Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 50

Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 SIXTIES LÍNAN YUMI Hringborð 2 saman í setti 50 cm / 40 cm kr. 28.700 OSLO Eikarskenkur 160x45x63 kr. 159.800 GINA Stóll kr. 19.900 AMI Stóll kr. 24.900 AMI Stóll kr. 24.900 YUMI Matborð 115 cm kr. 79.800 Sellósnillingurinn Erling Blöndal- Bengtsson lést í júní síðastliðnum 81 árs að aldri. Þá átti hann að baki yfir 70 ára feril sem sellóleikari. Hann fæddist í Kaupmannahöfn 8. mars 1932, sonur hjónanna Sigríðar Nielsen píanóleikara frá Ísafirði og Valdemars Bengts- son fiðluleikara frá Kaupmanna- höfn. Erling var undrabarn á selló og hélt sína fyrstu tónleika fjög- urra ára gamall í Kaupmannahöfn. 16 ára að aldri hélt hann til Bandaríkjanna til náms við hinn fræga tónlistarháskóla Curtis Institute of Music í Fíladelfíu. Þar var kennari hans hinn heimsfrægi og dáði sellóleikari Gregor Piati- gorsky. Það er einstaklega fallegt til frásagnar, að það voru Íslend- ingar, nánar tiltekið framámenn Tónlistarfélagsins í Reykjavík, þeir Ragnar Jónsson, kenndur við Smára, Ólafur Þorgrímsson hæstaréttarlögmaður og Björn Jónsson skrifstofustjóri, sem höfðu forgöngu um að styrkja Er- ling til náms. Styrkurinn, sem Er- ling hlaut, nægði honum til tveggja ára náms við þennan fræga skóla, en að tveimur árum liðnum var hann orðinn aðstoðar- kennari Piatigorskys. Þegar Piati- gorsky flutti til Los Angeles til að vinna með hinum heimsfrægu tón- listarmönnum, fiðluleikaranum Jascha Heifetz og píanóleikar- anum Arthur Rubinstein, var Er- ling ráðinn sem kennari við Curtis Institude og dvaldi þar í þrjú ár til ársins 1953. Á þessu tímabili sótti hann þó kennslu hjá Piati- gorsky á sumrin í Los Angeles. Erling flutti til Kaupmannahafnar árið 1953 og var skipaður prófess- or í sellóleik við Konunglega tón- listarháskólann í þeirri borg. Nú fór í hönd glæstur ferill hans sem einleikari víða um heim og sem eftirsóttur kennari. Undirritaður heyrði Erling fyrst leika á Íslandi 1963, en þá lék hann sellókonsert númer 1 eftir Schost- akovitch, og man ég glöggt hversu gífurleg áhrif þetta hafði á mig. Mér fannst þarna eiga sér stað fullkominn samruni hljóðfæris, líkama og sálar í stórkostlegum flutningi. Það sem einkenndi leik Erlings öðru fremur var fullkomið tæknilegt fyrirhafnarleysi (vir- túósítet), elegans og tónfegurð. Erling lék á selló eins eðlilega og fugl flýgur og syngur. Þrátt fyrir þessa ótrúlegu hæfileika æfði hann sig alltaf mikið og verkin, sem hann hafði fullkomlega á valdi sínu, voru öll helstu verk selló- tónbókmentanna. Minni hans var ævintýralegt, því hann lék nánast öll verk utanbókar. Þegar ég hóf nám hjá honum í ársbyrjun 1964 kunni ég sáralítið utanað, en hann sagði strax við mig: „Þetta er spurning um þjálfun.“ Sem kenn- ari var hann kröfuharður, en ætíð réttlátur. Ef hann ávítaði vissi maður ætíð upp á sig skömmina. Styrkur hans sem kennara var þetta fullkomna tæknilega fyrir- hafnarleysi og hæfni til að „de- monstrera“ erfiðustu verk svo maður sat dolfallinn eftir. Svona ótrúleg hæfni fæst ekki hjá nein- um, sem ekki er gæddur algjörum guðsgjöfum á sínu sviði. Með árunum urðum við mjög góðir vinir og það hefur verið mér dýrmætt að eiga að vinum Erling og hans elskulegu konu Merete sem var honum einstök eiginkona í orðsins fyllstu merkingu. Erling tengdist Íslandi traustum vináttu- böndum frá unga aldri enda var móðir hans íslensk. Hann hélt sína fyrstu tónleika hér á landi 14 ára gamall og kom hingað að jafnaði annað hvert ár til tónleikahalds allan sinn feril. Síðustu tónleika sína hér á landi hélt Erling í til- efni 75 ára afmælis síns á vegum Kammermúsíkklúbbsins ásamt tengdadóttur sinni Ninu Kavtar- adze píanóleikara og Einari Jó- hannessyni klarinettuleikara. Þetta voru glæsilegir og eftir- minnilegir tónleikar og urðu kveðjutónleikar Erlings á því landi, sem hann unni svo heitt. Nú hefur Erling kvatt þennan heim, en hans mun ætíð verða minnst sem eins af stærstu sellóleikurum sinnar samtíðar. Erling Blöndal Bengtsson – Endurminningar Eftir Gunnar Kvaran »Mér fannst þarna eiga sér stað full- kominn samruni hljóð- færis, líkama og sálar í stórkostlegum flutningi. Gunnar Kvaran Höfundur er sellóleikari og fyrrver- andi prófessor við Listaháskóla Ís- lands. Höggmyndina af Erling Blöndal- Bengtsson gerði hinn þekkti lista- maður Gottfred Eichoff og stendur afsteypa af henni í Hólavalla- kirkjugarði við Suðurgötu á leiði