Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Þetta er eins og að ganga á dýnu • Þú finnur strax mun • Gælir við fæturna • Ótrúlega mjúkir Þú færð SKECHERS karlmannsskó í: Skór.is, Kringlunni og Smáralind Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport, Reykjavík Outlet Skór, Reykjavík | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi Blómsturvellir, Hellisandi | Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Versl. Skógum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum | Skóbúðin, Keflavík Vísindamenn við Utah-háskóla kynntu til sögunnar í gær fiðruðu risaeðlutegundina Anzu wyliel en með því að styðjast við steingerð bein úr þremur eðlum þeirrar teg- undar hefur í fyrsta sinn fengist heildarmynd af skepnunni. Anzu var um það bil 3,5 metrar að lengd, með 1,5 metra langa fætur, og vó 200-300 kíló. Fótleggir eðl- unnar líktust einna helst strúts- fótum og hafði hún kamb á höfði líkt og hæna. Þá hafði hún beittar klær og sterka kjálka til að bryðja egg og aðra bráð. „Það væri ógnvekjandi, og jafnframt fáránlegt, að mæta henni,“ sagði einn vísindamannanna um tegundina, sem hefur fengið við- urnefnið „kjúklingurinn frá helvíti“. Beinin fundust fyrir um áratug, í Hell Creek í Norður- og Suður- Dakóta, þar sem einnig hafa fundist steingerðar leifar grameðla og nas- hyrningseðla. Þau eru talin 66-68 milljón ára gömul og benda til þess að eðlunni hafi svipað til tengdra tegunda sem hafa fundist í Mongólíu og Kína. BANDARÍKIN Teikning/Mark Klingler Kynna til sögunnar „kjúklinginn frá helvíti“ Bíræfnir þjófar í Salford á Englandi komust á brott með tugþúsundir punda eftir að hafa grafið sér leið inn í Tesco Express-verslun og rænt þar hrað- banka. Lögregluyfirvöld á svæðinu hafa auglýst eftir vitnum, sem gætu hafa séð grunsamlega aðila á ferð, mögulega útbíaða í mold og drullu. Lögregla telur líklegt að þjófarnir hafi varið mánuðum í að grafa 15 metra löng göngin. „Þetta fólk hafði augljóslega varið löngum tíma í að skipuleggja þennan glæp og ég efast um að því hafi tekist að halda áætlununum leyndum allan þann tíma án þess að segja öðrum,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Mark Toker. „Brotamennirnir hljóta að hafa varið miklum tíma á svæðinu síðastliðna mánuði, sem fólk kann að hafa tekið eftir. Þú hefur ef til vill séð fólk hegða sér með grunsamlegum hætti á föstudag, mögulega þakið óhrein- indum. Ég bið hvern þann sem hefur einhverjar upplýsingar um ránið að hringja í okkur eins skjótt og auðið er,“ sagði lögreglumaðurinn. BRETLAND Grófu göng til að ræna hraðbanka Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Barack Obama Bandaríkjaforseti til- kynnti í gær refsiaðgerðir gegn tutt- ugu rússneskum einstaklingum, sem koma til viðbótar þeim ellefu sem þegar hafa sætt aðgerðum af hálfu stjórnvalda í Washington. Um er að ræða þingmenn og hátt setta emb- ættismenn, auk einnar fjármála- stofnunar; Aktsionerny Bank of the Russian Federation. Talsmenn bandaríska fjármálaráðuneytisins sögðu í gær að á meðal hluthafa í bankanum, sem einnig gengur undir nafninu Bank Rossiya, væru menn úr innsta hring Vladimír Pútín for- seta. Obama sagði aðgerðirnar við- brögð við framgöngu Rússa fram að þessu en varaði við því að ef þeir létu ekki segjast yrði gripið til harkalegri úrræða. Þá upplýsti forsetinn að hann hefði undirritað tilskipun sem gerði honum kleift að grípa til að- gerða gegn afmörkuðum geirum rússnesks efnahagslífs. „Þetta er ekki sú útkoma sem við vildum helst sjá,“ sagði Obama og varaði við því að aðgerðirnar myndu hafa veruleg áhrif á efnahag Rússlands. Evrópuleiðtogar funda Skömmu eftir að Obama gerði blaðamönnum grein fyrir ákvörðun stjórnvalda, tilkynnti rússneska ut- anríkisráðuneytið að Rússar hygð- ust grípa til eigin refsiaðgerða gegn bandarískum ráðamönnum. „Það á ekki að vera neinn vafi á því að hverri óvinveittri árás verður mætt með fullnægjandi hætti,“ sagði ráðu- neytið. Aðgerðir Rússa beinast gegn níu þingmönnum og aðstoðarmönn- um Obama, þ. á m. John McCain, John Boehner, Harry Reid, Mary Landrieu og Daniel Coats. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagði fyrir fund leiðtoga Evr- ópusambandsríkjanna í gær að þeir væru tilbúnir til þess að grípa til frekari aðgerða ef ástandið í Úkra- ínu versnaði. Þá sagði talsmaður David Cameron, forsætisráðherra Breta, að rætt yrði hvort Rússar yrðu gerðir brottrækir úr G8-hópn- um. „Það er ekki hægt að draga landa- mæri upp á nýtt og leyfa landsvæði að fara frá einu ríki til annars án við- bragða,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti. Innrás yfirvofandi? Þrátt fyrir hótanir Vesturveld- anna hafa Rússar ekki sýnt nein merki þess að þeir hyggist gefa eftir og sagði Sergei Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands, við John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær að ákvörðun Rússa varðandi Krím yrði ekki tekin til endurskoð- unar. Júrí Klímenkó, sendiherra Úkra- ínu við Sameinuðu þjóðirnar, sagði í gær að vísbendingar væru uppi um að Rússar horfðu nú til frekari íhlut- unar í suður- og austurhluta Úkra- ínu. Hann sagði að efling rússneska heraflans í Kherson, norður af Krím, benti til yfirvofandi árásar og vísaði til fregna af því að Rússar ynnu að því að leggja jarðsprengjur á svæð- inu. Frekari aðgerðir gegn einstaklingum og banka  Rússar svara í sömu mynt og setja þingmenn á svartan lista AFP Möguleiki á friðsamlegri lausn? Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, áttu fund í Kreml í gær. Komið í veg fyrir átök » Forseti Úkraínu, Oleksandr Túrtsjínov, staðfesti í gær að uppreisnarhermenn í Krím hefðu látið Sergí Gajdúk, yfir- mann úkraínska flotans, lausan. » Úkraínskir þingmenn hétu í gær að gefast aldrei upp í bar- áttunni um frelsun Krím. » Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði í Moskvu í gær að hann hefði þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.