Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 48

Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 48
BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Viðamikið átak hófst hér álandi í gær til að safna fé íbaráttunni gegn stíf-krampa, kvalafullum sjúk- dómi sem enn er að finna í um 25 ríkj- um heims, aðallega í Afríku og suðurhluta Asíu. Um sýkingu er að ræða, ekki smitsjúkdóm. Engu að síð- ur geisaði faraldur meðal ungbarna hér á landi á ofanverðri 18. öld, lengst af 19. öld og framan af þeirri tuttug- ustu, einkum í Vestmannaeyjum, þar sem dánartíðni ungbarna var á tíma- bili 60-80%. Um miðja 19. öld tókst að draga verulega úr dánartíðninni þeg- ar danskur læknir tók upp nafla- hreinsun á ungbörnum. Gríms- eyingar fengu einnig að kenna á sjúkdómnum, sem á þeim tímum var nefndur ginklofi, en almennt var dán- artíðni ungbarna um 30% á landinu öllu þegar verst lét. Með bólusetn- ingu, sem hófst á sjötta áratug síð- ustu aldar, tókst að ráða niðurlögum stífkrampa á Íslandi. Eftir 1960 var stífkrampi nær óþekktur á Íslandi, þar til árið 2008 að eitt tilfelli greind- ist hjá áttræðum bónda. Útrýmt í 34 löndum frá 1999 Að söfnunarátakinu standa Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) og Kiwanishreyfingin á Íslandi og í Færeyjum. Megintilefni svo viðamikils átaks nú er 50 ára af- mæli Kiwanis á Íslandi. Frá árinu 1999 hafa UNICEF og Kiwanis bólu- sett yfir 119 milljónir kvenna í 50 löndum við stífkrampa. Á þessum tíma hefur sjúkdómnum verið útrýmt í 34 löndum. Með skipulagðri bólu- setningu á Vesturlöndum hefur tekist að halda sjúkdómnum niðri en á fá- tækum svæðum í Afríku og Asíu hef- ur þetta verið vandamál þar sem barnshafandi konur hafa takmark- aðan aðgang að heilsugæslu og upp- lýsingum um öruggar fæðingar. Dán- artíðinin hefur verið gríðarleg há en með bólusetningarátaki UNICEF og Kiwanis hefur tekist að lækka dánar- tíðnina um 90% á síðustu 20 árum. En hvað er stífkrampi? Samkvæmt vef landlæknis er um alvarlega sýk- ingu að ræða sem orsakast af bakterí- unni Clostridium tetani. Bakterían er til staðar víða í náttúrunni, s.s. í jarð- vegi og húsdýraskít, en hún finnst í þörmum manna og grasbíta án þess að valda þar skaða. „Þegar bakterían kemst í sár framleiðir hún eitur sem leggst á miðtaugakerfi manna, veldur stífleika og krömpum sem geta verið lífshættulegir,“ segir á vef land- læknis. Smit berst ekki á milli manna en fyrstu einkenni sýkingar geta ver- ið hiti, sviti, hraður púls, pirringur og staðbundnir verkir í vöðvum næst sárinu. Krampar og stífleiki geta breiðst út um líkamann og valdið önd- unar- og hjartastoppi. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endur- bólusett 4 og 14 ára gömul. Land- læknir mælir með endurbólu- setningu, t.d. ef liðin eru meira en 10 ár frá síðustu bólusetningu hjá þeim einstaklingi sem fær óhreinindi í sár. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir við Morgunblaðið að aldrei tak- ist að útrýma stífkrampa en bólusetn- ingin haldi honum niðri. Upp geti komið tilfelli hjá eldra fólki, sem ekki var bólusett á yngri árum, en í tilvik- inu hér árið 2008 var óljóst hvort bóndinn hefði verið bólusettur í æsku. Hafði hann stungið sig í fingur á gaddavír og kom nokkrum dögum síðar á Landspítalann með alvarleg einkenni. Lá hann á gjörgæslu í 45 daga og útskrifaðist heim eftir átta mánaða legu. „Við þurfum alltaf að vera á varðbergi. Það hefur til dæmis verið siður á slysadeild að gefa bólu- efni ef sjúklingar koma inn með skít- ug sár. Við getum vel bægt þessum sjúkdómi frá og þar skipta bólusetn- ingar öllu máli,“ segir Haraldur. Aðeins sex ár frá síð- asta stífkrampatilviki Dæmi um stífkrampa Stíf- krampa- bakterían og gró hennar búa í jarðvegi Hendur og áhöld komast í snertingu við bakteríuna Yfirsetu- kona aðstoðar við barnsfæðingu við óviðunandi hreinlætis- skilyrði Yfirsetu- kona klippir á naflastreng með áhaldi sem ekki er sótt- hreinsað Bakterían fjölgar sér og framleiðir banvænt eitur sem berst í taugar nærri opnu sári. Eitrið flyst til heilans og/eða mænunnar Einkenni eru m.a. vöðvakrampar og gríðarlegur sársauki við birtu, hljóð og snertingu Ef ekki fæst læknishjálp deyr barnið innan örfárra daga Stíf- krampinn raskar taugum sem senda boð til vöðvanna Foreldrar geta ekki snert barnið Með bólusetningu má koma í veg fyrir þennan harmleik Heimild: UNICEF á Íslandi. 