Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 50

Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 SIXTIES LÍNAN YUMI Hringborð 2 saman í setti 50 cm / 40 cm kr. 28.700 OSLO Eikarskenkur 160x45x63 kr. 159.800 GINA Stóll kr. 19.900 AMI Stóll kr. 24.900 AMI Stóll kr. 24.900 YUMI Matborð 115 cm kr. 79.800 Sellósnillingurinn Erling Blöndal- Bengtsson lést í júní síðastliðnum 81 árs að aldri. Þá átti hann að baki yfir 70 ára feril sem sellóleikari. Hann fæddist í Kaupmannahöfn 8. mars 1932, sonur hjónanna Sigríðar Nielsen píanóleikara frá Ísafirði og Valdemars Bengts- son fiðluleikara frá Kaupmanna- höfn. Erling var undrabarn á selló og hélt sína fyrstu tónleika fjög- urra ára gamall í Kaupmannahöfn. 16 ára að aldri hélt hann til Bandaríkjanna til náms við hinn fræga tónlistarháskóla Curtis Institute of Music í Fíladelfíu. Þar var kennari hans hinn heimsfrægi og dáði sellóleikari Gregor Piati- gorsky. Það er einstaklega fallegt til frásagnar, að það voru Íslend- ingar, nánar tiltekið framámenn Tónlistarfélagsins í Reykjavík, þeir Ragnar Jónsson, kenndur við Smára, Ólafur Þorgrímsson hæstaréttarlögmaður og Björn Jónsson skrifstofustjóri, sem höfðu forgöngu um að styrkja Er- ling til náms. Styrkurinn, sem Er- ling hlaut, nægði honum til tveggja ára náms við þennan fræga skóla, en að tveimur árum liðnum var hann orðinn aðstoðar- kennari Piatigorskys. Þegar Piati- gorsky flutti til Los Angeles til að vinna með hinum heimsfrægu tón- listarmönnum, fiðluleikaranum Jascha Heifetz og píanóleikar- anum Arthur Rubinstein, var Er- ling ráðinn sem kennari við Curtis Institude og dvaldi þar í þrjú ár til ársins 1953. Á þessu tímabili sótti hann þó kennslu hjá Piati- gorsky á sumrin í Los Angeles. Erling flutti til Kaupmannahafnar árið 1953 og var skipaður prófess- or í sellóleik við Konunglega tón- listarháskólann í þeirri borg. Nú fór í hönd glæstur ferill hans sem einleikari víða um heim og sem eftirsóttur kennari. Undirritaður heyrði Erling fyrst leika á Íslandi 1963, en þá lék hann sellókonsert númer 1 eftir Schost- akovitch, og man ég glöggt hversu gífurleg áhrif þetta hafði á mig. Mér fannst þarna eiga sér stað fullkominn samruni hljóðfæris, líkama og sálar í stórkostlegum flutningi. Það sem einkenndi leik Erlings öðru fremur var fullkomið tæknilegt fyrirhafnarleysi (vir- túósítet), elegans og tónfegurð. Erling lék á selló eins eðlilega og fugl flýgur og syngur. Þrátt fyrir þessa ótrúlegu hæfileika æfði hann sig alltaf mikið og verkin, sem hann hafði fullkomlega á valdi sínu, voru öll helstu verk selló- tónbókmentanna. Minni hans var ævintýralegt, því hann lék nánast öll verk utanbókar. Þegar ég hóf nám hjá honum í ársbyrjun 1964 kunni ég sáralítið utanað, en hann sagði strax við mig: „Þetta er spurning um þjálfun.“ Sem kenn- ari var hann kröfuharður, en ætíð réttlátur. Ef hann ávítaði vissi maður ætíð upp á sig skömmina. Styrkur hans sem kennara var þetta fullkomna tæknilega fyrir- hafnarleysi og hæfni til að „de- monstrera“ erfiðustu verk svo maður sat dolfallinn eftir. Svona ótrúleg hæfni fæst ekki hjá nein- um, sem ekki er gæddur algjörum guðsgjöfum á sínu sviði. Með árunum urðum við mjög góðir vinir og það hefur verið mér dýrmætt að eiga að vinum Erling og hans elskulegu konu Merete sem var honum einstök eiginkona í orðsins fyllstu merkingu. Erling tengdist Íslandi traustum vináttu- böndum frá unga aldri enda var móðir hans íslensk. Hann hélt sína fyrstu tónleika hér á landi 14 ára gamall og kom hingað að jafnaði annað hvert ár til tónleikahalds allan sinn feril. Síðustu tónleika sína hér á landi hélt Erling í til- efni 75 ára afmælis síns á vegum Kammermúsíkklúbbsins ásamt tengdadóttur sinni Ninu Kavtar- adze píanóleikara og Einari Jó- hannessyni klarinettuleikara. Þetta voru glæsilegir og eftir- minnilegir tónleikar og urðu kveðjutónleikar Erlings á því landi, sem hann unni svo heitt. Nú hefur Erling kvatt þennan heim, en hans mun ætíð verða minnst sem eins af stærstu sellóleikurum sinnar samtíðar. Erling Blöndal Bengtsson – Endurminningar Eftir Gunnar Kvaran »Mér fannst þarna eiga sér stað full- kominn samruni hljóð- færis, líkama og sálar í stórkostlegum flutningi. Gunnar Kvaran Höfundur er sellóleikari og fyrrver- andi prófessor við Listaháskóla Ís- lands. Höggmyndina af Erling Blöndal- Bengtsson gerði hinn þekkti lista- maður Gottfred Eichoff og stendur afsteypa af henni í Hólavalla- kirkjugarði við Suðurgötu á leiði