Morgunblaðið - 21.03.2014, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 21.03.2014, Qupperneq 39
Kannanir sýna að almenningur vill halda viðræðunum áfram þrátt fyrir „ómöguleika“ málsins. Ýmsir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í sveit- arstjórnum hafa látið í ljós áhyggjur af því að óvinsældir tillögunnar geti haft áhrif á fylgi þeirra í kosning- unum í vor. Stuðningsflokkar við- ræðna við ESB hafa að sama skapi óspart notfært sér þetta og fengið í nokkrum sveitarstjórnum sam- þykktar áskoranir á ríkisstjórnina um að halda viðræðunum áfram. Enn á eftir að koma í ljós hvort ESB-málið hefur yfirleitt einhver áhrif á val kjósenda. Sama er að segja um verkfall framhaldsskóla- kennara og hugsanleg verkföll grunnskólakennara og háskólakenn- ara. Misjafnt er hve sterkt lands- málin spila inn í sveitarstjórn- arkosningar. Það getur þó gerst og hefur gerst eins og dæmi frá 1978 sýnir. Þá féll meirihluti Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn Reykja- víkur og röktu flestir það til óvin- sælda þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins. Hröð handtök í Garðabæ Sjálfstæðismenn í Garðabæ kom- ust óvænt í sviðsljósið eftir að fram- boðslisti þeirra var samþykktur á hitafundi í fulltrúaráði flokksins. Svo hörð voru viðbrögðin að það virtist stefna í sérframboð hinna óánægðu sem höfðu uppi stór orð í fjöl- miðlum.. Hefði þá meirihluti flokks- ins í bæjarfélaginu getað orðið valt- ur í sessi. En forystumenn flokksins höfðu hröð handtök enda mikið í húfi. Áður en upp úr sauð náðu þeir samkomulagi um róttækar breyt- ingar á listanum sem friðuðu hina óánægðu. Stærsti þátturinn í því var ákvörðun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra að flytja sig úr odd- vitasæti framboðslistans í áttunda sætið. Óneitanlega myndarleg ákvörðun. Gengur því flokkurinn óskiptur til kosninganna. Prófkjör í Árborg á morgun Víða eiga flokkar og listar eftir að ganga endanlega frá framboðum. En öllum prófkjörum er lokið nema hjá sjálfstæðismönnum í Árborg. Það fer fram á morgun, laugardag. Eyþór Arnalds er sem kunnugt er ekki í framboði og virðist sem Ásta Stefánsdóttir, núverandi fram- kvæmdastjóri sveitarfélagsins, verði sjálfkjörin í fyrsta sætið í stað hans. Um annað sætið keppa aftur á móti þrír, Ari Björn Thorarensen, Gunn- ar Egilsson og Sandra Dís Hafþórs- dóttir. Tíðindi úr Hólminum Það sætir óneitanlega tíðindum þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að bjóða ekki fram í nokkuð stóru sveitarfélagi, Stykkishólmi. Yfirleitt hefur það verið regla að flokkurinn bjóði fram alls staðar sem kostur er á og sé ekki í „sam- krulli“ með öðrum eins og algengt hefur verið hjá öðrum stjórn- málaflokkum. Sjálfstæðismenn höfðu meirihluta í sveitarstjórn og síðar bæjarstjórn í Hólminum í nær fjóra áratugi, en misstu hann í kosn- ingunum 2010. Ósigurinn virðist hafa haft mikil áhrif á þá, því flokk- urinn býður ekki fram í vor heldur styður nýtt framboð Lista framfara- sinnaðra Hólmara, þar sem eru bæði flokksmenn og óháðir borgarar. Fyrir framboðinu fer Sturla Böðv- arsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra og forystumaður sjálf- stæðismanna í bænum. Hann var sveitarstjóri og bæjarstjóri í Hólm- inum í nær tvo áratugi, frá 1974 til 1991.Verður forvitnilegt að fylgjast með árangri þessa framboðs og hvort það muni síðar hafa einhver áhrif á framboðsstefnu sjálfstæð- ismanna annars staðar. Eitt framboð í Vesturbyggð? Fréttir frá öðru sveitarfélagi á vesturhluta landsins, Vesturbyggð, vekja ekki síður athygli en það sem er að gerast í Stykkishólmi. Frá því var greint fyrr í vikunni að Bæj- armálafélagið Samstaða sem á tvo af fimm fulltrúum í bæjarstjórn Vest- urbyggðar hygðist ekki bjóða fram í vor. Samstaða hefur boðið fram allar götur frá árinu 1996 og var með hreinan meirihluta í bæjarstjórninni á kjörtímabilinu 2006 til 2010. Gæti svo farið að Sjálfstæðisflokkurinn, sem stjórnar bæjarfélaginu núna og hefur þrjá fulltrúa í bæjarstjórn, byði einn fram. Aðrir flokkar en Samstaða og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki verið