Morgunblaðið - 21.03.2014, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.03.2014, Qupperneq 38
FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þegar réttir sjötíu dagar eru til sveitarstjórnarkosninga ríkir enn mikil óvissa um horfur meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Skoð- anakannanir hafa verið misvísandi í því efni, nokkrar hafa spáð honum falli, aðrar benda til þess að hann sé traustur í sessi. Allar kannanir á stuðningi við borgarstjóraefni flokk- anna sýna á hinn bóginn yfirburða- fylgi við Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar. Óljóst er hvaða möguleika nýtt framboð Dögunar á í Reykjavík. Helst er það talið geta tekið fylgi frá Vinstri grænum. At- hygli hefur vakið hve snör handtök sjálfstæðismenn í Garðabæ höfðu þegar framboðsmál þeirra virtust stefna í algjört óefni á dögunum. Sveiflur á fylgi flokkanna Talsverðar sveiflur hafa verið á fylgi stóru flokkanna í Reykjavík í skoðanakönnunum í vetur. Eftir áramót hefur Björt framtíð, arftaki Besta flokksins, mælst með fylgi á bilinu 21 til 29,3%. Fylgi Samfylk- ingarinnar hefur á sama tíma verið á bilinu 18,2 til 23,5%. Fylgi Sjálfstæð- isflokksins hefur verið frá 28,5 til 23,1% í nýjustu könnuninni sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerði í síð- ustu viku. Ekki er útilokað að mismunandi aðferðafræði og vinnubrögð við gerð kannana skýri sveiflurnar að hluta til. Frekar er þó ástæða til að ætla að sveiflurnar sýni að margir kjós- endur séu enn reikulir og hafi ekki gert upp hug sinn endanlega. Þeir bíða eftir að heyra meira um stefnu- mál og vilja kynnast frambjóðendum betur. Sú staða skapar stjórn- málaflokkunum sóknarfæri sem gætu breytt landslaginu verulega. Sterk staða Dags Þegar spurt hefur verið um álit- legasta borgarstjóraefni flokkanna í Reykjavík hefur Dagur B. Eggerts- son, oddviti Samfylkingarinnar, komið afar sterkur út. Um helm- ingur kjósenda vill hann sem næsta borgarstjóra. Mest munar um að væntanlegum kjósendum Bjartrar framtíðar virðist hugnast betur að hafa Dag á stóli borgarstjóra en oddvita flokksins, S. Björn Blöndal, núverandi aðstoðarmann Jóns Gnarrs borgarstjóra. Athygli vekur að Jón Gnarr hefur ekkert aðhafst til að styðja sinn mann og kann það að vera vísbend- ing um að þegjandi samkomulag sé á milli núverandi meirihlutaflokka um að Dagur taki næst við stýrinu, skapist staða til þess eftir kosn- ingar. Dagur hefur verið mjög áberandi að undanförnu. Það styrkir hann í sessi að sem formaður borgarráðs hefur hann ótal tækifæri til að vera í sviðsljósi fjölmiðla, viðra nýjar hug- myndir, stilla sér upp fyrir framan skóflur og vinnuvélar, klippa á borða og slá sér upp á annan hátt.. Virðist hann notfæra sér það óspart eins menn í sömu stöðu í stjórnmálum hafa jafnan gert. Jón Gnarr borg- arstjóri er að mestu búinn að draga sig í hlé og ætlar sér greinilega ekki að skyggja á Dag á nokkurn hátt fram að kosningum. Framboð Dögunar Mörgum kom á óvart þegar til- kynnt var um framboð Dögunar í Reykjavík með fyrrverandi borg- arfulltrúa Vinstri grænna, Þorleif Gunnlaugsson, í oddvitasætinu. Væringar hafa verið innan VG að undanförnu og þessi staða kann að tefla endurkjöri Sóleyjar Tóm- asdóttur í tvísýnu. Í því sambandi kann að skipta máli að Ögmundur Jónasson, þingmaður flokksins, hef- ur lýst ánægju með framboð Þorleifs og virðist frekar ætla að kjósa Dög- un í Reykjavík en eigin flokk. Enn renna menn þó blint í sjóinn varð- andi fylgi Dögunar í höfuðborginni. Uppnám vegna ESB-máls Tillaga ríkisstjórnarflokkanna á Alþingi um að hætta aðildarviðræð- unum við Evrópusambandið hefur valdið miklu pólitísku uppnámi. Réttir 70 dagar til kosninga  Misvísandi kannanir í Reykjavík  Dagur meira en aðrir í sviðsljósinu MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Opið alla virka daga 08:00-17:00 Sendum um allt land -VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is HLJÓÐ- VARNARGLER Er hávaðinn að trufla? Hafið samband við sölumenn okkar ÍSPAN, SMIÐJUVEGUR 7, S. 54-54-300 Ispan.is The picture is used with permission from Saint-Gobain. STJÓRNMÁLABARÁTTAN STAÐA OG HORFUR Ekki liggur enn fyrir hvenær sjálf- stæðismenn í Reykjavík kynna stefnuskrá sína fyrir borgarstjórn- arkosningarnar í vor. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hún í meginatriðum tilbúin en vegna um- rótsins í landsmálunum mun beðið eftir heppilegum tíma til að koma henni á framfæri. Á meðan tifar klukkan, rétt um sjötíu dagar eru til kosninga, skoðanakannanir hafa ekki verið flokknum hagstæðar og við blasir að brýn nauðsyn er á að „eitthvað fari að gerast“ sem breyti stöðunni, eins og einn flokksmanna orðaði það í samtali við blaðið. Undanfarna daga hafa frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verið á svokölluðu „rölti“ um hverfi borgarinnar. Þeir göngutúrar orka nokkuð stefnu- lausir á marga. Það þarf þó ekki að vera. Að sögn Halldórs Halldórs- sonar, oddvita flokksins, er hug- myndin að frambjóðendur sjái hvað þurfi að laga, hvað sé vel gert og ræða um stöðuna í hverju hverfi. Tekin verður saman staðan á hverj- um stað og verður það efni haft til hliðsjónar þegar stefna flokksins í viðkomandi borgarhluta verður gefin út. Íbúum gefst kostur á að slást í hópinn og hafa nokkrir not- fært sér það. Ekki eru haldnir fundir í hverfunum í tengslum við röltið. Meiri baráttukraft? Nýjasta könnunin um fylgi fram- boðslista í Reykjavík var gerð af Fréttablaðinu og Stöð 2 í síðustu viku. Samkvæmt henni fengi Sjálf- stæðisflokkurinn 23,1% atkvæða og fjóra borgarfulltrúa. Það yrði mikill skellur fyrir flokkinn ef þetta yrði niðurstaðan. Í kosningunum 2010 fékk flokkurinn 33,6% fylgi og fimm borgarfulltrúa. Í könnun Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Morg- unblaðið sem birt var 26. febrúar mældist fylgi flokksins 28,4% sem gefur fimm borgarfulltrúa. Meðal sumra frambjóðendanna heyrist sú skoðun að útspil ríkis- stjórnarinnar í ESB-málinu, til- lagan um að slíta viðræðunum hafi nú slæm áhrif á fylgi Sjálfstæðis- flokksins og skýri tapið. Ekki er hægt að útiloka það en á móti er rétt að benda á að sveiflur hafa ver- ið á fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum í vetur. Þannig Frambjóðendur á rölti um Reykjavík  Eru sjálfstæðismenn í höfuðborginni búnir að missa af strætisvagninum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.