48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ GuðmundurStein-grímsson, sem virtist gegna embætti sérstaks sendiherra Sam- fylkingarinnar í þingflokki Framsóknarflokksins á síðasta kjörtímabili, sættir sig enn illa við kosningasigur forsætisráð- herrans sl. vor. Hann, Dagur B. og Össur höfðu búið til nýjan flokk í kringum Guðmund til að verða í hlutverki trektar til að beina eins miklu af fylgishruni Samfylkingarinnar og verða mætti á einn stað, svo að bæði mætti endurnýta það og endur- vinna. Var notuð áþekk upp- skrift og brúkuð var um „Besta flokkinn“ hjá borginni. Sá blekk- ingaleikur hafði tekist ágætlega og tryggt stærsta tapara síðustu borgarstjórnarkosninga úrslita- áhrif í borginni. Þannig tókst hinum nútímalegu stjórn- málamönnum að leika á lýðræðið og hafa endaskipti á inntaki þess. En vegna hagfelldrar niður- stöðu Framsóknarflokks Sig- mundar Davíðs brást brellan að mestu í þingkosningunum sl. vor. Það er meginástæðan fyrir eltingarleikjunum við Sigmund núna. Þeir snúast aldrei um mál- efni heldur einungis form. Í fréttum í gær sagði að Guð- mundur Steingrímsson hefði gagnrýnt forsætisráðherra „harðlega fyrir að sinna ekki beiðnum um sérstakar umræður við þingmenn stjórnarandstöð- unnar. Sagði hann ýmislegt benda til þess að ákveðinn sam- skiptavandi væri uppi á Alþingi.“ Þetta, sem síðast var nefnt, er örugglega rétt. En formerki Guðmundar Steingrímssonar fyrir fullyrðingunni standa þó, því miður, algjörlega á haus. Það hlýtur að ýta undir „sam- skiptavanda“ í þinginu þegar for- ystumaður flokks, jafnvel þótt útibú sé, fullyrði að for- sætisráðherra hafi aðeins brugðist við einni af 45 beiðnum um sérstaka umræðu við ráðherra og á daginn komi að fullyrðingin er af ráðnum hug sett fram með villandi hætti, svo varlega sé talað. Af þessum 45 beiðnum um sérstaka umræðu við ráðherra beindust einungis 4 að forsætisráðherranum sjálfum og ein hefur þegar farið fram. Þetta upplýsti Sigmundur Davíð í þinginu í gær. Fjölmiðlar höfðu grandalausir eða viljugir eftir atvikum tekið fullyrðingum Guð- mundar sem sönnum og réttum og sumir lagt út af þeim með sín- um hætti. En þetta er ekki eina atriðið sem bendir til þess að „ákveðinn samskiptavandi“ sé á þinginu. Framganga stjórnarand- stöðunnar, sem forysta þingsins lét yfir sig ganga, um að ræða í fjóra daga um „fundarstjórn for- seta“ til að forðast og tefja fyrir efnislegri umræðu um þýðingar- mikið mál, var auðvitað forkast- anleg. Málið var bein afleiðing niðurstöðu síðustu þingkosninga og í góðu samræmi við andstöðu íslensku þjóðarinnar við að ganga í ESB. Það gerir uppþot og yfirgang stjórnarandstöð- unnar enn alvarlegri en ella. Fullyrða má, að slík framganga hefði hvergi verið liðin á þingi þjóðar sem býr við lýðræðis- skipan eins og Íslendingar. Það er svo sjálfstætt umhugsunar- efni, að Ríkisútvarpið, sem jafn- an lyfti „málþófsstimplinum“ fyrir ríkisstjórnina á síðasta kjörtímabili, og það stundum óumbeðið, hefur í þeim efnum, eins og svo mörgum öðrum, al- gjörlega „skipt um mark“ á þessu kjörtímabili. Stjórnarandstaðan unir illa dómi kjósenda} Samskiptavandamenn flokka og fréttastofu Þegar áflog erustöðvuð á skólalóðinni er það oftast talin frekar aum afsökun að benda á annan aðil- ann og segja „en hann byrjaði“. Og það sem á ekki við á skólalóð- inni á líklega enn síður við þegar flókin alþjóðamál eiga í hlut, eins og deilur Ísraelsmanna við ná- granna sína fyrir botni Miðjarðarhafs. Því verður það oft æði hjákát- legt að sjá reglulega í fyrir- sögnum fréttamiðla að Ísraelar „hafi ráðist“ á hinn og þennan, og oft á þann veg að komið er langt inn í fréttina áður en í ljós kemur að ástæðan fyrir árásinni er sú að upphaflega var ráðist á ísraelska borgara, landsvæði eða hermenn. Hins vegar heyrir það til undantekninga ef ein einasta frétt um árásir á Ísrael nær eyr- um landsmanna, nema vandlega falin inni í fréttaskýringu á gagnárásum Ísra- elsmanna. Ábyrgðin er þannig