Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 49

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 49
STÍGANDI HÁSKÓLANÁM í BANDARÍKJUNUM 287 Yfirstjórn skólans er falin sérstakri nefnd manna, og er ríkis- stjóri Kaliforníu að jafnaði formaður hennar. Nefnd þessi skipar svo þá embættismenn, er fara með beina stjórn skólans, en þar á ég við eftirlit með kennslunni, tilhögun hennar, prófum og aga stúdenta. Æðstur þeirra er forsetinn (the President). Starf hans er þó aðallega í því fólgið að koma fram út á við fyrir hönd skólans, en sér til aðstoðar hefir hann svonefnda deans, en það eru for- stöðumenn hinna ýmsu stofnana eða skóla (schools eða colleges) innan háskólans. Slíkir skólar ná oft yfir margar greinar eða deildir (faculties), t. d. er algengt að mál, stærðfræði, félagsleg fræði og náttúruvísindi séu innlimuð í hina sömu háskólastofnun og hafi sameiginlegan forstöðumann (dean), þó að hver deild hafi auðvitað sjálfstæða tilveru, þar sem prófessorarnir ráða lögum og lofum. Menntaskólar í Bandaríkjunum eru yfirleitt fjögurra ára skólar og starfa um það bil níu mánuði ársins. Inntöku í háskólann geta svo allir fengið, sem eru brautskráðir úr menntaskólunum. Við, íslenzkir stúdentar, er véstur höfum leitað, höfum staðið betur að vígi, þar eð við höfum að baki okkur sex ára menntaskólanám. Veitti Kaliforníuliáskóli okkur nokkrar ívilnanir þess vegna, og losnuðum við við sumt af hinu almennara undirbúningsnámi í háskólanum. Háskólaborgararéttindi geta menn enn fremur öðlazt með því að standast sérstök inntökupróf, sem háskólanefnd ein (College Entrance Examination Board) efnir til árlega. Allir nýir háskólaborgarar verða svo að ganga undir og stand- ast skriflegt próf í ensku (Subject A). Þar eru menn látnir gera ritgerð um eitthvert fremur létt efni, auk þess sem leysa verður úr spurningum um málfræði, stafsetningu og setningaskipan enskrar tungu. Þar að auki þurfa svo allir útlendingar að taka annað próf í ensku bæði skriflegt og munnlegt, sem sýni það, að þeir geti fyllilega hagnýtt sér þá kennslu, er háskólinn lætur í té. Þetta próf er öllu léttara en hið fyrrnefnda, en má þó segja, að íslenzk- um námsmönnum hafi gengið heldur vel í þeim báðum. Venjulegt háskólaár er um níu mánuðir (ágúst— maí), og er því skipt í tvö missiri (semesters). Jólaleyfið kemur svo á milli missira, eins og siður er við Háskóla íslands. Síðastliðin tvö ár hefir þó reglulegt háskólanám staðið allt árið og verið skipt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.