagt. Og
það er þegar fyrir hendi að ákveðnu
leyti; félögin starfa saman í Akur-
eyri – handboltafélagi, sem rekur
meistaraflokk og 2. flokk karla,
meistaraflokkur kvenna í handbolta
fer fram í nafni KA/Þórs og meist-
ara- og 2. flokkur kvenna leika undir
merkjum Þórs/KA.
Magnús Orri Schram hjá Capa-
cent fjallaði á áðurnefndum fundi
um feril breytinga, hvort sem verið
er að sameina fyrirtæki eða íþrótta-
félög og tók Þór og KA sem dæmi.
Hann nefndi að könnunin hefði í
raun bara verið gerð í gamni. En
pælingin er vissulega áhugaverð.
Margir félagsmenn beggja eru
mjög á móti sameiningu, af skilj-
anlegum ástæðum. Föstudags-
kvöldið 4. september gæti gefist
ágætis tækifæri til að ræða málin;
herrakvöld beggja félaga hafa verið
auglýst það kvöld. Aldrei að vita
nema menn hittist í bænum eftir
gleðskapinn og fari yfir stöðuna!
Sjónvarpsstöðin N4 vekur sí-
fellt meiri athygli fyrir fjölbreytt og
gott efni. Ástæða er til að hrósa
stöðinni fyrir að senda beint út frá
leikjunum tveimur sem fram fóru á
Akureyri í úrslitakeppni Íslands-
mótsins í íshokkí karla. Skemmtilegt
er að vera í húsinu en næstbesti
kosturinn er að sitja við viðtækið.
Gestur Einar Jónasson er nýj-
asti liðsmaður N4. Hann var lengi
með þáttinn Hvíta máva á Rás 2
Ríkisútvarpsins á árum áður, naut
þá mikilla vinsælda og á miðvikudag
hóf göngu sína þáttur með sama
nafni á N4. Margir gleðjast yfir því
að sjá Gest Einar á skjánum.
Þar með eru þrír fyrrverandi
starfsmenn RÚV á Akureyri komnir
á N4-skútuna; Hilda Jana Gísladótt-
ir er dagskrárstjóri og Gísli Sigur-
geirsson sér m.a. um vinsælan þátt
um mannlíf á Austurlandi.
Magni Ásgeirsson og félagar í
Killer Queen koma enn einu sinni
fram á Græna hattinum í kvöld.
Hópurinn hefur fyllt húsið tíu sinn-
um og fjörið er alltaf jafn mikið.
Nýr barnasöngleikur eftir Pétur
Guðjónsson og Jokku, Tumi tíma-
lausi, verður frumsýndur í Hofi á
sunnudaginn. Þar er fjallað um
Tuma, ungan smaladreng, en tón-
listin er af hinum geysivinsælu
Vísnaplötum Gunnars Þórðarsonar.
Leikstjóri er Ívar Helgason en alls
taka rúmlega 60 manns þátt; leik-
arar, söngvarar og dansarar.
Um síðustu mánaðamót fluttist
öll skammtíma- og skólavistun fyrir
fatlað fólk á Akureyri í Þórunnar-
stræti 99 þar sem áður var gamli
Húsmæðraskólinn. Húsnæðið var
formlega vígt á miðvikudaginn eftir
gagngerar endurbætur sem hafa
farið fram síðustu mánuði.
Starfsemin sem nú flyst í húsið
var áður á nokkrum stöðum í bæn-
um og mikill kostur þykir að hafa
hana alla á einum stað. Húsið er fal-
legt, teiknað af Guðjóni Samúelssyni
húsameistra ríkisins og vígt 1945.
Ríkið átti lengi vel 75% í húsinu en
Akureyri eignaðist það að fullu 2012.
Veðrið setti strik í handbolta-
reikninginn í gær. Akureyri átti að
taka á móti Val í N1 deild karla í
handbolta í Íþrótthöllinni. Valsmenn
komust hvorki lönd né strönd frekar
en aðrir og leikurinn verður í kvöld.
Akureyri og Valur mætast í KA-
heimilinu í kvöld því 1.400 manna
árshátíð starfsfólks Akureyrarbæjar
verður í Höllinni annað kvöld og
undirbúningur hefst í dag.
Margmenni er oft í veislum í
Höllinni, m.a. í tengslum við braut-
skráningu frá MA á þjóðhátíðardag-
inn, en veislan á morgun ku sú fjöl-
mennasta frá upphafi, enda er
ókeypis inn.
Ljósmynd/Ragnar Hólm
Ánægja Margir lögðu leið sína í gamla húsmæðraskólahúsið þegar það var formlega vígt og virtust menn almennt
mjög ánægðir með breytingarnar. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri er lengst til vinstri.
Af gömlu skóla-
húsi og (ó)mögu-
legri sameiningu
Ljósmynd/Ragnar Hólm
Tignarlegt Gamli húsmæðraskólinn við Þórunnarstræti er fallegt hús.
STUTT
Gunnar Egilsson
býður sig fram í
2. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins í Árborg sem
fram fer á morg-
un, 22. mars.
Gunnar er
fæddur á Selfossi 1957. Hann
lauk skipstjórnarmenntun frá
Stýrimannaskólanum í Vest-
mannaeyjum og starfaði á sjó í
24 ár, þar af 18 ár sem skipstjóri.
Gunnar er stofnandi og eigandi
fyrirtækisins Icecool, en fyrir-
tækið sérhæfir sig í breytingum
á jeppum og annarri almennri
viðgerðarþjónustu og smíða-
vinnu.
Gunnar hefur setið í bæjar-
stjórn Sveitarfélagsins Árborgar
frá árinu 2010.
Framboð í 2. sæti
Stjórnmálaflokkarnir velja frambjóðendur á lista fyrir komandi
sveitarstjórnarkosningar. Morgunblaðið birtir fréttir af þeim sem
gefa kost á sér.
Prófkjör árið 2014
Sandra Dís Haf-
þórsdóttir gefur
kost á sér í 2. sætið
í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í
Sveitarfélaginu
Árborg.
Sandra Dís er
fædd árið 1974, er viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla Íslands og starf-
ar sem fjármálastjóri Árvirkjans
ehf.
Sandra hefur verið bæjarfulltrúi
frá árinu 2010. Hún er aðalmaður í
bæjarráði, formaður fræðslu-
nefndar, situr í stjórn Sambands
sunnlenskra sveitarfélaga, í stjórn
Tónlistarskóla Árnesinga og í
stjórn Dvalarheimilisins Sólvalla á
Eyrarbakka. Hún er einnig vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi.
Framboð í 2. sæti