óbeint sett á herðar Ísraelsmönnum einum, þó svo að rætur ofbeldis- ins liggi miklu dýpra en svo. Að vissu leyti er hér við þær upplýsingaveitur sem innlendu fjölmiðlarnir reiða sig á að sak- ast, en það þýðir ekki að fjöl- miðlar hér þurfi ekki að gæta jafnvægis í umfjöllun. Líkt og sagði í upphafi, er hér um flókn- ar deilur að ræða, sem hafa verið að gerjast í alþjóðakerfinu nú í um það bil 65 ár. Eitt af hlut- verkum fjölmiðla er að auka skilning fólks á því sem er að gerast í heiminum. Sá skilningur mun ekki aukast með einhliða fréttum af því þegar Ísraels- menn taka til varna. Fréttaflutningur frá botni Miðjarðarhafs er oft einhliða} Hvar er jafnvægið? M iðað við hvað það er til óskaplega mikið af börnum hér á landi (eða eru Íslend- ingar ekki annars einna frjósamastir Evrópubúa?) þá er býsna merkilegt hversu lítill áhugi virðist vera meðal ráðamanna í bæjum og hjá ríki á þörfum barna- og fjölskyldufólks. Sú tilfinning styrkist enn frekar þegar rennt er yfir stefnumál frambjóðenda í prófkjörum eða stefnur einstakra flokka fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Samkvæmt lögum er hverju sveitarfélagi skylt að móta sína eigin fjölskyldustefnu, en við lauslega athugun á vefsíðum nokkurra af stærri sveitarfélögum á landinu, var allur gangur á því hvort þar fyndust upplýsingar um slíka stefnu. T.d. voru í einu stóru sveit- arfélagi gerð drög að henni fyrir 11 árum og síðan ekki söguna meir, annars staðar var hún til staðar en lítið útskýrt hvernig hún kemur til framkvæmda. Á loforðalistunum fyrir kosningarnar í vor virðast nokkur málefni vera efst á baugi. Gagnsæi í stjórn- sýslu er nokkuð ofarlega á blaði, fleiri atvinnutæki- færi og loforð um að hækka ekki opinber gjöld. Þetta eru allt hin prýðilegustu málefni. Það sama gildir um umhverfisvernd og menningar- mál. En lítið fer fyrir málefnum fjölskyldunnar, þrátt fyrir að vera málaflokkur sem snertir okkur öll með einum eða öðrum hætti. Að stuðla að vistvænum samgöngum virðist annars vera eitt allra heitasta málið í dag. Það er gott og blessað, en því miður ekki raunhæf- ur kostur hjá mörgu fjölskyldufólki, sem margt sækir vinnu í a.m.k. 10 km fjarlægð frá heimili sínu og vinnur átta stunda vinnudag. Fæstir í þeim sporum ná að fara fram og til baka á hjóli eða strætó og kom- ast heim til sín á skikkanlegum tíma til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem fylgja því að eiga og reka fjölskyldu. Dæmi um slíkt verkefni er íþrótta- og tómstundastarf barna. En þrátt fyrir að flest börn taki þátt í slíku starfi af ein- hverju tagi, sem betur fer, heyrir samstarf á milli íþróttafélaga og skóla til undantekn- inga og sjaldgæft er að sveitarstjórnarfólk láti þennan málaflokk til sín taka. Allt of algengt er að æfingatímar barna, hvort sem um er að ræða íþróttir eða annað tómstundastarf, séu skipulagðir með flest annað en þarfir barnanna í huga. Þessu er reyndar betur farið víða á landsbyggðinni, þar sem mörg sveitarfélög hafa lagt alúð við þennan málaflokk. Frambjóðendur í komandi kosningum, þeir sem hyggja á ábyrgðarstörf í sveitarfélögunum, mættu gjarnan gera meira að því að beina sjónum að daglegu lífi íbúanna og spyrja sig: Hvernig er hægt að auka á lífsgæði fólks? Eða er það annars ekki eitt af hlut- verkum þeirra sem veljast til þess að stjórna sveitar- félögum? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Hvar er fjölskyldustefnan? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon UNICEF á Íslandi og Kiwanis- hreyfingin á Íslandi og í Fær- eyjum hófu í gær söfnun til bar- áttunnar gegn stífkrampa í heiminum. Samstarf Íslendinga og Færeyinga er liður í al- þjóðlegri baráttu UNICEF og Kiwanis gegn stífkrampa. Meðal þess sem samtökin vekja at- hygli á er að það kostar aðeins 210 krónur að bólusetja barns- hafandi konu og ófætt barn hennar gegn veikinni. Með sms- skilaboðunum STOPP í 1900 gefur fólk 630 krónur. Einnig má setja framlag á reikninginn 701-26-102050, kt. 481203- 2950, merkt „stífkrampi“. SMS-ið Stopp sent í 1900 ÁTAK UNICEF OG KIWANIS Átak Kiwanismenn og UNICEF hófu söfnunina í Kringlunni í gær. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.