Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR Ofnæmi og astmi hjá íslenskum börnum Herbert Eiríksson1 Björn Árdal1 Björn Rúnar Lúðvíksson2 Ásbjörn Sigfússon2 Helgi Valdimarsson2 Ásgeir Haraldsson' Frá 'Barnaspítala Hringsins, ’Rannsóknastofu Háskóla íslands í ónæmisfræöi. Fyrirspumir, bréfaskipti: Björn Ardal, Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum, 101 Reykjavík. Sími: 560 1000, bréfsími: 560 1055, netfang: bjorna@rsp.is Lykilorö: ofnœmi, asttni, exetn, ofnœmiskvef, börn. Ágrip Inngangur: Algengi astma og ofnæmissjúkdóma virð- ist fara vaxandi á Vesturlöndum. Undirrót ofnæmis er enn aðeins þekkt að hluta. Til að afla upplýsinga um ofnæmi og astma á Islandi höfum við fylgt eftir úr- takshópi barna sem fædd eru 1987. Efniviður og aðferöir: Upphaflega voru 179 börn skoðuð við 18-23 mánaða aldur (meðalaldur 20 mán- uðir), af þeim var 161 endurmetið fjögurra ára og 134 við átta ára aldur. Sjúkdómarnir astmi, exem, ofnæm- iskvef og fæðuofnæmi voru greindir með stöðluðum spurningum, skoðun og húðprófum. Niðurstöður: Fjörutíu og tvö prósent 20 mánaða barna, 45% fjögurra ára barna og 34% átta ára barna greindust með ofnæmi og/eða astma. Astmi og exem voru ríkjandi við 20 mánaða aldur. Algengi og út- breiðsla exems fór minnkandi með aldri og hjá átta ára börnum hafði dregið úr algengi astma. Ekkert barn greindist með ofnæmiskvef fyrir tveggja ára ald- ur, en fjögurra ára höfðu 12 börn (7%) kvillann og átta ára höfðu 14 börn (10%) einkenni ofnæmiskvefs. Um fjórðungur barna með astma eða ofnæmi höfðu fleiri en eitt ofnæmiseinkenni á hverjum tíma. Meiri- hluti (213) þeirra barna sem greindust með astma eða ofnæmi fyrir tveggja ára aldur voru orðin einkenna- laus átta ára, en um helmingur átta ára barna með þessa sjúkdóma höfðu verið án einkenna við tveggja ára aldur. Liðlega þriðjungur átta ára barna með astma eða ofnæmi hafði jákvætt húðpróf, oftast gegn köttum. Sjötíu og þrjú prósent átta ára barna með astma eða ofnæmi áttu foreldra eða systkini með of- næmi. Ályktanir: Astmi og ofnæmi eru algeng meðal ís- lenskra barna eins og víða á Vesturlöndum. Einkenn- in virðast breytileg eftir aldri. Athygli vekur að meiri- hluti barna með ofnæmisvandamál á fyrstu tveimur aldursárum varð einkennalaus fyrir átta ára aldur. Hins vegar komu ofnæmiseinkenni rétt um helmings átta ára barna fyrst fram eftir tveggja ára aldur. Þetta bendir til þess að þau líffræðilegu ferli sem valda of- næmiseinkennum kunni að vera breytileg eftir aldri. Inngangur Astmi og ofnæmi eru mikilvæg heilbrigðisvandamál og algengi þeirra virðist fara vaxandi á Vesturlöndum (1-4). Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að þriðjung- ur bama sýnir eitt eða fleiri ofnæmiseinkenni fyrir 11 ára aldur (1). Röskun af völdum þessara sjúkdóma er því mikil fyrir fjölda barna, aðstandendur og þjóðfé- lagið í heild. ENGLISH SUMMARY Eiríksson H, Árdal B, Lúðvíksson BR, Sigfússon Á, Valdimarsson H, Haraldsson Á Allergy and asthma in lcelandic children - an epidemiological study Læknablaðið 2000; 86: 102-7 Objective: The prevalence of allergy and asthma is in- creasing in Western industrialized countries. The etiology of allergy is multifactorial and only partly understood. In an effort to gather information about asthma and allergy in the pediatric population in lceland, we have evaluated on a regular basis a cohort of randomly selected children born in 1987. Material and methods: The first part of the study in- cluded 179 children at the age of 18-23 months (mean age 20 months). Of these, 161 children were re-evaluated at fouryears of age and 134 at eight years. The evaluation in- cluded a standardized questionnaire, clinical examination and skin-prick tests. Asthma, eczema, allergic rhinocon- junctivitis and food allergy were diagnosed according to established criteria. Results: At 20 months of age 42% of the children were diagnosed with asthma or allergic disorders, 45% at four years and 34% at the age of eight years. Initially asthma and eczema were most common, but the prevalence and severity of eczema had decreased at four years of age and the prevalence of asthma decreased between four and eight years. No child was diagnosed with allergic rhino- conjunctivitis before two years of age but 7% of four year olds and 10% at the age of eight years. A quarter of the ■children had at some stage symptoms compatible with more than one allergic disorder. Two-thirds of the children who were diagnosed with eczema and/or asthma before two years of age, were symptom free at eight years. Thirty-eight percent of eight year old children with allergic symptoms had positive skin-prick tests to the allergens used, most commonly to cats. Seventy three percent of eight year old children with allergy and/or asthma, had a first degree relative with a history of allergies. Conclusions: As in other Western industrialized societies asthma and allergic disorders are common health prob- lems amongst children in lceland. However, the majority of children with allergic manifestations during the first two years of life, became symptom free before the age of eight years. Conversely, 50% of eight year olds with asthma or allergies were symptom free during the first two years of their life. This suggests that the mechanisms causing aller- gic symptoms may not be uniform in different age groups. Key words: allergy, asthma, eczema, allergic rhinitis, children. Correspondence: Björn Árdal. E-mail: bjorna@rsp.is 102 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.