Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 92

Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 92
 Bóka- og plötuútgáfan Dimma hefur samið við rithöfundinn Gyrði Elíasson um útgáfu bóka hans og mun forlagið einnig hafa forgöngu um samninga um útgáfu á verkum hans á erlendri grundu. Dimma hefur áður gefið út hljóðbækur með verkum Gyrðis og eru ný verk eftir hann væntanleg í haust. Dimma hefur til þessa lagt mesta rækt við útgáfu þýddra ljóða og hljóðbóka, auk hljómplötuútgáfu á sviði vísna- og djasstónlistar en mun nú efla bókaútgáf- una til muna. Gyrðir Elíasson semur við Dimmu FÖSTUDAGUR 21. MARS 80. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Afskekktasti staður veraldar 2. Magnús Scheving skilinn 3. Brak úr flugvélinni jafnvel fundið 4. 16 ára hljóp hálfmaraþon og lést »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómplata með 75 lögum úr smiðju SG-hljómplatna, hljómplötu- útgáfunnar sem Svavar Gestsson stofnaði árið 1964 og rak í 20 ár, trónir í efsta sæti listans yfir mest seldu plötur landsins. Tilefni útgáf- unnar er að hálf öld er liðin frá því að fyrsta plata SG-hljómplatna var gefin út. Platan hefur að geyma þorra þekktustu laganna sem voru á plöt- um útgáfunnar, í flutningi söngvara og hljómsveita á borð við Fjórtán fóstbræður, Þorvald Halldórsson, Helenu Eyjólfsdóttur, Savanna tríóið, Þrjú á palli, Ómar Ragnarsson, Lúdó sextett, Sextett Ólafs Gauks og Svanhildi, Einar Júlíusson, Upplyft- ingu, Hauk Morthens, Elly og Vilhjálm Vilhjálmsson, Ragnar Bjarnason og Hljóma. Á þeim 20 árum sem Svavar rak SG-hljómplötur gaf hann út um 2.500 lög á vínylplötum; 176 stórar plötur og 79 smáskífur. Minning Svavars lifir enn með þjóðinni Á laugardag Norðan 8-13 m/s, en 13-18 úti við A-ströndina. Él fyrir norðan og austan, annars léttskýjað. Frostlaust syðst. Á sunnudag Hæg breytileg átt og bjart framan af degi, en vestan strekkingur og él nyrst. Frost 1 til 12 stig, mest í innsveitum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 18-23 m/s og víða snjókoma eða él, en úrkomulítið SV-til. Hiti 0 til 5 stig S-til að deginum. VEÐUR Elsa Sæný Valgeirsdóttir hefur verið ráðin aðstoð- arþjálfari karlalandsliðs- ins í blaki. Hún hefur gert það gott með karlaliði HK en Kópavogsliðið varð bik- armeistari undir hennar stjórn um síðustu helgi og það annað árið í röð. „Ég er ótrúlega ánægð og stolt af því að hafa verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari. Það er ekki annað hægt,“ segir Elsa Sæný. »1 Elsa aðstoðar karlalandsliðið „Þetta verður síðasta há- skólamótið sem ég keppi á því reglurnar eru þannig að maður má bara keppa í fjögur ár. Þannig að það eru blendnar tilfinningar hjá mér að mæta til leiks. Ég vil líka gera betur en í fyrra og klára þetta eins vel og ég get, fyrst þetta verður í síðasta sinn sem ég keppi á þessu móti,“ segir sundkonan Hrafn- hildur Lúthersdóttir sem hóf keppni í úr- slitum bandaríska háskólamótsins í sundi í gær. »4 Blendnar tilfinningar fyrir lokamótið KR og Grindavík unnu fyrstu leikina í úrslitakeppninni um Íslandsmeist- aratitil karla í körfuknattleik sem hófst í gærkvöldi. KR-ingar unnu öruggan sigur á Snæfelli, 98:76, í Vesturbænum og Grindvíkingar fengu Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn og unnu 92:82 eftir jafna baráttu lengi vel. Þessi lið eigast við öðru sinni á sunnudagskvöldið. »2-3 