Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2000, Side 18

Læknablaðið - 15.02.2000, Side 18
FRÆÐIGREINAR / FARALDSFRÆÐI minna eru menntaðir; a) búi við verri heilsu og hafi þess vegna meiri þörf fyrir að vera í reglu- bundnu sambandi við heimilislækni sinn, b) hafi lægri þröskuld fyrir því að leita sér hjálpar hjá heimilislækni eða c) hafi minni möguleika á og hæfni til að leita sér ráða og úrræða annars staðar eftir formlegum eða óformlegum leiðum (til dæm- is gegnum kunningsskap). Fyrsta skýringin er í samræmi við niðurstöður Maríönnu og félaga (17), það er ef gert er ráð fyrir að hærri dánartíðni fylgi verri heilsu. Þriðja skýringin er hins vegar í sam- ræmi niðurstöður annarra spurninga í könnuninni. Veikleikar: Takmarkanir þessarar rannsóknar voru í fyrsta lagi stærð úrtaksins. Til þess að fá fram marktækan mun á milli hópa þurfti hann að vera töluverður og því líklegt að þar sem munur- inn er ekki mjög skarpur en samt til staðar sé hann ekki tölfræðilega marktækur. í öðru lagi voru spurningalistarnir heimsendir og ekki svarað undir leiðsögn. Því eru alltaf líkur á því að spurningar séu misskildar eins og greinilega kom í ljós með eina af spurningum okkar. Þetta leiðir líka af sér að hugsanlega verða svör hópanna mismunandi vegna mismunandi hæfni til að fylla út slíkan spurningalista. Einnig hefðu spurningar í listanum sem varða þekkingu eflaust komið öðru- vísi út ef viðkomandi hefði ekki haft tíma til að afla sér upplýsinga eða hugsa sig um. Hár meðalaldur úrtaksins veldur í þriðja lagi því að niðurstöðurnar eru ekki yfirfæranlegar á yngra fólk í landinu. Margir eru dánir af þeim sem skipuðu upphaflega þýðið og kann það að draga úr menntunarmuni þar sem einstaklingar í mestri áhættu (og ef til vill oftar með minni menntun) hafa frekar fallið úr þýðinu. Það er líka umdeilan- legt hversu mikla þýðingu hefur að safna upplýs- ingum varðandi þessi atriði á lokaskeiði ævinnar þar sem mótun einstaklingsins og þróun sjúkdóma á sér frekar stað á fyrri aldursskeiðum. Þó gerum við ráð fyrir að þær upplýsingar sem við höfum safnað gefi vísbendingu um það sem á undan er gengið. Að síðustu er vert að hafa í huga þegar fjallað er um samhengi milli þessarar rannsóknar og rannsóknar Maríönnu Garðarsdóttur og félaga að sá hópur sem liggur til grundvallar dánartíðnitöl- um Maríönnu og félaga hefur ekki svarað spurn- ingum okkar af auðsjáanlegum ástæðum. Samantekt: Þrennt stendur upp úr þegar litið er á niðurstöður okkar. í fyrsta lagi að því meira sem fólk er menntað, þeim mun líklegra er að það sé í persónulegum tengslum við lækna og hjúkrunar- fræðinga og njóti ráðlegginga varðandi heilsufar og meðferð við sjúkdómum af hálfu lækna/hjúkr- unarfræðinga sem þau þekkja persónulega. í öðru lagi eru samskipti við heimilislækna meiri meðal þeirra sem minna eru menntaðir. Af þessu tvennu mætti ætla að meira menntaðir hafi meiri mögu- leika á að sækja vissa heilbrigðisþjónustu í sitt fé- lagslega stoðkerfi þar sem minna menntaðir þurfa frekar að leita til heilbrigðiskerfisins, það er heim- ilislækna. í þriðja lagi voru þeir sem minna eru menntaðir líklegri til að skynja heilbrigðiskerfið sem óaðgengilegt. Að síðustu er það markverð niðurstaða að enginn marktækur munur skyldi finnast á menntahópunum hvað varðar önnur at- riði. Eitt af markmiðum Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar (WHO) fyrir árið 2000 er að draga úr heilsufarsmisræmi eftir þjóðfélagsstöðu. Fyrir ut- an það óréttlæti sem felst í slíku misræmi er það til bóta fyrir samfélagið í heild ef hægt er að minnka það með því að bæta stöðu þeirra verst settu. Til að hægt sé að nálgast þetta markmið þarf að festa hendur á hverjar séu orsakir heilsufarsmunar milli hópa. Að lokum getur heilsufarsmisræmi eftir þjóðfélagsstöðu og orsakir þess varpað ljósi á áhættuþætti og orsakir sjúkdóma í almennu sam- hengi og rannsóknir á þessu sviði stuðla þannig að meiri möguleikum á að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma. Af ofansögðu má sjá að heilsufarsmis- ræmi eftir þjóðfélagsstöðu er verðugt viðfangsefni og mikilvægt að halda áfrarn rannsóknum á því hér á Islandi. Nœstu skref: Margt er óunnið í rannsóknum á heilsufarsmisræmi eftir þjóðfélagsstöðu á Islandi. Enn felast óunnar upplýsingar í gögnum sem safn- að hefur verið í hóprannsókn Hjartaverndar. Þar ber að nefna til dæmis gögn sem varða líkamsæf- ingar og íþróttir og samskipti við heilbrigðisþjón- ustuna sem ekki hafa verið skoðaðar með tilliti til menntunar. Samkvæmt óbirtum niðurstöðum Helga Sigvaldasonar er marktækt samband milli menntunar og þessara þátta. Því er hins vegar enn ósvarað hvort þessi atriði hafi samband við dánar- tíðni og heilsu og hvort samband þeirra við mennt- un geti skýrt frekar fyrrgreindan mun á dánartíðni. Að síðustu ber að hafa í huga að aðstæður og samsetning þjóðfélagsins er sífellt að breytast. Þrátt fyrir að á áttunda áratugi þessarar aldar hafi munur á dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma eftir þjóðfélagsstöðu aukist (27,28) eru vísbend- ingar um að í Evrópu hafi hann aftur farið minnk- andi á níunda áratugnum (28). Með hliðsjón af of- ansögðu er ljóst að það vantar sambærilegar upp- lýsingar um samband menntunar og dánartíðni og heilsufars hjá yngri hópum. Þær væri svo hægt að bera saman við þær upplýsingar sem aflað hefur verið í hóprannsókn Hjartaverndar til að meta hvert stefnir hjá okkur og hvað hefur áunnist. Þakkir Starfsfólki Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar, Ólafi Ólafssyni fyrrverandi landlækni, Matthíasi Halldórs- 98 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.