Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 50

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 50
288 HÁSKÓLANÁM í BANDARÍKJUNUM S'^'tANDI þrjú jöfn missiri með aðeins viku millibili. Hefir þetta gert mönnum fært að ljúka námi á skemmri tíma, og er hér um stríðsráðstöfun að ræða. í byrjun livers missiris fer fram skrásetning stúdenta, gamalla nemanda jafnt sent nýsveina. Þó að háskólinn sé rekinn af Kali- forníu-ríki, þurfa allir að greiða nokkur skólagjöld, og fer sú greiðsla fram á skrásetningardegi í byrjun hvers missiris. Kali- forníumenn greiða aðeins 27 dollara á missiri, en útlendingar og menn frá öðrum fylkjum þurftu, meðan ég var Jrar, að leggja fram 75 dollara (kr. 487.50) að auki, og í sumar var sú uppliæð tvöfölduð. Þó að skólagjöld við suma aðra háskóla í Vesturheimi séu lægri, ])á mega íslenzkir stúdentar, sem vestur fara, alltaf Itúast við því að bein skólagjöld verði allverulegur hluti heildar- námskostnaðarins. Námi hverrar greinar er skipt niður í svonefnda courses eða námskeið, og verða menn að skrá sig í byrjun hvers missiris í öll þau námskeið, sem þeir vilja sækja í hvert sinn. Auk ])ess þarf að fylla út námsskrár, þar sem öll námsskeið, sem menn ætla að taka þátt í, eru á skráð og fá þær skrár samþykktar hjá deild sinni og háskólastofnun. Þessu er öllu haganlega fyrir komið og skrásetn- ingarvastrið tekur eigi mjög langan tíma. Kennslan fer að miklu leyti frant í fyrirlestrum, en í mörgum greinum eru jafnhliða verklegar æfingar á tilraunastofum (laboratories). Ætlazt er til, að menn sæki fyrirlestra og æfingar samvizkusamlega, enda er venjulega liaft eftirlit með því. Próf eru algengir viðburðir, 3—4 í námsskeiði hverju á missiri, og hafi maður slegið slöku við, er illt að vinna það upp aftur, þar sem stutt er milli prófa og yfirferð oftlega mikil. Akademisku' frelsi er því ekki til að dreifa. Próf eru öll skrifleg og naumur tími gefinn til að leysa úr verk- efnum (1—3 stundir). Er slíkt engan veginn í anda vor íslend- inga, sem eigum að venjast yfrið nógum tíma til skriflegra við- fangselna. En Ameríkumenn hafa vanizt svipuðu fyrirkomulagi frá barnæsku og láta sér hvergi bregða. Við háskólann er í flestum greinum hægt að taka þrjú misjafn- lega há próf. Fyrstu l jögur árin (venjuleg skólaár) kallast menn undergraduates og verja tímanum til að afla sér víðs grundvallar í grein sinni eða greinum. Venjulega er valin ein aðalgrein, sem kölluð er major, en svo er val á aukafögum tiltölulega frjálst. Er það þægilegt, þar sem menn geta þá jafnframt aðalgrein sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.