Erlings. Flugvallarandstæð- ingar undir forystu Samfylkingarflokk- anna stunda blekkinga- og óheilindaleik um þessar mundir. Þar er gert út á vanþekkingu almennings á flug- öryggismálum og nú síðast, að flækja gam- algrónu knattspyrnu- félagi inn í málið, þann- ig að það fari á höfuðið, ef áform um íbúðabyggð, þar sem nú er SV/NA braut Reykjavíkurflugvallar, ganga ekki eftir. Það flækir enn þetta vand- ræðalega og hættulega mál, að skip- uð hefur verið nefnd, undir forystu fyrrverandi Samfylkingarráðherra, til að gera aftur úttekt á mögulegu flugvallarstæði utan Vatnsmýrar- innar, sem er ekki fyrir hendi, og að einn helsti andstæðingur flugvall- arins og náinn pólitískur samherji Samfylkingarflokkanna er innanrík- isráðherra. Þessu til viðbótar hefur forstjóri Isavia gefið það út með vís- vitandi blekkingum, að notkunar- stuðull flugvallanna í Reykjavík og Keflavík verði 99,5% án SV/NA brauta, en hagsmunaleg og pólitísk tengsl virðast ráða meiru um þá niðurstöðu en fagmennska. Flugöryggisreglur brotnar og mannslíf sett í hættu Ísland er aðili að Alþjóðaflug- öryggisstofnuninni, ICAO (Inter- national Civil Aviation Organ- isation), sem setur skýr viðmið um leyfilegan hliðarvind á flugbrautum. Fleiri þættir koma þarna inn, eins og flugvélartegund, skýjafar, hálka á flugbrautum og lengd flugbrauta skiptir einnig máli. Leyfilegur hlið- arvindur er aðeins 10 hnútar á braut- um styttri en 1.200 m en 13 hnúta hliðarvindur gildir á Reykjavíkur- flugvelli. Forstjóri Isavia gefur sér 25 hnúta hliðarvind í útreikningum sínum, þegar hann kemst að sinni furðulegu og að því er virðist sér- pöntuðu niðustöðu um 99,5% notk- unarstuðul. Staðreyndin er hins veg- ar sú, að miðað við reglur ICAO, þá er Reykjavíkurflugvöllur lokaður í sjö daga á ári, vegna of mikils hliðar- vinds, þrátt fyrir neyðarbrautina, sem gerir neyðarlendingar mögu- legar í SV/NA ofsaveðri og hefur klárlega bjargað mannslífum, sem ella hefðu glatast. Ef SV/NA brautin verður lögð niður lokast flugvöllur- inn í 16 daga til viðbótar eða í alls 23 daga, þrátt fyrir tvær flugbrautir, sem eftir yrðu. Yrði önnur þeirra lok- uð yrði flugvöllurinn í raun óstarf- hæfur, sem er markmið þeirra ólýð- ræðislegu yfirvalda, sem nú ráða í Reykjavík, og gefa öllum viðvör- unum, ásamt stærstu undir- skriftasöfnun allra tíma, langt nef. Skýrslan frá 2007 Býsna undarleg vinnubrögð voru við- höfð í skýrslu um framtíðarstaðsetningu flugvallar á höfuðborg- arsvæðinu árið 2007, en flugvallarandstæðingar vitna mjög í hana án þess að skilja þær for- sendur, sem hún bygg- ist á. Engu að síður sýndi skýrslan ótvírætt, að um annað flugvallar- stæði á höfuðborgarsvæðinu, utan Vatnsmýrar, væri ekki að ræða. Skýrsluhöfundar gáfu sér hins vegar forsendur, sem eru á skjön við reglur ICAO, og gerðu ráð fyrir 20-30 hnúta hliðarvindi í forsendum sínum. Þann- ig komust þeir að þeirri „niður- stöðu“, að Reykjavíkurflugvöllur væri með 99% notkunarstuðul, sem myndi „minnka um 1 %“, eða í 98%, ef SV/NA brautin (neyðarbrautin) færi! Þetta er falsáróður og hentar vel til að afvegaleiða fólk, a.m.k. í 101 og 107 Reykjavík! Hlíðarendalönguvitleysan Borgaryfirvöld hafa um árabil blekkt Knattspyrnufélagið Val og forráðamenn þess, með innistæðu- lausum loforðum og hafa reynt að nota þrýsting Vals um úrbætur á fjárhagsvanda orsakaðan af borgar- yfirvöldum til að koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni. Þetta er ljótur leik- ur og það er ekki samboðið fylgj- endum séra Friðriks að láta þau öfl, sem nú stjórna borginni, hafa sig að ginningarfífli. Bæði borgaryfirvöld og ríkisstjórn þurfa að ganga fram fyrir skjöldu og leysa fjárhagsvanda og framtíðarskipulag á Hlíðarenda með því að greiða félaginu viðunandi bætur án þess að hrófla við neyðar- brautinni eða flugvellinum í heild. Mannslíf eru í húfi og það er for- gangsmál á landsmælikvarða. Síð- asta verk mitt sem borgarstjóra, var að greiða Valsmönnum bætur vegna þeirra skipulagstafa og fjárhags- tjóns, sem borgaryfirvöld ollu þeim frá tíð R-listans. Það er vel hægt að gera það aftur og bjarga bæði Val, neyðarflugi og mannslífum í leiðinni. Blekkingar og óheilindi flugvallar- andstæðinga Eftir Ólaf F. Magnússon » Þetta er ljótur leikur og það er ekki sam- boðið fylgjendum séra Friðriks að láta þau öfl, sem nú stjórna borginni, hafa sig að ginningar- fífli. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgar- stjóri. – með morgunkaffinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.