í boði í Vesturbyggð. Kosningabaráttan ekki hafin Ekki er hægt að segja að eiginleg kosningabarátta sé hafin nú þegar rúmir tveir mánuðir eru til kjördags. En ljóst er að frambjóðendur eru að setja sig í stellingar fyrir komandi átök og áróður. Forsmekkur að því sem koma skal er harðar deilur í Hafnarfirði þar sem sjálfstæð- ismenn undir forystu Rósu Guð- bjartsdóttur sauma mjög að bæj- arstjórnarmeirihlutanum vegna fjármála bæjarins. Sakar Rósa bæj- arstjórann, Guðrúnu Ágústu Guð- mundsdóttur úr flokki Vinstri grænna, um leyndarhyggju vegna þess að hún neitar að afhenda minni- hlutanum gögn varðandi tilboð Ís- landsbanka í endurfjármögnun á 13 milljarða skuldum bæjarins. Ljóst er að bæjarstjórinn er í þröngri stöðu í þessu máli. Morgunblaðið/Ómar Sviðsljós Sem formaður borgarráðs hefur Dagur B. Eggertsson ótal tækifæri til að vera áberandi í aðdrag- anda borgarstjórnarkosninganna. Hér leikur hann fyrsta leikinn í byrjunarskák Reykjavíkurmótsins í síðustu viku. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014  Ekki er útlokað að eftir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor verði feðgin í fyrsta sinn samtímis bæj- arstjórar. Þetta eru þau Ásthildur Sturludóttir í Vesturbyggð og Sturla Böðvarsson í Stykkishólmi. Ásthildur var ráðin bæjarstjóri í Vesturbyggð eftir kosningarnar 2010. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar hreinan meirihluta og auglýsti eftir bæjarstjóra. Öllum umsókn- unum 23 var hafnað og ákveðið að ráða Ásthildi sem ekki var meðal umsækjenda. Hún er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur að mennt. Haldi flokkurinn meirihluta sínum er mjög líklegt að hún verði endur- ráðin. Á dögunum var tilkynnt að faðir Ásthildar, Sturla Böðvarsson, sem var sveitarstjóri og síðar bæjar- stjóri í Stykkishólmi á árunum 1974 til 1991, en síðar alþingis- maður og ráðherra, yrði bæjar- stjóraefni nýs lista, Lista framfara- sinnaðra Hólmara. Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki í framboði að þessu sinni. Flokk- urinn missti meirihlutann í bæjar- stjórn í síðustu kosningum, en hafði þar á undan stjórnað bænum í fjóra áratugi. Ekki er útilokað að hinn nýi listi með Sturlu í fararbroddi nái meiri- hluta. gudmundur@mbl.is Verða feðgin bæjarstjórar? Sturla Böðvarsson Ásthildur Sturludóttir Skoðanakannanir í vetur hafa verið mis- vísandi um stöðu borgarstjórnarmeiri- hlutans í Reykjavík. Ýmist virðist hann fallinn eða traustur í sessi. Ef þetta stafar af reikulli afstöðu kjósenda skapar það framboðslistunum tækifæri nú þegar aðeins 70 dagar eru til kosninga. Eiginleg kosningabarátta er ekki hafin. Frambjóðendur eru að undirbúa kynningu á stefnu sinni og forystumenn valdaflokka í sveitar- stjórnum nota óspart stöðu sína til að komast í sviðsljós fjölmiðla. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR fór það úr 29% í nóvember í 25% í janúar. Verður ESB-málinu ekki um það kennt. Margir viðmælenda blaðsins velta því fyrir sér af hverju Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík setur ekki meiri orku og baráttukraft í ýmis mál sem borg- arfulltrúarnir hafa gert að um- ræðuefni að undanförnu og gætu orðið flokknum til fylgisaukningar. Hér má nefna kröfuna um birtingu upplýsinga um námsárangur ein- stakra skóla samkvæmt PISA- könnun, þjónustu borgarinnar sem fékk slæma útreið í könnun fyrir stuttu, stöðuna í húsnæðismál- unum, umferðarmál, skipulagsmál almennt og ekki síst flugvall- armálið sem var mál málanna fyrir örfáum vikum. Spurningar hafa vaknað um það hvort nú sé ekki rétti tíminn til að krefjast nýrrar atkvæðagreiðslu um framtíð flug- vallarins. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að vika er langur tími í póli- tík. Það er alls ekki útilokað að vagninn sem menn héldu að þeir hefðu misst af birtist skyndilega á stoppistöðinni. gudmundur@mbl.is Ljósmynd/Sjálfstæðisflokkurinn Kosningar Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins birtu þessa mynd á vefsíðu flokksins undir heitnu „Beðið eftir strætó“. En er vagninn kannski farinn?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.