Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2000, Side 16

Læknablaðið - 15.02.2000, Side 16
FRÆÐIGREINAR / FARALDSFRÆÐI □ Have a general practician | Meet with him/her regularly % lOO-i 80- 60- 40- 20- Fig. 3. Percentage of respondants who replied positively to the questions: Do you have a general practician? and: Do you meet with him/her on regular hasis (at least once a year)? 95% confi- dence interval shown. Fig. 4. Percentage ofre- spondants who replied to the question: How accessible/inaccessihle do you find tlie healtlt care system? with Rather or Very accessible. 95% confidence interval shown. Miklum meirihluta eða 84,3% fannst heilbrigð- iskerfið frekar eða mjög aðgengilegt en eins og sést á mynd 4 og töflu II var þetta hlutfall lægra hjá minna menntuðum. Munur milli hópa reyndist ekki marktækur en fyrir leitni var p<0,05 (Við- auki, spurning 31). Viðhorf þátttakenda til heilbrigðiskerfisins var almennt mjög jákvætt og ekki fannst teljandi mun- ur milli hópa hvað það varðaði. Af svarendum fannst 92% þeir hafa hlotið viðeigandi úrlausn á vanda sínum síðast þegar þeir fóru til læknis, voru ánægð með úrlausnina og töldu frekar eða mjög miklar líkur á að þeir fengju bót meina sinna hjá heilbrigðiskerfinu ef þeir yrðu alvarlega veikir (Viðauki, spurningar 23,27,28). Nær allir, eða 97%, bjuggust við frekar eða mjög jákvæðu við- móti frá heilbrigðisstarfsfólki ef þeir þyrftu að leita til heilbrigðiskerfisins (Viðauki, spurning 32). Umræður í rannsóknum undanfarinna ára hefur ýmislegt kom- ið í ljós um tengsl menntunar og heilsufars. I fyrsta lagi gefur menntun vísbendingu um aðstæður í upp- vexti sem hafa áhrif á heilsufar síðar á ævinni (14,15). í öðru lagi leiðir mikil menntun að jafnaði af sér gott starf og góða afkomu sem aftur hefur jákvæð áhrif á heilsu (14,15). í þriðja lagi eru sálfélagslegir (psycho- social) þættir eins og þunglyndi, vonleysi og vöntun á félagslegum tengslum algengari meðal minna mennt- aðra (14) og taldir leiða af sér verri heilsu. I fjórða lagi eru atferlislegir þættir. Ahættutengt atferli eins og reykingar, hreyfingarleysi og óheppilegt mataræði hafa tengsl við menntun (14) og eru meðal helstu áhættuþátta kransæðasjúkdóma. Spumingar okkar snertu á einn eða annan hátt þessa ofangreindu þætti. Þekking á áhœttuþáttum kransœðasjúkdóma: Með hliðsjón af niðurstöðum Kristjáns og félaga um tengsl menntunar og áhættuþátta kransæða- sjúkdóma (16) athuguðum við hvort þau mætti skýra með því að fólk með meiri menntun hefði meiri áhuga á að fræðast um eigin áhættuþætti svo sem blóðfitu, blóðþrýsting og líkamsþyngd. Ekki fannst í rannsókn okkar greinilegt sam- band milli menntunar og þess hvort fólk hafi þekkingu á og fylgist með áhættuþáttum fyrir kransæðasjúkdóma. Þegar kynin voru athuguð sitt í hvoru lagi kom í ljós að stærra hlutfall kvenna í hópum 3 og 4 en í hópum 1 og 2 létu mæla blóð- þrýsting reglulega. Þetta kann að skýrast af því að blóðþrýstingur er að meðaltali hærri hjá konum með lægri menntun og þær eru einnig þyngri (16). Þær væru því líklegri til að hafa fengið þær ráð- leggingar að láta mæla reglubundið hjá sér blóð- þrýsting. Sýnt hefur verið fram á meiri áhættutengda hegðun hjá minna menntuðum svo sem meiri reykingar, hreyfingarleysi og óhollt mataræði (14,16,18). Við prófuðum þá tilgátu að meðal meira menntaðra telji menn heilsutengt atferli og heilbrigt líferni skipta meira máli en meðal minna menntaðra. Niðurstöður okkar varðandi notkun á matar- olíu og neyslu salts gáfu til kynna að meira mennt- aðir hafi frekar tileinkað sér heilbrigðisráðlegg- ingar hvað þetta varðar. Þó er sá fyrirvari á að nið- urstöður varðandi saltneyslu voru ekki marktæk- ar. Séu þessar ályktanir réttmætar gæti þetta stuðl- að að hlutfallslega betri heilsu fyrrgreindra. Viðbrögð við einkennum hjartadreps: Ekki reyndist vera samband milli menntunar og líkinda þess að fólk þekkti einkenni hjartadreps, brygðist rétt við þeim (leiti læknis eða panti sjúkrabfl tafar- laust) og vissi hvernig skal bera sig eftir hjálpinni (viti í hvaða símanúmer skal hringja). Erlendar rannsóknir hafa sýnt að meðal lægri stétta eru menn lengur að taka þá ákvörðun að leita sér hjálpar eftir að einkenni hjartadreps gera vart við sig og eru líklegri til að deyja utan sjúkra- húsa í kjölfar kransæðastíflu (19,20). Niðurstöður okkar styðja ekki þá tilgátu að sama eigi við um okkar rannsóknarþýði. Félagsleg tengsl: í fyrri rannsóknum hefur verið 96 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.