Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014 *Mér fannst að Kastljós hefði farið út á nýjarbrautir með því að ráðast á embættismannsem kemur með strætó á hverjum degi í vinnuna. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND AKUREYRI y ands íslensk rssonar, sem flokksins í borgarstjórn aingu opinberr starfa á lands sem birtist í tillöguflutning orgarráði Reykjavíkur. Orð hans um að gætt sé sérstaklega að “mikilvæ borgarinnar” þegar kemur að up opinberra stofnana eru í b alli hjákátleg þegar horft er til þess opinber störf á landinu ve ea til í Reykjavík,” segir m.a. í bókun s m samþy var af öllum 11 bæjarfulltrúum á Akureyri. SELT RNARNES Kaldur boði fy Seltjar kalda p 4-5 grá notið m hann v miðjan t hjá íþróttafólki.“ Ástæðan erfiðar æfingar er líkamin fljótari að ná sér ef farið e erfiðið. Einnig er viðurke auka blóðflæðið að fara í skiptis, svokölluð skiptibö bæjarins. NESKAUPSTAÐUR Hafnar eru framkvæmdir við innkeyrsluna í Neskaupstað sunnan þjóðvegar. Allt ð frá Má r lagfært en á þessu svæ ið að ganga frá bílast yfirfallstjörn. Á næstu mán unnið að frágangi svæðisins o þetta svæði skarta sínu fegurst minningarreit um snjóflóðin í lokið næsta sumar. RANGÁRÞINGYTRA Almannavarnanefnd Rangárvalla- ogVestur- Skaftafellssýslu hefur auglýst íbúafund í Menningarhúsinu á Hellu næstkomandi mánudag, 13. október, vegna Bárðarbungu. Á fundinn mæta Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, Þorsteinn Jóhannsson mhverfisstofnunfrá U go Þórólfur Guðnason frá sóttvarnalækni auk fulltrúa frá almannavörnum í héraði. HORNAFJÖRÐUR Um síðustu helgi frumsýndi Hornfirska ske á Hótel Höfn.“Í sýningunni flytja hornfirs sjómannalögum allra tíma,” e þau fléttuð saman með m á frumsýningunni og ek mmt sér konun Sundlaugin við Selá hefur stað-ið fyrir sínu í 65 ár og þarstunduðu Vopnfirðingar og nærsveitamenn sundæfingar að nóttu sem degi að vild þar til reglugerð 814 frá 2010 tók að fullu gildi fyrir nokkrum mánuðum. Áð- ur fyrr rann heitt vatn úr upp- sprettu beint í laugina en er nú notað til að hita kalt vatn sem síð- an er veitt í laugina. Vopnfirðingum þykir vænt um laugina sína. Þótt hún sé ekki stór eiga margir góðar minningar þaðan eftir dvöl í fögru umhverfi. Þar hafa allir lært að synda, sem kunna það á annað borð. Einn þeirra er Ásvaldur Sigurðsson sem Morgunblaðið hitti í heita pott- inum. „Við komum alltaf við hér í sundlauginni, þegar við eigum leið um,“ sagði Kolfinna Þorfinnsdóttir, eiginkona Ásvalds. Hún er frá Norðfirði þar sem hjónin búa. „Ég kom hingað fyrst 1957,“ segir Ás- valdur. Á árum áður og allt til 1975 komu skólahópar frá Vopna- firði og dvöldu í hálfan mánuð við Selá með sundkennara. „Vatnið úr holunni rann inn í laugina í einu horninu; við kölluðum það heita hornið og þangað fórum við þegar okkur varð kalt,“ segir Ásvaldur. Hreystimerki Oft var glatt á hjalla á sund- námskeiðunum og ekki aðeins synt í lauginni. „Það þótti hreystimerki þegar menn gátu orðið synt yfir Selá,“ rifjar Ásvaldur upp og hlær. Sundlaugin er 3,5 km frá þjóð- vegi 85 á leið til Bakkafjarðar, 12 km frá Vopnafjarðarkauptúni, á bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Reglugerðin sem nefnd var byggist á tilskipun frá Evrópusam- bandinu, segir Ólafur B. Rögn- valdsson sundlaugarvörður, og ekki fer á milli mála hvaða skoðun hann hefur á umstanginu. „Einhverjir piltar í Brüssel náðu ekki svefni yf- ir því hvernig ástandið var á laug- inni. Það er smátt sem hunds- tungan finnur ekki,“ segir hann. Ólafur sinnir ýmsum störfum í Vopnafirði, börnin fóru því að kalla hann Óla alls staðar og það festist við hann. Reglugerðin tók gildi 1. janúar 2011, sveitarfélagið hafði aðlög- unartíma í tvö ár sem þurfti reynd- ar að lengja örlítið en sl. haust var hafist handa við að reisa nýtt hús við laugina þar sem nú eru hreinsi- og hitatæki. „Það var ekki um ann- að að ræða en að loka eða ganga í málið því engin önnur laug er á svæðinu,“ segir Ólafur. Laugin var tæmd í janúar og vatni hleypt í hana aftur 8. apríl. Í vetur verður laugin opin kl. 10- 12 virka daga og 12-16 um helgar. Þá er þar gæsla en Ólafur segist ekki geta útilokað að einhver fái sér sundsprett utan þess tíma. „Við fengum starfsleyfi með und- anþágu frá girðingu. Síðan 1. júlí hefur því verið hér huglæg girðing, til að koma í veg fyrir að menn séu að svamla þarna eftirlitslausir eins og gert var allan sólarhringinn, 365 daga á ári í 65 ár. En menn eru misnæmir fyrir huglægum hlutum eins og allir vita …“ Ólafur segist ekki vita til þess að neinum hafi orðið meint af gamla fyrirkomulaginu. Margir hafi reyndar dáið á Vopnafirði og ná- grenni á þessum 65 árum „en mér vitanlega hefur ekki verið rann- sakað hvort dauði einhvers tengist sundiðkun í Selárlaug“. VOPNAFJÖRÐUR Sundtök í og við Selá REGLUGERÐ NÚMER 814 FRÁ 2010 HAFÐI MIKIL ÁHRIF Á SELÁRLAUG Í VOPNAFIRÐI. „EINHVERJIR PILTAR Í BRÜSSEL NÁÐU EKKI SVEFNI YFIR ÞVÍ HVERNIG ÁSTANDIÐ VAR Á LAUGINNI,“ SEGIR „ÓLI ALLS STAÐAR“ UMSJÓNARMAÐUR. Sundlaugin Selárdal er gömul og ekki stór, en ekki er annað hægt að segja en laugarstæðið sé fjarskalega fallegt. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kolfinna Þorfinnsdóttir og Ásvaldur Sigurðsson, sem lærði að synda í lauginni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.