Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2000, Page 11

Læknablaðið - 15.02.2000, Page 11
FRÆÐIGREINAR / FARALDSFRÆÐI Leit að þáttum er skýra samband menntunar og dánartíðni Einar Þór Þórarinsson1 Þórður Harðarson12 Rúnar Vilhjálmsson3 Helgi Sigvaldason4 Nikulás Sigfússon1 Frá 'læknadeild Háskóla ís- lands, dyflækningadeild Land- spítalans, 3námsbraut í hjúkr- unarfræði Háskóla íslands, 4Rannsóknarstöð Hjarta- vemdar. Fyrirspurnir, bréfa- skipti: Einar Þór Þórarinsson, Vesturgötu 28,101 Reykjavík. Netfang: ethth@hi.is Lykilorð: kransœðasjúkdómar, menntun, þjóðfélagsstaða. Ágrip Tilgangur: Sambandið milli þjóðfélagsstöðu og dán- artíðni er vel þekkt á Vesturlöndum. í rannsóknum síðari ára hefur menntun oft verið notuð sem mæli- kvarði á þjóðfélagsstöðu. í nýlegri íslenskri fram- skyggnri rannsókn var sýnt fram á öfugt samband menntunar og dánartíðni. Tilgangur eftirfarandi rann- sóknar var að kanna mögulega skýringarþætti þess. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi var hluti af hóprannsókn Hjartavemdar. Tekið var 400 manna lagskipt úrtak úr einum sex rannsóknarhópa. Úrtakið skiptist jafnt milli kynja og fjögurra menntahópa. Meðalaldur úrtaks var 72,7 ár. Þátttakendur svöruðu spurningalista sem sneri að þekkingu á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma, væntanlegum viðbrögðum við einkennum hjartadreps, félagslegum tengslum og samskiptum við heilbrigðiskerfið. Svarhlutfall var 78,5%. Fundið var hvort samband væri á milli mennt- unar og svara með línulegri aðhvarfsgreiningu (logis- tic regression). Niðurstöður: Ekki fannst marktækt samband milli menntunar og þekkingar á eigin áhættuþáttum krans- æðasjúkdóma (blóðþrýstingur, blóðfitur, líkams- þyngd) eða væntanlegra viðbragða við einkennum hjartadreps. Meira menntaðir voru líklegri til að þekkja heilbrigðisstarfsfólk persónulega og njóta ráð- legginga þess varðandi heilsufar og meðferð sjúk- dóma. Anægja þátttakenda með heilbrigðisþjónust- una var almennt mikil og aðgengi að henni virtist lítt takmarkað en ekki var sýnt fram á samband við menntun hvað þetta varðar. Stærra hlutfall minna menntaðra átti regluleg samskipti við heimilislækni. Fleirum meðal minna menntaðra þótti heilbrigðis- kerfið óaðgengilegt. Alyktun: Niðurstöður okkar vekja þá spurningu hvort viss heilbrigðisþjónusta sé innbyggð í félagsleg tengsl meira menntaðra og stuðli að betri heilsu þeirra. Aðrar tilgátur um hugsanlega skýringarþætti voru ekki studdar. Inngangur Munur á heilsufari og lífslíkum fólks eftir þjóðfélags- stöðu er löngu þekkt fyrirbæri. Á þessari öld hefur heilsufar Vesturlandabúa batnað til muna og dánar- tíðni lækkað. Algengustu dánarorsakir nú á tímum eru langvinnir sjúkdómar en voru áður sýkingar. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur hlutfallslegur munur á heilsufari og lífslíkum eftir þjóðfélagsstöðu haldist nokkuð stöðugur þannig að fólk í lægri þrepum þjóð- ENGLISH SUMMARY Þórarinsson EÞ, Harðarson Þ, Vilhjálmsson R, Sigvaldason H, Sigfússon N In search for explanatory factors in the relationship between educational level and mortality Læknablaðið 2000; 86: 91-101 Objective: The connection between socioeconomic status and mortality is well known in Western countries. Educa- tional level has frequently been used as a socioeconomic indicator. In a recent lcelandic prospective study, an in- verse relationship between educational level and mortality was shown. The objective of the present study is to con- sider possible explanatory factors. Material and methods: This study was a part of the Reykjavík Study. A stratified sample of 400 people was taken from one of six study groups. The sample was equally divided between the sexes and four educational levels. Mean age of the sample was 72.7 years. Partici- pants completed a questionnaire concerning knowledge of risk factors for coronary heart disease, expected response to symptoms of cardiac infarction, social network and use of health care. Response rate was 78.5%. The relationship between answers and educational level was assessed with logistic regression. Results: People with higher education were more likely to be in personal contact with nurses and doctors and re- ceive advice concerning health and treatment from them. Participants were generally satisfied with the lcelandic health care system and seemed generally to have good access to it. A relationship with educational level was not shown. A larger proportion of those with lower education had regular communication with their general practician. Conclusions: Our results suggest that certain health care services are integrated into the social network of those with higher education. This may lower their morbidity and mortality. Other hypotheses concerning possible explana- tory factors for differences in health were not supported. Key words: coronary heart disease, education, socio- economic status. Correspondence: Einar Þór Þórarinsson, e-mail: ethth@hi.is félagsstigans býr almennt við verri heilsu og hærri dánartíðni en þeir sem skipa hærri þrep (1). Rann- sóknir síðustu ára sýna að mismunur á heilsufari eftir þjóðfélagsstöðu er enn til staðar í nútíma vestrænum samfélögum. Þessi mismunur nær til almenns heilsu- fars (2-5), dánartíðni af öllum orsökum (6-8) og dán- Læknablaðið 2000/86 91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.