Morgunblaðið - 21.03.2014, Page 60

Morgunblaðið - 21.03.2014, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI BÍLASÝNING GENF 2014 mennilega fyrir almenningssjónir. Nýi bíllinn er í meginatriðum sá sami og var sýndur á bílasýning- unni í Frankfurt sem tilraunabíll, en hann er sportbíll með öllum þeim lúxus og tæknibúnaði sem hægt er að fá í Mercedes-Benz. Til að byrja með verður hann aðeins fáanlegur sem S500 með 4,7 lítra V8 Bi-Turbo vélinni. Sú vél er 455 hestöfl og með 700 Newtonmetra tog. Von er á 8 og 12 strokka AMG-útgáfum ásamt S600-útgáfu, einnig með 12 strokka vél. Hallast í beygjum Það sem er merkilegast við þennan bíl er nýjasta útgáfa „Ma- gic Body Control“ kerfisins eins og hönnuðir Mercedes-Benz kjósa að Njáll Gunnlaugsson njall@mbl.is Þótt Mercedes-Benz hafi frumsýnt nýjan S-línu Coupé nokkrum vik- um fyrir bílasýninguna í Genf kemur hann samt þar fyrst al- kalla það. Það inniheldur nú beygjuhallakerfi sem að lætur bíl- inn hallast örlítið inn í beygju líkt og gert er á mótorhjóli. Það hefur þau áhrif að minnka áhrif mið- flóttaaflsins á farþegana. Auk þess er nýjasta útgáfa endurkastsskjás á framrúðu og snertiskjástölvu í bílnum. Bíllinn getur líka nánast keyrt sig sjálfur enda er í honum neyðarhemlun, hjálparstýring ef hann rásar að vegöxl og Stop&Go- kerfi sem getur séð um að taka af stað og stoppa fyrir ökumanninn, Þar fyrir utan er í honum búnaður sem skynjar umferð frá hlið, hjálp- ar honum að halda sig innan um- ferðarlína, búnaður sem slekkur háu ljósin þegar hann mætir bíl, og næturmyndavél. Heimsfrumsýning S500 Coupé í Genf  Munaður og fágun S-Class frá Mercedes-Benz nær nýjum hæð- um í S 65 AMG Coupé sem frumsýndur var á sýningunni í Genf. AFP Svipmikill Framendinn er glæsilegur og öllum ljóst hver er hér á ferð. AFP Eðalvagn S500 Coupé vakti að vonum mikla athygli enda sýnir hann allt það besta sem Mercedes-Benz hefur upp á að bjóða. Svo ríkulegur er tæknibúnaðurinn að hann getur nánast keyrt sjálfur. Morgunblaðið/www.carscoops.com Munaður Innandyra er nánast eins og í S-línunni nema með enn meiri íburði og sportlegum viðbótum eins og álpedulum og koltrefjaáferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.