Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Síða 39

Læknablaðið - 15.02.2000, Síða 39
FRÆÐIGREINAR / ATVINNUSJÚKDÓMAR Aukin óþægindi frá efri útlimum meðal kvenna í fiskvinnslu eftir tilkomu flæðilína Ágrip Hulda Ólafsdóttir 11 Tilgangur: Fyrri rannsóknir á algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi sýndu að fiskvinnslufólk hefur Vilhjálmur tíðari óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi en gerðist í Rafnsson2’ samanburðarhópnum sem var úrtak íslensku þjóðar- innar. Eftir rannsóknina 1987 hófust tæknilegar breytingar í fiskvinnsluhúsum með tilkomu flæðilína. Megintilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvort ný tækni hafi breytt algengi óþæginda meðal fiskvinnslufólks. Efniviður og aðferðir: Staðlaður norrænn spurninga- listi var notaður í báðum tilvikum. Niðurstöður: Einhæfni og síendurteknar hreyfingar hafa aukist með tilkomu flæðilína. Algengi óþæginda er hærra meðal kvenna sem vinna við flæðilínur en þeirra sem vinna í fiskvinnslu án flæðilína. Hlutfalls- tala (odds ratio, OR) óþæginda var reiknuð með að- ferðum Mantel-Haenszels og var 2,1 (95% öryggis- mörk (confidence interval. CI) l,0-4,4) frá olnbogum, 1,9 (95% CI 1.1-3,2) frá fingrum og 1,7 (95% CI 1,0- 2,7) frá úlnliðum þegar spurt var um óþægindi síðast- liðna sjö daga. Hlutfallstalan var minni en einn vegna óþæginda frá ökklum og hnjám. Alyktanir: Það má því álykta að ástæða hærra algeng- is óþæginda frá efri útlimum meðal kvenna í fisk- vinnslu sé tilkoma flæðilína sem hafa aukið einhæfni og lengt viðveru kvenna við síendurteknar hreyfingar. Frá " atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins, 2)Rann- sóknarstofu í heilbrigðisfræði, Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Hulda Ólafsdóttir, Vinnueftirliti ríkisins, Bflds- höfða 16,112 Reykjavík. Sími: +322 772 7716. Netfang: hulda.ol@skynet.be Greinin hefur áður birst í Internalional Journal of Industrial Ergonomics 1998; 21: 69-77 og er birt hér með góðfúslegu leyfi rétthafa. Lvkilorð: spurningalistakönn- un, óþœgindi frá hreyfi- og stoðkerfi, síendurteknar hreyf- ingar við vinnu, fiskvinnsla, flœðilína. Inngangur Árið 1987 var gerð rannsókn meðal fiskvinnslufólks (1) þar sem lýst var óþægindum frá hreyfi- og stoð- kerfi frá ýmsum líkamssvæðum. Algengi óþæginda frá hálsi, herðum og neðri útlimum var hærra meðal fiskvinnslufólksins heldur en gerðist í samanburðar- hópnum sem var úrtak íslensku þjóðarinnar (1,2). Ályktað var að þetta stafaði af álagi einhæfrar akk- orðsvinnu (1). Eftir að rannsóknin árið 1987 (1) var gerð hóf- ust tæknilegar breytingar í fiskvinnsluhúsum með tilkomu svokallaðra flæðilína víða um land. Haust- ið 1993 var ákveðið að gera nýja rannsókn til að kanna hugsanleg áhrif þessara tæknibreytinga. Þátttakendur voru starfsmenn sömu frystihúsa og árið 1987 auk starfsmanna fimm annarra frystihúsa þar sem unnið var við flæðilínu. Algengi óþæginda starfsfólks úr þessum tveimur rannsóknum eru nú borið saman. Höfundar áttu engan þátt í þeim breytingum sem áttu sér stað í fiskvinnslunni með tilkomu flæðilína. ENGLISH SUMMARY Ólafsdóttir H, Rafnsson V Increase in musculo-skeletal symptoms of upper limbs among women after the introduction of the flow-line in the fish-fillet plants Læknablaðið 2000; 86: 115-20 Objectives: An earlier study of workers in fish-fillet plants in lceland showed higher prevalence of musculoskeletal symptoms as compared to a random sample of the lce- landic population. Since that study a new manufacturing process, the flow-line, has been introduced. The aim of this study was to evaluate whether this new work situation changed the prevalence of musculoskeletal symptoms among the workers of the fish-fillet plants. Material and methods: The same standardised Nordic Questionnaire was used in both surveys. Results: The monotony and the repetitiveness of the work increased with the new technique. The resuits showed that women had higher prevalence of symptoms of the upper limbs when working at the flow-line than before. The Man- tel-Haenszel odds ratio for symptoms of elbows, fingers and wrists during the last seven days prior to the study was 2.1 (95% confidence interval (Cl) 1.0-4.4), 1.9 (95% Cl 1.1-3.2)and 1.7 (95% Cl 1.0-2.7). The oddsratiofor knees and ankles was less than one. Conclusions: The higher prevalence of symptoms of the upper limbs seems to be causally related to the increase of monotonous and repetitive work in the fish industry. Keywords: questionnaire, musculoskeletal symptoms, repetitive work, fish-processing industry, flow-line. Correspondence: Hulda Ólafsdóttir. E-mail: hulda.ol@skynet.be Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort nýjar vinnsluaðferðir hafi breytt algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi meðal fiskvinnslufólks. Lýsing á vinnuaðstæðum Aflað var upplýsinga um vinnuaðstæður með því að skoða nokkra vinnustaðanna, teknar voru ljósmyndir og rætt var við starfsmenn, fulltrúa verkalýðsfélaga, verkstjóra og stjórnendur fiskvinnsluhúsanna. Flæðilínur í fiskvinnsluhúsum byggjast upp á röð færibanda. Fiskurinn fer með færiböndum frá því hann er hausaður og þar til honum er pakkað. Þegar fiskurinn hefur verið hausaður og flakaður í vélum í vélasal flytjast flökin með færiböndum til Læknablaðið 2000/86 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.