Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 82

Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 82
82 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er bjart útlit fyrir rómantíkina um þessar mundir. Ekki búast við göfuglyndi af einhverjum sem hefur aldrei sýnt það áð- ur. Nú er tíminn til þess að ná sér aftur á rétt strik. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú kannt að meta mótsagnir í öðru fólki en þú leyfir þér vanalega ekki að segja eitt en gera annað. Sameiginleg fjármál koma til álita. Líttu á björtu hliðarnar, það er alltaf eitthvað skondið við alla hluti. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að vera jákvæð/ur gagn- vart breytingum. Farðu á námskeið ef þú get- ur ekki breytt þessu á eigin spýtur en þú get- ur allt sem þú hefur trú á. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Atburðarásin mun taka öll völd úr höndum þér ef þú ekki stingur við fótum og nærð stjórn á hlutunum. Best væri að hafa tíma til að njóta alls þessa! 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú gefur ímyndunarafli þínu lausan tauminn og bæði týnist og finnst. Hugsaðu stórt en byrjaðu smátt og umfram allt skipu- leggðu tímann eins vel og þú getur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er rétti tíminn til að komast í ný sambönd eða gera nýja samninga. Reyndu að standa meira á eigin fótum því þá verður þú sáttari við útkomuna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Óttinn er ekki óvinur, hann er bara skila- boð eins og þjófavörn sem kviknar á við minnsta áreiti. Komdu þér út slíkri klípu með lipurð og festu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert á góðri leið með að taka til í þínum eigin garði. Vanmettu ekki þá lífs- fyllingu sem það veitir að hjálpa öðrum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þig langar til þess að kaupa eitt- hvað fallegt handa þér eða einhverjum ná- komnum. Hvað sem því líður þarftu að sýna nánum vinum þolinmæði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gefstu ekki upp þótt á móti blási. Leggðu þig fram um það því annars átt þú á hættu að mistakast. Framundan er þó tími endurbóta sem ganga vel. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert fús til að leggja meiri áherslu á gæði en flestir, sérstaklega í mat og drykk. Vertu óhrædd/ur við djarfar lausn- ir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ef þú heldur rétt á spöðunum ætti þér að takast flest það sem þú vilt leggja áherslu á. Ef þú heldur áfram að njóta litlu hlutanna, færðu senn forsmekkinn af meiri velgengni. Jón Gissurarson yrkir gjarnanum veðrið, enda segir hann það fjölbreytt viðfangsefni. Nú kastar hann fram hringhendu: Klakaþilja krenkir börð kraft úr vilja setur. Yfir kyljar okkar jörð árans bylja vetur. Þá er nú heldur betra við Eyja- fjörð, að sögn Davíðs Hjálmars Haraldssonar: Leikur mý um loftið blátt, lóur bía um haga. Æ og sí er sunnanátt sólarhlý um daga. Hólmfríði Bjartmarsdóttur, Fíu á Sandi, þykir lítið til koma og sendir Jóni kveðju: Hvað ertu að kvarta þó kólni og gráni jörð. Aldrei setur alvöru snjó ofan í Skagafjörð. Hal Oskarsson kastar fram á Boðnarmiði: Ég um sól og sumar bið og sunnanþey af fjöllum, til að viðra vonleysið sem virðist búa í öllum. Hallmundur Kristinsson bregður á leik í limru: Ölið úr bikarnum bergðist. Blikandi stjörnufans mergðist. Vonin var hreyfð og viskukorn deyfð, uns vitundin smám saman hvergðist. Kerlingin á Skólavörðuholtinu fær ekki orða bundist: Ég er einföld og auðtrúa sál, ögn fyrir tildur og prjál, ég er þægilegt fljóð, þýðlynd og góð en þoli ekki Árna Pál. Hreinn Guðvarðarson er fljótur að bregðast við. Eg kvartið í kerlingum þekki og kannast við skoðana hlekki Ef þinni einföldu sál líkar ekki við Pál þá segðu mér, af hverju ekki? Kerlingin svaraði að bragði: Viðmót hans veldur mér bræði, vindgangi, skjálfta og mæði, þetta hefur gerst en ég þoli einna verst tilvist hans, orðbragð og æði. En Hreinn lét sér fátt um finnast: Þín ástæða all-sýnist-nokkur. Þó er þetta heilmikill skrokkur. Mér virðist hann klár margt vit’upp á hár. En svon er margt ólíkt með okkur. Pétur Blöndal p.blondal@gmail.com Vísnahorn Af veðrinu, vonleysi og kerlingunni Í klípu „HANN KEMUR FLJÓTLEGA AFTUR. DRENGURINN SKRAPP ÚT AÐ GRÍPA NOKKRA RÖNTGENGEISLA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIL ÉG HVAÐ?!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir KODDA, TAKK. SAGT ER: „SNEMMA Í HÁTTINN OG SNEMMA Á FÆTUR, GERIR MENN HRAUSTA, RÍKA OG GÁFAÐA.“ EN ÉG ER REIÐUBÚINN AÐ TAKA ÁHÆTTUNA. ...tvö elskandi hjörtu. Víkverji var á báðum áttum eftirfótboltaleiki helgarinnar. Eða, kannski ekki beint á báðum áttum. Víkverji var nefnilega farinn að halda með Manchester United áður en Ferguson tók við sjoppunni. Og man því tímana tvenna. Víkverji var því lengst af sammála þeirri skoðun að núverandi þjálfari liðsins, David Moyes, ætti að fá góðan tíma til þess að snúa við gengi liðsins. x x x En svo kom tapið gegn Liverpool.Víkverja sveið þar ekki að liðið hefði tapað verðskuldað þrjú-núll, eða það að leikurinn hefði getað farið miklu verr, heldur þótti hon- um það langverst að það var aug- ljóst að á bak við þetta United-lið var ekkert hungur, ekkert hjarta, heldur bara ellefu einstaklingar sem hefðu alveg eins getað setið heima hjá sér, því að ekki mættu þeir til leiks. Nágranni Víkverja á efri hæðinni er vanur því að gleðj- ast mikið þegar United gengur illa. Á sunnudaginn hló hann og hló. Þangað til undir lok leiksins að hann var augljóslega farinn að vor- kenna United-mönnum, því að hann fagnaði ekki einu sinni þriðja marki sinna manna. x x x Við svo búið gat Víkverji ekki un-að lengur. Þegar United lék næst, við Olympiakos á miðviku- daginn, var Víkverji því kominn á þá skoðun að það væri eiginlega betra ef liðið fengi stóran og ljótan skell, þannig að ekki yrði hjá því komist að reka Moyes eftir leikinn. Eitt skref til baka til að taka tvö áfram síðar og allt það. x x x Svo kom leikurinn. Og allt í einubirtist gamla góða Manchester United, með gamla og ennþá góða Ryan Giggs í fararbroddi. Og viti menn, liðið náði 3-0 sigri og komst áfram, þvert á allar væntingar. Vík- verji verður hins vegar að viður- kenna það, að miðað við þær „von- ir“ sem hann hafði alið í brjósti fyrir leikinn, þótti honum það mjög skrítið að fagna þriðja markinu. Enda hefur Víkverji aldrei upplifað það áður að vinnufélagar sínir hafi „samhryggst“ sér eftir sigurleik. víkverji@mbl.is Víkverji Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. (Sálmarnir 119:105)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.