Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2000, Side 30

Læknablaðið - 15.02.2000, Side 30
FRÆÐIGREINAR / KRABBAMEIN Hvað hindrar konur í að mæta í br j ós tamy ndatöku ? Guðrún Árnadóttir' Friðrik H. Jónsson' Valgerður Sigurðardóttir’ Dana Bovbjerg' Heiðdís B. Vald i m arsdótt i r' Frá 'Háskóla íslands, 2leitar- stöð Krabbameinsfélags ís- lands, 3Mount Sinai School of Medicine, New York. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Guðrún Árnadóttir, félagsvísindadeild HÍ, Odda, 107 Reykjavík. Netfang: gudruarn@hi.is Rannsókn þessi er hluti af stærri rannsókn, sem var meistaraprófsverkefni Guð- rúnar Árnadóttur við félags- vísindadeild Háskóla íslands. Par voru meðal annars könn- uð áhrif fjölda persónubund- inna þátta og viðhorfa til brjóstamyndatöku og erfða- prófa á brjóstakrabbameini. Lykilorð: brjóstakrabbamein, brjóstamyndataka, mœting, forspárþœttir. Ágrip Tilgangur: Brjóstakrabbamein, ásamt lungnakrabba- meini, er langalgengasta dánarorsök íslenskra kvenna á miðjum aldri. Þrátt fyrir alþjóðlegan árangur reglu- bundinnar brjóstamyndatöku við að finna brjósta- krabbamein á for- eða byrjunarstigi, þegar mestar líkur eru á lækningu, mæta íslenskra konur ekki nægilega vel í myndatöku. Tilgangur þessarar rann- sóknar var að kanna hvaða þættir hvetja eða letja ís- lenskar konur til að mæta í myndatöku. Efniviður og aðferðir: Konur á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, 40-69 ára, sem ekki höfðu greinst með brjóstakrabbamein, voru valdar af handahófi (n=1000) og var þeim sendur spurningalisti í pósti. Þátttakend- ur (n=619) fengur spurningalista um: lýðfræðilegar breytur, þekkingu á brjóstamyndatöku, mögulega hvetjandi þætti (til dæmis hvatningu frá lækni) og hindranir (til dæmis ótta við geislun) sem tengdust mætingu, ásamt aðlögunarstigum að mætingu í brjóstamyndatöku, það er foríhugun (precontempla- tion), íhugun (contemplation), framkvæmd (action) og viðhald (maintenance). Niðurstöðun Konur á foríhugunarstigi voru hræddari við geislun en konur á öðrun stigum. Þær ásamt konum á íhugunarstigi óttuðust meira sársauka frá myndavél og voru óánægðari með þjónustu leitar- stöðvar Krabbameinsfélagsins. Hvatning frá einka- lækni og þekking á því hvenær fara á í myndatöku tengdust einnig jákvætt mætingu. Alyktanir: Þessar niðurstöður gefa til kynna að lækn- ar geti gegnt mikilvægu hlutverki í að hvetja konur til að mæta í brjóstamyndatöku. Með því að upplýsa konur um gildi myndatökunnar og að ræða við þær um áhyggjur þeirra af geislun og sársauka væri hugs- anlega hægt að auka þátttöku. Þjónusta á leitarstöð- inni virðist einnig geta haft áhrif á það hvort konur halda áfram að mæta í myndatöku. Inngangur Brjóstakrabbamein er langalgengasta krabbamein sem greinist meðal íslenskra kvenna (1). Jafnframt er það, ásamt lungnakrabbameini, algengasta dánaror- sök íslenskra kvenna á miðjum aldri (Krabbameins- skrá 1999, munnlegar upplýsingar). Nýgengi brjósta- krabbameins hefur aukist verulega hér á landi und- anfarna áratugi eins og víðast hvar annars staðar í Vestur-Evrópu, en dánartíðni hefur hins vegar að mestu haldist óbreytt (1,2). A árunum 1956-1960 voru fimm ára heildarlífslíkur kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein 48%. Tímabilið 1980-1985 voru ENGLISH SIIMMARY Árnadóttir G, Jónsson FH, Sigurðardóttir V, Bovbjerg D, Valdimarsdóttir HB Predictors of mammography adherence among lcelandic women Læknablaðið 2000; 86:108-14 Objective: In lceland, breast cancer is a second only to lung cancer as a cause of women's cancer related deaths. Despite the widely-recognized utility of mammography for detecting breast cancer at early stages when it is most curable, many lcelandic women do not adhere to mammo- graphy screening recommendations. The aim of the pre- sent population-based study was to identify factors that facilitate and hinder women's adherence to mammography screening in lceland. Material and methods: A randomly selected sample of lcelandic women between the ages of 40-69 years, not previously diagnosed with breast cancer (n=1000), were recruited to the study by mail. Participants (n=619) com- pleted questionnaires assessing: demopgraphic variables, knowledge of screening guidelines, possible facilitators (e.g., physician recommendation) and barriers (e.g. con- cern about radiation) to adherence, as well as stages of mammography screening adoption (precontemplation, contemplation, action and maintenance). Results: Women in the precontemplation stage were more afraid of radiation than women on other stages. They as well as women on contemplation stage were more afraid that mammography would be painful, and less satisfied with previous service at the mammography screening ■center. Doctors' recommendations, as well as women's knowledge about mammography screening guidelines, were positively related to mammography adherence. Conclusions: These findings suggest that physicians may have an important role in motivating women to follow mammography screening recommendations. Educating women about mammography screening guidelines and addressing their concern about radiation and pain may increase mammography adherence further. Service at the mammography screening center may also improve ad- herence. Key-words: breast cancer, mammography, screening adherence, predictors. Correspondence: Guðrún Árnadóttir. E-mail: gudruarn® hi.is þær komnar í 68% og í 71% á árunum 1985-1990 (2). Lífslíkur kvenna sem greinast með brjóstakrabba- mein hafa þannig aukist, einkum vegna tilkomu bættrar greiningartækni, sem leiðir til þess að sjúk- 108 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.