Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2000, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.02.2000, Qupperneq 43
FRÆÐIGREINAR / ATVINNUSJÚKDÓMAR mýktina. Einnig er minni burður og lyftingar eftir tilkomu flæðilína. Um svipað leyti og flæðilínurnar voru teknar í notkun fengu starfsmenn ný stígvél sem veita mótstöðu á hálu gólfi. Hætta á að hrasa er því mun minni og dregur það úr vöðvaálagi þeg- ar gengið er um vinnusvæðið. Algengi óþæginda í efri útlimum var hátt í rannsókninni 1987 (1). Eftir tilkomu flæðilína var algengi óþæginda ennþá hátt og hafði hækkað marktækt í olnbogum og fingrum. Niðurstöður okkar um þetta háa algengi einkenna meðal fisk- vinnslufólks er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna. Rannsókn Ohlsson og samstarfs- manna á sænskum fiskvinnslukonum sýndi að 55% kvenna sem vinna við snyrtingu og pökkun höfðu óþægindi frá hálsi eða herðum síðustu sjö dagana samanborið við 33% kvenna í samanburð- arhópnum, sem voru konur sem unnu fjölbreyttari störf (11). Óþægindi frá olnbogum og höndum voru hins vegar hjá 44% fiskvinnslukvennanna en hjá 16% í samanburðarhópnum. Rannsókn Chiang og samstarfsmanna á fiskvinnslufólki (konum og körlum) í Tævan sýndi að starfsmenn sem unnu störf sem fólu í sér síendurteknar hreyfingar eða kraftbeitingu höfðu tíðari óþægindi en þeir starfs- menn sem unnu störf sem hvorki voru eins einhæf né kröfðust eins mikils afls (12). Við skilgreiningu starfa er gerður greinarmun- ur á einhæfri vinnu (monotonous work) annars vegar og vinnu sem felur í sér síendurteknar hreyf- ingar (repetitive work) hins vegar. Einhæf vinna felur ekki endilega í sér líkamlegt álag og er í mörgum tilfellum fyrst og fremst andlegt álag. Sí- endurteknar hreyfingar eru líkamlegt álag og oft hluti af einhæfum störfum (13). Margir hafa lagt sig fram við að skilgreina síendurteknar hreyfingar (7,13-15). Silverstein og samstarfsmenn (7) skipta síendurteknum hreyfingum í tvennt það er endur- tekning á háu stigi og á lágu stigi. Til þess að flokk- ast undir síendurteknar hreyfingar á háu stigi þarf að uppfylla annað tveggja skilyrða: að vinnuferlið sé styttra en 30 sekúndur eða að meira en 50% af vinnuferlinu sé endurtekning sömu grunnhreyf- inga (7). Vinna við snyrtingu uppfyllir bæði skil- yrðin en þar er vinnuferlið 10-20 sekúndur. Það er sá tími sem tekur að sækja flak, snyrta það og/eða skera og setja frá sér á viðeigandi færiband til pökkunar. Pegar næsta flak er sótt hefst nýtt vinnuferli. Vinna við að snyrta flokkast því undir síendurteknar hreyfingar á háu stigi. Fyrir tilkomu flæðilína var vinna við snyrtingu einnig síendur- tekin hreyfing á háu stigi en þá gátu konurnar í flestum tilfellum víxlað á milli þess að snyrta, vigta og pakka fiskinum. Með flæðilínunni er minna víxlað á milli starfa og eru konurnar nú lengur en áður með hníf í hönd við snyrtingu, það er við sömu störfin allan vinnudaginn. Þetta þýðir að Table V. The Mantel-Haenszel odds ratio (OR) and the 95% confidence intervals for symptoms in different anatomical regions during the last 12 months, stratified by employment years, comparing women working in fish-fillet plants before (1987) and after the introduction offlow-line (1993). Anatomical regions OR 95% confidence intervals Lower Upper Neck í.i 0.7 1.7 Shoulders 0.7 0.4 1.2 Elbows 1.9* 1.1 3.3 Wrists 1.1 0.7 1.6 Upper back 1.2 0.8 1.8 Low back 1.2 0.8 1.8 Hips 0.9 0.6 1.5 Knees 0.7 0.4 1.1 Ankles 0.7** 0.4 1.0 Head 1.1 0.8 1.7 Fingers 1.3 0.9 2.1 * p= 0.04, **p=0.08 Table VI. The Mantel-Haenszel odds ratio (OR) and the 95% confidence intervals for symptoms in different anatomical regions the last seven days, stratified by employ- ment years, comparing women working in fish-fillet plants before (1987) and after the introduction offlow-line (1993). Anatomical 95% confidence intervals regions OR Lower Upper Neck 1.4 0.9 2.1 Shoulders 1.3 0.9 1.9 Elbows 2.4*** 1.0 5.8 Wrists 1.8* 1.1 3.0 Upper back 1.2 0.7 1.9 Low back 1.3 0.9 2.0 Hips 1.4 0.8 2.5 Knees 1.0 0.6 1.7 Ankles 0.8 0.5 1.4 Head 1.3 0.8 1.9 Fingers 1.8** 1.0 3.1 * p= 0.03, ** p= 0.05, ***p=0.07 með flæðilínu eykst álagið á fingur, úlnliði og oln- boga sem skýrir aukin óþægindi frá efri útlimum meðal fiskvinnslukvenna árið 1993. I þessari rannsókn fundust ekki tengsl milli starfsaldurs og algengis óþæginda. Þetta er gagn- stætt niðurstöðum Ohlssons og samstarfsmanna (16) varðandi yngri konur (undir 35 ára) sem störfuðu við færibandavinnu en í samræmi við nið- urstöður þeirra varðandi hóp kvenna sem var eldri en 35 ára. Þversniðsrannsókn sem þessi gefur ekki möguleika á að skoða hverjir hætta störfum vegna óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi. Á árun- um 1987 til 1993 jókst atvinnuleysið nokkuð í land- inu og var því álitið að fólk héldi fastar í störf sín en áður. Það kom því á óvart að hlutfallslega höfðu helmingi fleiri konur unnið skemur en þrjú ár árið 1993 heldur en árið 1987. Þessi aukna end- urnýjun mannafla minnkar möguleika okkar til að komast að raun um tengsl milli starfsaldurs og óþæginda. Aukin nýliðun og styttri starfsaldur fisk- vinnslufólks er áhugavert framtíðarrannsóknar- verkefni. Með tilkomu flæðilína náðist veruleg hagræð- ing í rekstri. Hægt var að fækka starfsfólki sem sá um flutning á hráefninu til og frá snyrtingu og Læknablaðið 2000/86 119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.