Stígandi - 01.10.1944, Qupperneq 81

Stígandi - 01.10.1944, Qupperneq 81
STÍGANDI BÓKAFRÉTTIR 319 Hallgrimssonar, sem er einnig smekkleg og ekki clýr. Bókfellsútgáfan auglýsir nú l)ók, sem marga mun fýsa að eignast, en það er sjálfsævisaga Einars Jónssonar, prýdd inyndum af verkum listamannsins. Auk þess sem Einar er einn af óskmöguin þjóðarinnar sökum listar sinnar, er hann kunnur sem einstakur ntaður og athugull, sérstæður og hleypidómalaus óhorfandi lífsins í kringum sig, um leiö og hann licfir verið einn virkasti þátt- takandinn í sköpun menningarsögtt þjóðarinnar um sína daga. Þorsteinn M. Jónsson hefir fyrir skömmu gefið út þriðja liindið og hið síðasta af ritverki eða sagnabálki Guð- mundar Uaníelssonar, er höfundurinn kallar allan Af jörðu ertu kominn, en síðasta bindið heitir Landið handan landsins. Guðmundur virðist ekki hafa. náð mikilli hylli lesenda, og er það að mörgu leyti óverðskuldað. Hann hefir ótvíraða rithöfundarhæfileika, er hisp- urslaus — stundum kannske um of, nær alloft ferskuni jarðsafa í frásögn sína, en skortir að vísu einnig oft fágun og hnit- miðun, virðist ekki nógtt kröfuharður við sjálfan sig. Fyrir jól munu fleiri bækur væntanlegar frá hendi Þorsteins M. Jónssonar, t. d. Úr dagbók miðils; fjallar bók sú um miðilinn Andrés P. Böðvarsson, og rita ýmsir frásagnir þær, sem í bókinni eru, en frú Elínborg Lár- usdóttir hefir búið til prentunar. Einnig kemur tit hókin Hvíta höllin, eftir frú Elínborgu, en það er smásagnasafn. Frú F-línborg hefir eignazt álitlegan hóp les- cnda, er dá hana sem rithöfund, enda er hún orðin einn afkastamesti rithöf- undurinn meðal kvenþjóðarinnar. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar hefir gefið út allmargt bóka í ár og hefir sttmra þeirra verið getið í Stíganda áð- ur. Merkust l)óka hans verður að teljast Don Quixote eftir Miguel de Cervantes. í danskri hókmenntasögu, Verdens Lit- teraturen, eftir Niels Möller standa m. a. eftirfarandi orð um þetta heimsfræga verk: „Hornsteinarnir fjórir undir riti þesstt eru vitfirring og vizka Don Quix- otes og eitifeldni og kænska Sanchos, skjaldsveins hans. Þessum eiginduin er brugðið af mikilli list í einn vef saman. Hinar tvær höfuðpersónur sögunnar standa lesendum ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum, önnur sökum hins tak- markalausa ímyndunarafls síns, hin sök- um hinnar hrekkvíslegu hugkvæmni, og þrátt fyrir allar ýkjurnar er eðli þeirra alltaf mannlegt og sjálfu sér samkvæmt. Don Quixote hefir öðlazt sess við há- horð heimsbókmenntanna; með frásög- unni af riddaranum af la Mancha og skjaldsveini hans hefir Cervantes túlkað á sígildan hátt hinar reginmiklu og æ- varandi mótsetningar: himinfleygar hug- sjónir og jarðbundna dægurhyggju, and- ann og holdið." (Lausl. þýtt.) Þýðingu bókarinnar á íslenzka tungu hefir frú Afaja Baldvins annazt. F.r þýð- ingin gerð eftir enskri endursögn, þar sem skáldsagan hefir verið allmjög stytt frá því, sem er á frummálinu, þ. e. ýms- um innskotum og útúrdúrum höf. sleppt, en aðalsagan rakin. Gerir þetta lesendum nú bókina mun aðgengilegri. Mál þýðandans er yfirleitt gott, sums staðar svo, að leiftrar af, stílblærinn samkvæmur allt í gegn um bókina og virðist falla einkar vel við efnið. Bókin er skreytt mörgum myndum og frá- gangur er smekkvís. Skjaldarútgáfan sendir Móðurina eftir Pearl Buck á jólamarkaðinn. Pearl Buck hefir orðið íslenzkum lesendum einkar hugstæður höfundur, og mun útgáfa Máls og Menningar á Austanvindar og vestan ekki sízt hafa stuölað að því. Frú Maja Baldvins þýðir ])essa bók einnig. Er þetta sögð mikil sölubók, en ekki hefir Stígandi enn getað athugað hana. Bókaútgáfan Norðri hefir gefið út í ár a. m. k. tvær gagnmerkar bækur: Jón Sigurðsson í ræðu og riti og söng- drápu Björgvins Guðmundssonar, Frið-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.