Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 32

Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Hvern ætlar þú að gleðja í dag? ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Veðrið hefur ekki leikið við norðan- menn síðustu daga. Í gær var það býsna leiðinlegt á Akureyri, þó ekki skítaveður sem stundum er kallað svo. Einhvers konar landsbyggðar- vetur samt. En nágrenni höfuð- staðar Norðurlands var meira og minna ófært. Í gamla daga hefði maður verið miður sín að fá ekki Moggann en veðurguðunum fyrir- gefst flest nú til dags fyrst hægt er að lesa blað dagsins á netinu.    Athygli vakti könnun sem Capa- cent gerði á dögunum og kynnti á morgunfundi hér fyrir norðan. Þar var spurt um hug bæjarbúa til sam- einingar íþróttafélaganna KA og Þórs. Skv. henni segjast rúm 53% styðja sameiningu félaganna.    Áhugavert er að staldra við og velta þessu fyrir sér. Úrtakið var 450 manns og svöruðu 410. Fjórð- ungur tók ekki afstöðu og 23% voru andvíg þannig að um liðlega 200 manns voru hlynnt sameiningu.    Spurt hefur verið: Hvað er átt við með sameiningu?Að félögin í heild renni saman í eitt? Þá yrði sennilega þröng á þingi á æfingum yngri flokka í hinum ýmsu greinum ...    Einhverjir munu hafa túlkað spurninguna svo að um meistara- flokkslið í knattspyrnu karla væri að ræða, en það er auðvitað allt annar handleggur. Samstarf, sem sagt. Og það er þegar fyrir hendi að ákveðnu leyti; félögin starfa saman í Akur- eyri – handboltafélagi, sem rekur meistaraflokk og 2. flokk karla, meistaraflokkur kvenna í handbolta fer fram í nafni KA/Þórs og meist- ara- og 2. flokkur kvenna leika undir merkjum Þórs/KA.    Magnús Orri Schram hjá Capa- cent fjallaði á áðurnefndum fundi um feril breytinga, hvort sem verið er að sameina fyrirtæki eða íþrótta- félög og tók Þór og KA sem dæmi. Hann nefndi að könnunin hefði í raun bara verið gerð í gamni. En pælingin er vissulega áhugaverð.    Margir félagsmenn beggja eru mjög á móti sameiningu, af skilj- anlegum ástæðum. Föstudags- kvöldið 4. september gæti gefist ágætis tækifæri til að ræða málin; herrakvöld beggja félaga hafa verið auglýst það kvöld. Aldrei að vita nema menn hittist í bænum eftir gleðskapinn og fari yfir stöðuna!    Sjónvarpsstöðin N4 vekur sí- fellt meiri athygli fyrir fjölbreytt og gott efni. Ástæða er til að hrósa stöðinni fyrir að senda beint út frá leikjunum tveimur sem fram fóru á Akureyri í úrslitakeppni Íslands- mótsins í íshokkí karla. Skemmtilegt er að vera í húsinu en næstbesti kosturinn er að sitja við viðtækið.    Gestur Einar Jónasson er nýj- asti liðsmaður N4. Hann var lengi með þáttinn Hvíta máva á Rás 2 Ríkisútvarpsins á árum áður, naut þá mikilla vinsælda og á miðvikudag hóf göngu sína þáttur með sama nafni á N4. Margir gleðjast yfir því að sjá Gest Einar á skjánum.    Þar með eru þrír fyrrverandi starfsmenn RÚV á Akureyri komnir á N4-skútuna; Hilda Jana Gísladótt- ir er dagskrárstjóri og Gísli Sigur- geirsson sér m.a. um vinsælan þátt um mannlíf á Austurlandi.    Magni Ásgeirsson og félagar í Killer Queen koma enn einu sinni fram á Græna hattinum í kvöld. Hópurinn hefur fyllt húsið tíu sinn- um og fjörið er alltaf jafn mikið.    Nýr barnasöngleikur eftir Pétur Guðjónsson og Jokku, Tumi tíma- lausi, verður frumsýndur í Hofi á sunnudaginn. Þar er fjallað um Tuma, ungan smaladreng, en tón- listin er af hinum geysivinsælu Vísnaplötum Gunnars Þórðarsonar. Leikstjóri er Ívar Helgason en alls taka rúmlega 60 manns þátt; leik- arar, söngvarar og dansarar.    Um síðustu mánaðamót fluttist öll skammtíma- og skólavistun fyrir fatlað fólk á Akureyri í Þórunnar- stræti 99 þar sem áður var gamli Húsmæðraskólinn. Húsnæðið var formlega vígt á miðvikudaginn eftir gagngerar endurbætur sem hafa farið fram síðustu mánuði.    Starfsemin sem nú flyst í húsið var áður á nokkrum stöðum í bæn- um og mikill kostur þykir að hafa hana alla á einum stað. Húsið er fal- legt, teiknað af Guðjóni Samúelssyni húsameistra ríkisins og vígt 1945. Ríkið átti lengi vel 75% í húsinu en Akureyri eignaðist það að fullu 2012.    Veðrið setti strik í handbolta- reikninginn í gær. Akureyri átti að taka á móti Val í N1 deild karla í handbolta í Íþrótthöllinni. Valsmenn komust hvorki lönd né strönd frekar en aðrir og leikurinn verður í kvöld.    Akureyri og Valur mætast í KA- heimilinu í kvöld því 1.400 manna árshátíð starfsfólks Akureyrarbæjar verður í Höllinni annað kvöld og undirbúningur hefst í dag.    Margmenni er oft í veislum í Höllinni, m.a. í tengslum við braut- skráningu frá MA á þjóðhátíðardag- inn, en veislan á morgun ku sú fjöl- mennasta frá upphafi, enda er ókeypis inn. Ljósmynd/Ragnar Hólm Ánægja Margir lögðu leið sína í gamla húsmæðraskólahúsið þegar það var formlega vígt og virtust menn almennt mjög ánægðir með breytingarnar. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri er lengst til vinstri. Af gömlu skóla- húsi og (ó)mögu- legri sameiningu Ljósmynd/Ragnar Hólm Tignarlegt Gamli húsmæðraskólinn við Þórunnarstræti er fallegt hús. STUTT Gunnar Egilsson býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Árborg sem fram fer á morg- un, 22. mars. Gunnar er fæddur á Selfossi 1957. Hann lauk skipstjórnarmenntun frá Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum og starfaði á sjó í 24 ár, þar af 18 ár sem skipstjóri. Gunnar er stofnandi og eigandi fyrirtækisins Icecool, en fyrir- tækið sérhæfir sig í breytingum á jeppum og annarri almennri viðgerðarþjónustu og smíða- vinnu. Gunnar hefur setið í bæjar- stjórn Sveitarfélagsins Árborgar frá árinu 2010. Framboð í 2. sæti Stjórnmálaflokkarnir velja frambjóðendur á lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Morgunblaðið birtir fréttir af þeim sem gefa kost á sér. Prófkjör árið 2014 Sandra Dís Haf- þórsdóttir gefur kost á sér í 2. sætið í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg. Sandra Dís er fædd árið 1974, er viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Íslands og starf- ar sem fjármálastjóri Árvirkjans ehf. Sandra hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2010. Hún er aðalmaður í bæjarráði, formaður fræðslu- nefndar, situr í stjórn Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, í stjórn Tónlistarskóla Árnesinga og í stjórn Dvalarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka. Hún er einnig vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Framboð í 2. sæti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.