Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Síða 40

Læknablaðið - 15.02.2000, Síða 40
FRÆÐIGREINAR / ATVINNUSJÚKDÓMAR starfsmanna í snyrtingu. Þar taka þeir hvert flak fyrir sig, hreinsa úr því orma og bein með hníf. Með öðru færibandi flyst fiskurinn áfram í pökkun og síðan í tækjasal þar sem fiskurinn er settur í frysti. Krafa um aukin afköst við framleiðsluna hefur að líkindum verið hvati þess að verk- og tækni- fræðingar voru fengnir til að hanna flæðilínur enda lá fyrir skýrsla frá 1985 (3) sem sýndi að afköst ís- lenskra frystihúsa voru mun minni en sambæri- legra húsa í Noregi og Danmörku. Með tilkomu flæðilína á árunum 1987-1990 eru verkefnin af- mörkuð og einfölduð þannig að hver starfsmaður hefur mjög takmarkað verksvið. Ekki er kunnugt í hve miklum mæli þekking á neikvæðum áhrifum einhæfrar vinnu og síendurtekinna hreyfinga á heilsu manna (4-7) var notuð þegar flæðilínan var hönnuð. Frá fiskvinnsluhúsum fengust þær munn- legu upplýsingar að tilkoma flæðilína hafi að jafn- aði aukið framleiðni húsanna um 25% og vinnu- mælingar (method-time-measurement analysis) sýndu 8% afkastaaukningu meðal fiskvinnslu- kvenna sem unnu við snyrtingu. Hver starfsmaður við snyrtingu hefur sérstakt vinnuborð með lýsingu upp í gegnum borðið sem auðveldar snyrtingu flakanna. Starfsmenn ná í flökin með því að teygja sig eftir þeim á færibandið en vinnuborðið er á milli þannig að þeir þurfa að teygja sig 40 til 60 cm frá borðbrún eftir hverju flaki. Það tekur oftast um 10-20 sekúndur að snyrta hvert flak, háð því hvers konar hráefni er verið að vinna með. Hnífar eru einu handverkfærin sem notuð eru hvort heldur verið er að týna orma úr fiskinum, skera bein úr eða búta fiskinn niður í bita. Sömu hnífarnir eru notaðir við snyrtingu óháð því hvaða fisk er verið að vinna. Við flæðilínur eru pallar sem konurnar standa á og geta þær stillt hæð pallanna og þannig getur hver og ein haft hæfilega vinnuhæð. A pöllunum eru oftast gúmmímottur til að auka mýktina þegar staðið er. Frá því um 1990 hefur starfsmönnum gefist kostur á sérstökum stígvélum sem gefa góða mótstöðu á hálum og blautum gólfum. Víðast hvar er hægt að standa og sitja til skiptis við vinnuna. Boðið er upp á stillanlega tyllistóla, en slíkir stólar eru án bakstuðnings og aðallega hugsaðir til að minnka álag á fætur. Það er löng hefð fyrir því að það séu nánast ein- göngu konur sem vinna við að snyrta flökin. I véla- sal, við vélar sem afhausa fiskinn og flaka, vinna bæði kynin. Hefðbundið verksvið karla er að vinna í móttökusal þar sem tekið er á móti fiskin- um og í tækjasal þar sem pakkaður fiskur er settur í frystitæki og síðar pakkað í stærri einingar. Meg- in munurinn á störfum karla og kvenna í fisk- vinnsluhúsum er að kvennastörfin eru fábreyttari og eru þær meira og minna á sama stað allan vinnudaginn. Störf karlanna eru fjölbreyttari bæði verkefnin sjálf og meiri hreyfanleiki í starfi. Karl- arnir ná beint og óbeint sambandi við fleiri á vinnustaðnum en konurnar gera og fá því frekar óformlegar upplýsingar um margt er tengist vinn- unni. Konurnar eru einangraðri í sinni vinnu og hitta færri (8). Launakerfið var afkastahvetjandi bæði fyrir og eftir tilkomu flæðilína. Áður var það einstaklings- bónus þar sem afköst hvers einstaklings voru mæld og greitt eftir magni. Með tilkomu flæðilína var tekinn upp hópbónus þar sem allir starfsmenn fá greitt eftir heildarafköstum í fiskvinnsluhúsinu. Það tekur langan tíma að ná hámarksafköstum og skapar það oft óánægju meðal reyndra starfs- manna þegar lítt þjálfað fólk kernur til starfa og er sett inn í hópbónus eftir einhverja aðlögun (8). Við gæðaeftirlit var áður hægt að rekja mistök eða illa unna vöru til einstaklinganna en við flæðilínu og með hópbónus er ekki hægt að hafa eftirlit með störfum hvers einstaklings. Þó er breyting á þessu með tilkomu allra nýjustu flæðilína þar sem hægt er að hafa eftirlit með afköstum og gæðum frá hverjum einstaklingi og vekur það spurningar um hvort farið verður aftur í einstaklingsbónus þegar fram líða stundir. Hefðbundinn vinnudagur er átta tímar og unn- ið er fimm daga vikunnar. Hádegishlé og kaffitím- ar fyrir og eftir hádegi eru samningsbundnir. Auk þess er víða 5-10 mínútna hlé fyrir og eftir hádegi sem sums staðar eru nýtt til hléæfinga. Áður en flæðilínurnar komu til var algengara að konur við snyrtingu hefðu einnig það verkefni að vigta flökin og pakka. Þá unnu gjarnan tvær til þrjár konur saman við eitt borð og skiptust á við þessi þrjú verkefni. Vinnuborð voru ekki stillanleg og vinnustólar sjaldgæfir. Á þeim tíma þurfti að lyfta og bera meira en nú er þegar konurnar þurftu að sækja fiskinn í bökkum. Eftir tilkomu flæðilínu varð minna um verkvíxlun milli starfa. Efniviður og aðferðir Bæði árin 1987 og 1993 voru listar með nöfnum og heimilisföngum starfsfólks fiskvinnslunnar fengnir hjá forsvarsmönnum frystihúsanna. Spurningalisti var sendur heim til þátttakenda. í báðum tilfellum var notaður norrænn spurningalisti, sem starfshópur á vegum norrænu ráðherranefndarinnar hafði samið en þýddur hafði verið á íslensku (2,9). Auk spurn- inga um óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi var spurt um vikulegan vinnutfma og starfsaldur. Árið 1993 var einnig spurt um vinnuaðstæður og álit fólks á því hvort flæðilínur hafi bætt vinnuaðstæður. Árið 1987 var öllum starfsmönnum átta fisk- vinnslufyrirtækja, samtals 370 einstaklingum, send- ur spurningalistinn og svöruðu 250 manns (67,6%), 116 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.