Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2000, Qupperneq 33

Læknablaðið - 15.02.2000, Qupperneq 33
FRÆÐIGREINAR / KRABBAMEIN Vœgi þátta: Til að kanna vægi ofangreindra þátta, áhrif brjóstamyndatöku, áhrif þekkingar og áhrif einkalæknis voru gerð aðfallslíkön með stigskiptri aðfallsgreiningu. Fram kom að saman skýrðu þætt- irnir þrír 23,0% af aðlögunarstigum að mætingu í brjóstamyndatöku, FA(8,590)=22,02; p<0,0001. Þekk- ing skýrði ein og sér 9,7% af mætingu umfram áhrif læknis og áhrif myndatöku, FncB(3,590)=24,87;p< 0,0001. Áhrif læknis skýrðu ein og sér 1,8%, F™ (2,590)=6,72; p<0,001, en áhrif myndatöku (mat á geislun, ótti við geislun og sársauka) skýrðu ekki marktækt fyrir um mætingu í brjóstamyndatöku um- fram hina þættina, F,„c(3,590)=l,68; p<0,170. Áhrif leitarstöðvar: Afstaða til leitarstöðvar Krabbameinsfélags Islands var metin með tveimur þáttum, annars vegar mati á þjónustu sem leitarstöð- in veitir og umhverfi hennar (tvær spurningar) og hins vegar hvernig konum líkaði viðmót starfsfólks leitarstöðvarinnar (fjórar spurningar). Afstaða til leitarstöðvar var ekki tekin með í ofangreinda að- fallsgreiningu, þar sem þessar spurningar voru aðeins kannaðar meðal kvenna sem einhvern tíma höfðu mætt til brjóstamyndatöku. Almennt séð var viðhorf til leitarstöðvar mjög jákvætt, en 87,1% líkaði mjög eða fremur vel þjónusta og umhverfi hennar og 85,6% líkaði mjög eða frekar vel viðmót starfsfólks. í töflu IV má sjá afstöðu þátttakenda til leitarstöðvar- innar og tengsl við aðlögunarstig. Konur á foríhugunar- og íhugunarstigi skera sig frá konum á framkvæmda- og viðhaldsstigi. Þeim líkaði síður þjónusta og umhverfi leitarstöðvarinnar og einnig viðmót starfsfólks. Afstaða til leitarstöðvar var einnig metin með tveimur opnum spurningum, hvað konum félli best og hvað þeim félli verst hjá leitarstöðinni. f ljós kom að konum líkaði best hlýlegt viðmót starfsfólks og af- slappað andrúmsloft (43,2%). Atriði sem komu næst á eftir voru skjót og góð afgreiðsla (17,5%), hreinlæti (4,9%) og aðhald með boðunarbréfum (4,1%), en önnur atriði vógu minna. Þá sögðu 29,3% að það væri ekkert sem þær kynnu illa við. Konum líkaði verst viðmót sérfræðinga (11,1%), því næst biðtími á staðnum (9,0%), þá færibandavinna (5,9%), að svara sömu spurningum ár eftir ár (4,3%) og loks sloppar sem konum er gert að fara í við skoðun (3,4%), en önnur atriði vógu minna. Umræða I þessari rannsókn voru athugaðir þættir sem hafa áhrif á mætingu íslenskra kvenna í reglubundna myndatöku vegna leitar að brjóstakrabbameini. Nið- urstöður sýna að þekking á því hvenær mæta þarf í myndatöku, áhrif einkalæknis og áhrif myndatöku (mat á geislun, ótti við geislun og sársauka) höfðu áhrif á það hvort mætt var í myndatöku. Þá hefur reynsla kvenna af þjónustu, umhverfi og viðmóti starfsfólks leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins áhrif á það hvort konur halda áfram að mæta í brjósta- myndatöku eða ekki. Þekking á því hvenær mæta þarf í myndatöku var minnst meðal kvenna sem mættu óreglulega eða höfðu aldrei mætt. Þessar konur töldu frekar að óþarfi væri að mæta ef ekki væri ættarsaga um brjóstakrabbamein. Þetta gefur til kynna að þessar konur telja ættarsögu vega mun þyngra sem orsök sjúkdómsins en þær konur sem mæta reglulega. Af þessu er augljóst að leggja þarf meiri rækt við að upp- lýsa konur um aðra þekkta áhættuþætti brjósta- krabbameins en ættarsögu eigi að takast að auka mætingu þeirra í reglubundna brjóstakrabbameins- leit. A: F = marktektarpróf fyrir aöfallsgreiningu. B: F.nc = aukning á skýringu, þegar leiðrétt hefur verið fyrir áhrifum annarra þátta. Einnig kemur fram í rannsókninni að konur sem mættu óreglulega og þær sem ekki ætluðu að mæta voru líklegri til að álíta að ekki sé nauðsynlegt að mæta í myndatöku, ef nokkrar myndatökur í röð Tafla III. Áhrif einkalæknis á mætingu kvenna í brjóstamyndatöku og tengsl þeirra við aðtögunarstig. Aölögunarstig Fullyröing Foríhugunar- stig íhugunar- stig Framkvæmda- stig Viöhalds- stig Ef læknir minn sýndi M 2,49* 2,36* 2,11* 1,64B minnsta efa um að ég SD 1,47 1,45 1,24 0,97 þyrfti að mæta í brjóstamyndatöku færi ég líklega ekki F(3,615)=17,98; p<0,0001 n 61 103 72 383 Ég fer reglulega I M 1,90* 1,90* 1,47B 1,36“ brjóstaskoðun hjá SD 1,15 1,01 0,75 0,72 mínum lækni svo ég tel ekki þörf á að fara n 61 103 72 383 í brjóstamyndatöku F(3,615)=16,77; p<0.0001 M = meóaltal. SD = standard deviation = staöalfrávik. n = fjöldi í hverjum hópi. F = marktektarpróf fyrir dreifigreiningu. p = marktektarstuöull. Mælt er á stiku sem naar frá 1 (mjög ósammála) til 5 (mjög sammála). Mismun- andi bókstafir vió meöaltöl gefa til kynna tölfræóilega marktækan mun milli hópa. Tafla IV. Viðhorftil þjónustu, umhverfis og viðmóts starfsfóiks leitarstöðvar og tengsl við aðlögunarstig. Aölögunarstig Foríhugunar- íhugunar- Framkvæmda- Vióhalds- Spurning stig stig stig stig Hvernig líkar þér M 1,75* 1,85* 1,45“ 1,55“ þjónusta/umhverfi SD 0,79 0,73 0,53 0,67 Leitarstöövar n* 46 88 71 377 (meðaltal tveggja spurninga) F(3,587)=7,19; p<0,0001 Hvernig líkar þér M 1,90* 1,99* 1,50“ 1,55“ viðmót starfsfólks SD 0,81 0,77 0,50 0,65 Leitarstöðvar n* 47 87 71 371 (meðaltal fjögurra spurninga) F(3,572)=13,8; p<0,0001 M = meóaltal. SD = standard deviation = staöalfrávik. n = fjöldi í hverjum hópi. F = marktektarpróf fyrir dreifigreiningu. p = marktektarstuöull. * Einungis svör kvenna sem einhvern tímann hafa mætt í brjóstamyndatöku hjá Leitarstöó og tóku afstöóu til ofangreindra atriöa. Maslt er á stiku sem nær frá 1 (mjög vel) til 5 (mjög illa). Mismunandi bókstafir vió meóaltöl gefa til kynna tölfræóilega marktækan mun milli hópa. Læknablaðið 2000/86 111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.