Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Síða 13

Læknablaðið - 15.02.2000, Síða 13
FRÆÐIGREINAR / FARALDSFRÆÐI Meðalaldur úrtaks var 72,7 ár (staðalfrávik 6,6), sá elsti 91 árs og yngsti 63 ára. Þessi rannsókn var hluti af hóprannsókn Hjartaverndar sem Tölvunefnd hefur heimilað. Utbúinn var 32ja spurninga listi. Spurningarnar voru frumsamdar fyrir utan fimm. I þremur spurn- ingum (Viðauki, spurningar 21-23) var notað orðalag úr könnun Gallup fyrir landlæknisemb- ættið 1998 (24). Orðalag hinna tveggja spurning- anna (Viðauki, spurningar 29,30) var fengið úr könnun Rúnars Vilhjálmssonar og fleiri á heil- brigði og lífskjörum Islendinga, framkvæmd 1998. Spurningarnar vörðuðu: a) Þekkingu á áhættu- þáttum hjarta- og æðasjúkdóma, b) mat á alvar- leika sjúkdómseinkenna, c) þekkingu á einkenn- um hjartakveisu og viðbrögðum við einkennum hjartadreps, d) skyndihjálparþekkingu, e) þekk- ingu á neyðarlínunúmeri, f) félagsleg tengsl, g) persónuleg samskipti við heilbrigðisstarfsfólk, h) notkun á og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og i) reynslu af og væntingar til heilbrigðiskerfisins (Viðauki). Spurningarnar voru í einum til níu lið- um og öllum svarað með því að krossa í viðeigandi reit, ýmist já eða nei eða gefnir fjórir til fimm kvarðaðir svarmöguleikar. í sumum fjölliða spurn- ingum var gefinn kostur á að bæta við svar skrif- lega og voru þau svör kóðuð þar sem það átti við. Spurningalistarnir voru tölusettir með raðtölum 1- 400 og hægt að finna kennitölu svarenda út frá þeim og bera þá saman við gögn Hjartaverndar, svo sem upplýsingar um menntun, aldur og kyn. Þann 13. janúar 1999 var eftirfarandi sent í pósti til allra sem lentu í úrtakinu: spurningalistinn, fylgi- bréf varðandi eðli og markmið spurningalistans og frímerkt svarumslag. Sextán dögum síðar var ítrekunarbréf sent til þeirra sem ekki höfðu svarað þar sem minnt var á spurningalistann og gerð grein fyrir mikilvægi þess að allir svöruðu. Mánuði eftir upphaflegu sending- una var hringt í þá sem enn höfðu ekki svarað eða haft samband á annan hátt. Sautján dögum síðar hafði náðst samband við alla nema þrjá karla og 10 konur sem svöruðu ekki. Þegar ítrekunarbréf var sent út hafði 151 svar borist eða 38,9%. Þegar byrjað var að hringja í þátttakendur höfðu borist 258 svör eða 66,5%. Lokafjöldi þeirra sem svöruðu var 306 eða 79%. Þegar ofangreindri framkvæmd var lokið kom í ljós að vegna mistaka við gerð úrtaks þurfti að bæta 12 körlum í menntahóp 3 við úrtak og útiloka 12 karla úr menntahópi 2 til að jöfn dreifing í ald- urs- og menntahópa næðist. Lokafjöldi viðbótar- svarenda varð átta eða 66,6%. Að þessu loknu var lokafjöldi svarenda orðinn 314 eða 78,5%. Svörun var nokkuð jöfn eftir kyni og menntun (tafla I). Tölfrœði: Til að meta spágildi menntunar (óháða Table I. Number (%) answering the questionnaire, sub- grouped by sex and educationat group. Group Response Male Female Total i 37(73) 42(84) 79 (79) 2 39(80) 44(86) 83 (83) 3 40(80) 39(80) 79 (79) 4 38(76) 35(70) 73 (73) Total 154(77) 160 (80) 314 (78.5) Group 1: university, approximately 14 years of education or more. Group 2: secondary school, approximately 13 years of education. Group 3: intermediate school, approximately nine years of edu- cation. Group 4: primary school or less, approximately six years of edu- cation or less. breytan) fyrir svör í spurningalista (háða breytan) var notuð línuleg aðhvarfsgreining (logistic regres- sion). Annars vegar var hópur 4 hafður sem viðmið- unarhópur og hópar 1, 2 og 3 bornir saman við hann, fundið líkindahlutfall (odds ratio) og p-gildi. Hins vegar var gerð leitniprófun (trend analysis) með línulegri aðhvarfsgreiningu þar sem litið var á menntun sem samfellda breytu og háða breytan var svar við spurningu á já/nei formi. Viðeigandi stuðull og p-gildi var fundið. Þar sem menntun fer vaxandi frá hópi 4 til hóps 1 þá gefur jákvætt samband menntunar við háða breytu neikvæðan leitnistuðul. Þeim svörum sem ekki voru á já/nei formi, heldur á formi kvarðaðra svarmöguleika, var umbreytt í já/ nei form til að einfalda útreikninga. í sumum fjöl- liða spurningum voru fleiri en einn svarliður teknir saman og úr þeim gerður einn já/nei liður. Hvorki var leiðrétt fyrir aldri né kyni þar sem úrtakið var jafnt skipt eftir kynjum og lagskipt eftir aldri. Próf- að var að leiðrétta fyrir þessum breytum en það hafði ekki teljandi áhrif á útkomuna. Niðurstöður Þekking á áhœttuþáttum: Ekki fannst marktækur munur á menntahópunum hvað varðar þekkingu á eigin kólesterólmagni í blóði, blóðþrýstingi og lík- amsþyngd (Viðauki, spurningar 1-8). Þó var hneigð í átt til minni þekkingar með minni menntun hvað varðar blóðfitu og líkamsþyngd. Þegar litið var á úr- takið í heild reyndust 21,0% vita hversu há blóðfita þeirra var, 58,5% láta mæla blóðþrýsting sinn reglu- lega, 60,9% vita hve hár blóðþrýsfingur þeirra var og 74,4% vigta sig reglulega. Þegar kynin voru athuguð sitt í hvoru lagi kom í ljós að stærra hlutfall kvenna í hópum 3 og 4 létu mæla blóðþrýsting sinn reglulega en í hópum 1 og 2. Marktækur munur var á milli hópa 2 og 4 (p<0,05). Aftur á móti var þessu öfugt farið hjá körlum og hjá báðum kynjum samanlagt hvarf því þessi mismunur. Hvað varðar mat á mikilvægi heilsutengds at- ferlis (Viðauki, spurning 9) var vísbending í þá átt að meðal meira menntaðra væru fleiri sem teldu Læknablaðið 2000/86 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.