Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 47

Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 47
FRÉTTIR 47Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 VELDU VIÐHALDSFRÍTT Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Karl Blöndal kbl@mbl.is Nú hillir undir að saksóknari ljúki málflutningi sínum í morðmálinu gegn fatlaða íþróttamanninum Osc- ari Pistorius og hefur ýmislegt kom- ið fram, sem ekki passar við frásögn hans af kvöldinu, sem hann skaut Reevu Steenkamp, unnustu sína, til bana á heimili sínu í Pretoríu á Val- entínusardag, 14. febrúar, í fyrra. Á fimmtudag kom fram í vitnis- burði skotvopnasérfræðings, Chris Mangena, að Pistorius hefði fyrst skotið Steenkamp í mjöðmina áður en hann hæfði hana skotinu, sem varð henni að bana, í höfuðið. Pistor- ius skaut hana í gegnum lokaðar dyr eftir að hún hafði farið á klósettið. Hann kveðst hafa haldið að inn- brotsþjófur væri á ferð. Fullyrðingar stangast á Orð sérfræðingsins styðja fyrri vitnisburð um að Steenkamp hefði haft tíma til að hrópa á hjálp áður en hún lést. Það stangast á við fullyrð- ingar verjenda Pistoriusar um að hún hefði ekki getað hrópað. Skotvopnasérfræðingurinn sagði að Steenkamp hefði fyrst fengið skot í mjöðmina þar sem hún stóð bakvið klósetthurðina. Hún hefði þá hnigið niður og fengið byssukúlur í oln- boga, hönd og höfuð. Óvíst væri í hvaða röð. Pistorius segist hafa skotið hana vegna þess að hann hélt að hún væri innbrotsþjófur, en ákæruvaldið heldur því fram að þau hafi rifist og hann hafi myrt hana að yfirlögðu ráði. Saksóknarinn á eftir að leiða fram fjögur til fimm vitni og fékk réttarhöldunum frestað til mánu- dags vegna þess að hann þyrfti tíma til að yfirheyra þau að nýju áður en málflutningi hans lyki. Þá kemur röðin að verjendum Pistoriusar og má búast við að réttarhöldin, sem hafa beint sjónum umheimsins að Suður-Afríku, standi fram í apríl. Þrjú vitni hafa borið að þau hafi heyrt kvenmannshróp kvöldið, sem Steenkamp lést. „Ég heyrði konu hrópa hræðilega og kalla á hjálp,“ sagði nágranninn Michelle Burger í upphafi réttarhaldanna. Vörnin hélt því fram að nágrann- arnir hefðu sennilega heyrt í Pistor- iusi því að hann hrópaði eins og kona. Fyrrverandi unnusta Pistor- iusar, sem varð vitni að því að hann skaut á umferðarljós, sagðist hins vegar hafa heyrt hann hrópa og hann hljómaði alls ekki eins og kona. Önnur vitni báru að Pistorius hefði verið í uppnámi. Vaktmaður sem nágranni gerði viðvart, sagði frá símtali við hann. Hann hefði sagt að allt væri í lagi, en grátið í símann. Vitnisburður Johans Stipps lækn- is var þó ákærða í hag. Á vettvangi hefði Pistorius sagt: „Ég skaut hana, ég hélt hún væri innbrotsþjófur og ég skaut hana.“ Hann hefði beðið og sagt grátandi að hann myndi gefa líf sitt ef Steenkamp lifði af. Barry Roux, verjandi Pistoriusar, hefur verið mjög ágengur og notað hvert tækifæri til veitast að vitnum ákæruvaldsins. Hann reynir að draga fram ósamræmi hjá vitnum, notar óljósan vitnisburð til að varpa fram spurningum um hvort vitni séu viss í sinni sök, reynir að sýna fram á að sérfræðingar í vitnastólunum séu ekki sérlega sérfróðir, draga fram að vitnisburður sé vilhallur ákæru- valdinu og koma vitnum úr jafnvægi. Grét undan verjandanum Hann gekk svo hart að áður- nefndri Michelle Burger að hún brast í grát eftir fjögurra klukku- stunda yfirheyrslu og hann þurfti að biðja vitnið afsökunar. Roux saumaði einnig að manni hennar, Charl Johnson, og gaf til kynna að hann hefði hagrætt fram- burði sínum við lögreglu til að íþyngja ákærða og laga hann að vitnisburði konu sinnar. Einnig segir Roux að rannsókn lögreglunnar hafi verið fúsk. Í þeim efnum hefur ýmislegt komið í ljós. Yfirlögregluþjóninn Gilliam van Rensburg, sem var einn af fyrstu lögreglumönnunum á vettvang og nú er sestur í helgan stein, bar því vitni að lögreglumaður hefði haldið á morðvopninu án þess að vera með hanska. Þá hefði rándýru úri sprett- hlauparans verið stolið af vettvangi þótt hann hefði verið búinn að brýna við lögreglumenn að taka ekkert. Pistorius er einnig sakaður um gáleysislega meðferð skotvopna. Við réttarhöldin hefur komið fram að hann hafi hleypt af byssu á veit- ingastað og skotið á umferðarljós. Pistorius hefur komið jakkafata- klæddur til réttarhaldanna, alvöru- gefinn og niðurlútur. Þegar sjúk- dómafræðingur lýsti áverkunum á líki Steenkamp brotnaði hann saman og heyrðust ekkasog. Honum var einnig um megn þegar myndir voru sýndar frá vettvangi. Ósamræmi og lögreglufúsk  Hart tekist á í morðmáli Pistoriusar AFP Í vörn Oscar Pistorius ræðir við verjanda sinn, Barry Roux, í réttarsalnum á miðvikudag. Pistoriusi er gefið að sök að hafa myrt unnustu sína. Heldur hefur þrengt að Oscari Pistoriusi eftir að hann skaut unnustu sína til bana. Stjarnan frá Ólympíumóti fatlaðra hefur misst auglýsinga- samninga og í gær sagði lögmaður hans að hann ætlaði að selja húsið sitt í Pretoríu í Suður-Afríku, þar sem hann skaut Reevu Steenkamp, til þess að borga lögfræðikostnaðinn vegna réttarhaldanna. Kostnaður Pistoriusar af réttarhöldunum er mikill, allt að einni millj- ón króna á dag, og nú er ljóst að þau munu dragast á langinn. Þrír lög- fræðingar eru ávallt í réttarsalnum og sérfræðingar um skotvopn, glæpavettvang og krufningar hafa verið kallaðir til auk bandarísks fyrir- tækis til að gera líkan af vettvangi glæpsins. Selur húsið upp í kostnað RÉTTARHÖLDIN REYNAST PISTORIUSI DÝR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.