Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 80

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 80
318 BOKAFRETTIR STIGANDI brenna hefir viljað við með liið svokall- aða vélband. Flateyjarútgáfan gefur út Flateyjar- bók, og er þegar fyrsta bindið komið, en alls munu þau verða fjögur. Stimum þykir pappír bókarinnai helzti blákkur, eti þeir, sem eru handgengnir Þjóðsög- um Jóns Árnasonar eða útgáfu Finns Jónssonar á Heimskringlu, setja það varla fyrír sig. Band bókarinnar er furðugott af „vclbandi" að vera. Titil- síða er hversdagsleg mjög. Sigurðuv Nordal Iiefir ritað formala að þessu fyrsta bindi, og mun svo til ætlazt, að bann fylgi hverju bindi úr hlaði. Mun það ekki draga úr agirnd manna að eignast bókina. Vmsir ótluðust, þegar Flateyjarútg;ifan fór á stúfana, að hér væri fyrst og fremst eitt styrjaldarfyrir- bærið á ferðinni, nú ætti að hafa hend- ui í vösum almcnnings, svo að um munaði, enda beitt miklu: sjálfri Flat- eyjarbók og Sigurði Nordall Ýmsum þótii bókin na>sta dýr. En nú er fyrsta bindið sem sagt komið, 29 síður for- máli, 578 síður af lesmáli Flateyjar- bókar, auk nokkurra mynda, og mun fáa iðra, sem eignast. Helgafellsútgáfan hefir sent frá scr Heimskringlu í mjög myndarlegum húningi, myndskreyttum. Raunar finnst ekki öllum fengur að myndunum, og vissulega hefði verið meira gaman, að þasr hefðu verið dregnar af íslenzkum höndum, svo að um alíslenzkt listaverk hefði verið að ræða, þar sem þessi út- gáfa er. En listaverk um margt verður þessi útgáfa að teljast, enda af mörgum lalin „luxus"-útgáfa, og þykir ýmsum hand bókarinnar firna dýrt. Annars er bókaval Helgafclls- og Víkingsútgafn- anna yfirleilt með menningarbrag í betra lagi, cn þeim hættir til að lofa meiru en þeim reynist stundum kleift að standa við, og fragangur heftingar og bands er alls ekki alltaf fyrsta flokks vinna. Hins vegar er þeim sýnt um ytri búning bóka. Af merkum bók- um þessara útgafna má nefna: Heildar- útgáfu af ljóðum Páls Ólafssonar, ásamt ritgerð um skaldið eftir Gunnar Gunn- arsson; II. bindi Áfanga eftir Sigurð Nordal, kemur að sögn tit fyrir jól; sama gildir um framhald íslandsklukkunnar eftir Halldór Kiljan, nefnist hið vænt- anlega bindi Hið ljósa man. Þýddar bækur hafa einnig komið frá útgáfum þcssum, t. d. skáldsagan Gatan eftir sænska skáldið Ivar Lo Johansson; vakti saga þessi mikla athygli, er hún kom út á frummálinu og mun allmörgum kunn hér á landi, sein Norðurlandamálin lesa. Gunnar Benediktsson rithöf. hefir íslenzkað söguna. Einnig er rétt að gcta bókarinnar Niels Finsen, höf. Anker Ag- gebo, danskur maður, þýðandi María Hallgtimsdóttir læknir. Mun marga fýsa að kynnast nánar lífsferli hins stór- fræga íslendings, hins vegar getur Stíg- andi ekki að svo stöddu sagt um gæði bókarinnar. Sama gildir um aðra bók, sein þó þykir rétt að benda á, en það er Bertel Thorvaldsen, ævisaga listamannsins víð- fvæga. Þetla er stór bók, sæmilega smekkleg að fr;igangi og með allmörgum myndum af verkum listamannsins. Séra Helgi Konráðsson á Sauðárkróki hefir tekið saman cfnið og búið til prentunar, en Þorleifur Gunnarsson ev útgefand- inn. Leiftur h.f. hefir gefið út öll verk Einars H. Kvaran, og er útgáfa þessi ný- komin á bókamarkaðinn. Eru þetta sex bindi, prentuð a góðan pappír, brot henlugt og frágangur allur smekklegur. Jakob Jóh. Sm;íri hefir búið ritverk þetta undir prcntun. Það, sem ef til vill vekur ekki sízt furðu manna a útgáfu þessavi, ev hve ódýv hún er á þeim dýrtíðartímum, sem nú eru, og hún birtist ;í markaðinum án undangeng- inna tröllaukinna auglýsinga, sem ann- ars er farið að telja sjálfsagðan lið í út- gáfustarfsemi. Svipað má segja um út- gáfu sama félags á ljóðmælum Jónasar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.