Erlings. Flugvallarandstæð- ingar undir forystu Samfylkingarflokk- anna stunda blekkinga- og óheilindaleik um þessar mundir. Þar er gert út á vanþekkingu almennings á flug- öryggismálum og nú síðast, að flækja gam- algrónu knattspyrnu- félagi inn í málið, þann- ig að það fari á höfuðið, ef áform um íbúðabyggð, þar sem nú er SV/NA braut Reykjavíkurflugvallar, ganga ekki eftir. Það flækir enn þetta vand- ræðalega og hættulega mál, að skip- uð hefur verið nefnd, undir forystu fyrrverandi Samfylkingarráðherra, til að gera aftur úttekt á mögulegu flugvallarstæði utan Vatnsmýrar- innar, sem er ekki fyrir hendi, og að einn helsti andstæðingur flugvall- arins og náinn pólitískur samherji Samfylkingarflokkanna er innanrík- isráðherra. Þessu til viðbótar hefur forstjóri Isavia gefið það út með vís- vitandi blekkingum, að notkunar- stuðull flugvallanna í Reykjavík og Keflavík verði 99,5% án SV/NA brauta, en hagsmunaleg og pólitísk tengsl virðast ráða meiru um þá niðurstöðu en fagmennska. Flugöryggisreglur brotnar og mannslíf sett í hættu Ísland er aðili að Alþjóðaflug- öryggisstofnuninni, ICAO (Inter- national Civil Aviation Organ- isation), sem setur skýr viðmið um leyfilegan hliðarvind á flugbrautum. Fleiri þættir koma þarna inn, eins og flugvélartegund, skýjafar, hálka á flugbrautum og lengd flugbrauta skiptir einnig máli. Leyfilegur hlið- arvindur er aðeins 10 hnútar á braut- um styttri en 1.200 m en 13 hnúta hliðarvindur gildir á Reykjavíkur- flugvelli. Forstjóri Isavia gefur sér 25 hnúta hliðarvind í útreikningum sínum, þegar hann kemst að sinni furðulegu og að því er virðist sér- pöntuðu niðustöðu um 99,5% notk- unarstuðul. Staðreyndin er hins veg- ar sú, að miðað við reglur ICAO, þá er Reykjavíkurflugvöllur lokaður í sjö daga á ári, vegna of mikils hliðar- vinds, þrátt fyrir neyðarbrautina, sem gerir neyðarlendingar mögu- legar í SV/NA ofsaveðri og hefur klárlega bjargað mannslífum, sem ella hefðu glatast. Ef SV/NA brautin verður lögð niður lokast flugvöllur- inn í 16 daga til viðbótar eða í alls 23 daga, þrátt fyrir tvær flugbrautir, sem eftir yrðu. Yrði önnur þeirra lok- uð yrði flugvöllurinn í raun óstarf- hæfur, sem er markmið þeirra ólýð- ræðislegu yfirvalda, sem nú ráða í Reykjavík, og gefa öllum viðvör- unum, ásamt stærstu undir- skriftasöfnun allra tíma, langt nef. Skýrslan frá 2007 Býsna undarleg vinnubrögð voru við- höfð í skýrslu um framtíðarstaðsetningu flugvallar á höfuðborg- arsvæðinu árið 2007, en flugvallarandstæðingar vitna mjög í hana án þess að skilja þær for- sendur, sem hún bygg- ist á. Engu að síður sýndi skýrslan ótvírætt, að um annað flugvallar- stæði á höfuðborgarsvæðinu, utan Vatnsmýrar, væri ekki að ræða. Skýrsluhöfundar gáfu sér hins vegar forsendur, sem eru á skjön við reglur ICAO, og gerðu ráð fyrir 20-30 hnúta hliðarvindi í forsendum sínum. Þann- ig komust þeir að þeirri „niður- stöðu“, að Reykjavíkurflugvöllur væri með 99% notkunarstuðul, sem myndi „minnka um 1 %“, eða í 98%, ef SV/NA brautin (neyðarbrautin) færi! Þetta er falsáróður og hentar vel til að afvegaleiða fólk, a.m.k. í 101 og 107 Reykjavík! Hlíðarendalönguvitleysan Borgaryfirvöld hafa um árabil blekkt Knattspyrnufélagið Val og forráðamenn þess, með innistæðu- lausum loforðum og hafa reynt að nota þrýsting Vals um úrbætur á fjárhagsvanda orsakaðan af borgar- yfirvöldum til að koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni. Þetta er ljótur leik- ur og það er ekki samboðið fylgj- endum séra Friðriks að láta þau öfl, sem nú stjórna borginni, hafa sig að ginningarfífli. Bæði borgaryfirvöld og ríkisstjórn þurfa að ganga fram fyrir skjöldu og leysa fjárhagsvanda og framtíðarskipulag á Hlíðarenda með því að greiða félaginu viðunandi bætur án þess að hrófla við neyðar- brautinni eða flugvellinum í heild. Mannslíf eru í húfi og það er for- gangsmál á landsmælikvarða. Síð- asta verk mitt sem borgarstjóra, var að greiða Valsmönnum bætur vegna þeirra skipulagstafa og fjárhags- tjóns, sem borgaryfirvöld ollu þeim frá tíð R-listans. Það er vel hægt að gera það aftur og bjarga bæði Val, neyðarflugi og mannslífum í leiðinni. Blekkingar og óheilindi flugvallar- andstæðinga Eftir Ólaf F. Magnússon » Þetta er ljótur leikur og það er ekki sam- boðið fylgjendum séra Friðriks að láta þau öfl, sem nú stjórna borginni, hafa sig að ginningar- fífli. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgar- stjóri. – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.