KR og Grindavík byrjuðu á heimasigrum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Tónlist hefur alltaf verið mér mjög nærri þó ég hafi ekki byrjað í söng- námi fyrr en um fertugt. En þá varð líka ekki aftur snúið,“ segir Ragnhild- ur Þórhallsdóttir söngkona. Í dag, föstudag, heldur Ragnhildur hádegistónleika í Háteigskirkju í Reykjavík sem bera yfirskriftina Lögin með Öddu Örnólfs. Segja má að þetta sé afturhvarf til fortíðar en frá 1953 og fram undir 1960 var Adda ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar og söng eftirminnileg lög. Má þar nefna Nótt í Atlavík, Bjössi á mjólkurbílnum, Bjarni og nikkan, Togararnir talast við og fleiri. Óskalög í útvarpi Lög með Öddu Örnólfs voru áber- andi og vinsæl uns rokk og bítlamúsík tók allt yfir. Þó voru lögin, til dæmis þau sem hún söng með Ólafi Briem, alltaf leikin öðru hverju í óskalaga- þáttum í útvarpi og hafa því aldrei gleymst, ekki frekar en söngkonan. Til dæmis heyrðust lög með Öddu oft í Morgunstund með KK sem lengi var á dagskrá Rásar 1 um langt skeið og má þar nefna lagið Bella símamær. Dagskrá tónleikanna sem verða í dag og hefjast kl. 12 var frumflutt í ágúst á síðasta ári, en þá voru sextíu ár liðin frá upphafi söngferils Öddu. Nokkru meira er lagt í tónleikana nú og með Ragnhildi kemur fram hljóm- sveit skipuð þeim Sigurjóni Bergþóri Daðasyni klarinettuleikara, Lilju Eggertsdóttur píanóleikara, Þórði Högnasyni sem spilar á kontrabassa og Guðbjörgu Sigurjónsdóttur sem þenur hamonikuna. Á ferli Öddu voru hljóðrituð nærri 20 lög með henni sem komu út á hljómplötum. „Sjálfsagt eru flestar gömlu hljómplöturnar sem við áttum heima brotnar, en sem betur fer hef- ur þetta verið endurútgefið á safn- plötum. Það breytir samt ekki því að ég kann lögin, drakk þau í mig með móðurmjólkinni,“ segir Ragnhildur og bætir við að úr því svo hafi atvikast að lög móður hennar séu endurflutt sé sér heiður að fá það hlutverk. Söngurinn er hálft lífið „Ég hef fengið mörg skemmtileg verkefni í tónlistinni og margt áhuga- vert er í bígerð. Satt að segja finnst mér ég syngja undir heillastjörn- unni,“ segir Ragnhildur sem vinnur hjá Ríkisskattstjóra. Söngurinn er þó hennar hálfa líf og á síðasta ári lauk hún einsöngvaraprófi úr Söngskóla Sigurðar Demetz. Hún syngur m.a. með Kór Neskirkju og þá áforma hún og Ólöf Guðrún Sigurðardóttir að halda tónleika í ágúst nk. í Flatey á Breiðafirði með þekktum einsöngs- perlum. Syngur undir heillastjörnunni  Ragnhildur flyt- ur lög móður sinn- ar, Öddu Örnólfs Mæðgur Söngkonurnar Ragnhildur Þórhallsdóttir og Adda Örnólfs. Dóttirin fetar í fótspor móðurinnar. Adda Örnólfsdóttir fæddist vestur á Suðureyri árið 1935. Hún kom í bæinn tæplega tvítug og skaust upp á stjörnuhimininn í söngvara- keppni á vegum KK sextettsins ár- ið 1953. Á árunum sem í hönd fóru kom hún víða fram en lengst var hún söngkona Aage Lorange og hljóðfæraleikara hans sem voru með einskonar húshljómsveit í Tjarnarkaffi við Vonarstræti í Reykjavík. Þá söng Adda inn á hljómplötur og kom fram við mörg önnur tæki- færi. Svo breyttist tón- listin, dægur- músík vék fyrir rokki og róli og árið 1959 kaus dægur- lagasöng- konan að draga sig í hlé og helga sig húsmóðurstörfum og barnauppeldi. SÖNGKONAN FRÁ SUÐUREYRI Adda Örnólfs Dægurlagastjarna dró sig í hlé VEÐUR » 8 www.mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.