Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 81
STIGANDI
BOKAFRETTIR
319
Hallgrímssonar, sem er einnig smekkleg
og ekki dýr.
Rúkfellsútgáfan auglýsir nú bók, sem
rriarga mun fýsa að eignast, en það er
sjálfsævisaga Einars Jónssonar, prýdd
myndum af verkum listamannsins. Auk
þess sem Einar cr einn af óskmögum
þjoðarinnar sokum listar sinnar, er
hann kunnur sem einstakur maður og
aihugull, sérstaður og hleypidómalaus
óhorfandi lífsins í kringum sig, um leið
og hann licfir verið einn virkasti þált-
takandinn í sköpun menningarsögu
þjóðarinnar um sina daga.
Þorsteinn M. Jónsson hefir fyrir
skömmu gefið út þriðja bindið og hið
síðasta af ritverki cða sagnabálki Guð-
mundar Daníelssonar, er höftindurinn
kallar allan Af jörðu ertu kominn, en
síðasta bindið heitir Landið handan
landsins. Guðmundur virðist ekki hafa.
náð mikilli hylli lesenda, og er það að
niörgu leyti óverðskuldað. Hann hefir
ótvíræða ritböfundarhæfileika, er hisp-
urslaus — stundum kannske um of, nær
allofl ferskum jarðsafa í frásögn sína, en
skortir að vísu einnig oft fágun og hnit-
miðun, virðist ekki nógu kröfuharður
við sjálfan sig. Fyrir jól munu fleiri
bækur væntanlegar frá hendi Þorsteins
M. Jónssonar, t. d. Úr dagbók miðils;
fjallar bók sú um miðilinn Andrés P.
Böðvarsson, og rita ýmsir frásagnir þær,
sem í l)ókinni eru, en frú Elínborg Lár-
usdóttir hefir búið til prentunar. Einnig
kemur út bókin Hvíta höllin, eftir frú
Elínborgu, en það er smásagnasafn. Frt'i
Elínborg hefir eignazt álitlegan hóp les-
enda, er dá hana sem rithöfund, enda
er hún orðin einn afkastamesti rithöf-
undurinn meðal kvenþjóðarinnar.
Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar hefir
gefið út allmargt bóka í ár og hefir
sumra þeirra verið getið í Stíganda áð-
ur. Merkust l)óka hans verður að teljast
Don Quixote eftir Miguel de Cervantes.
í danskri bókmenntasögu, Verdens Lit-
teraturen, eftir Niels Möller standa m.
a. eftirfarandi orð um þetta heimsfræga
verk: „Hornsteinarnir fjórir undir riti
þessu eru vitfirring og vizka Don Quix-
otes og einfeldni og kænska Sanchos,
skjaldsveins hans. Þessum eigiuduin cr
brugðið af mikilli list í einn vef sainan.
Hinar tvser höfuðpersóniir sögunnar
standa lesendum ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum. önnur sökum hins tak-
markalausa ímyndunarafls síns, hin sök-
um hinnar hrekkvíslegu bugkvæmni, og
þratt fyrir allar ýkjurnar cr eðli þeirra
alltaf mannlegt og sjálfu sér samkvæmt.
Don Quixote hefir öðlazt sess við há-
borð heimsbókmenntanna: með frásög-
unni af riddaranum af la Mancha og
skjaldsveini bans hefir Cervantes túlkað
á sígildan hátt hinar rcginmiklu og æ-
varandi mótsetningar: himinfleygar bug-
sjónir og jarðbundna dægurhyggju, and-
ann og boldið." (Lausl. þýtt.)
Þýðingu bókarinnar á íslenzka tungu
hefir frú Maja Baldvins annazt. Er þvð-
ingin gerð eflir enskri endursögn, þar
sem skáldsagan hefir verið allmjög stytt
fní því, sem er á frummálinu, þ. e. ýms-
um innskotum og útvirdúrum höf.
sleppt, en aðalsagan rakin. Gerir þetta
lesendum nú bókina mun aðgengilegri.
Mál þýðandans er yfirleitt gott, sums
staðar svo, að leiftrar af, stílblærinn
samkvæmur allt í gegn um bókina og
virðist falla einkar vel við efnið. Bókin
er skreytt mörgum myndum og frá-
gangur er smekkvfs.
Skjaldarútgáfan sendir Móðurina eflir
Pearl Buck á jólamarkaðinn. Pearl Buck
hefir orðið íslenzkum lesendum einkar
hugstæður höfundur, og mun útgáfa
Máls og Menningar á Austanvindar og
vestan ekki sízt hafa stuðlað að því. Frú
Maja Baldvins þýðir þessa bók einnig.
Er þetta sögð mikil sölubók, en ekki
bcfir Stígandi enn getað athugað hana.
Bókaútgáfan Norðri hefir gefið lit í
ár a. m. k. tvær gagnmerkar bækur:
Jón Sigurðsson í ræðu og riti og söng-
drápu Björgvins Guðmundssonar, Frið-