Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2000, Side 45

Læknablaðið - 15.02.2000, Side 45
FRÆÐIGREINAR / ATVINNUSJÚKDÓMAR Óþægindi frá stoðkerfi meðal fískvinnslukvenna sem hættu störfum Hulda Ólafsdótdr' Vilhjálmur Rafnsson2 Frá 'Vinnueftirliti ríkisins, at- vinnusjúkdómadeild, 2Rann- sóknastofu í heilbrigðisfræði Háskóla Islands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Hulda Ólafsdóttir, Vinnueftirliti ríkisins, atvinnu- sjúkdómadeild, Bfldshöfða 16, 112 Reykjavík. Sími: +322 772 7716, netfang: hulda.ol@ skynet.be Greinin hefur áður birst í Intemational Journal of Occu- pational & Environmental Health 2000; 6:44-9 og er birt hér með góðfúslegu leyfi rétthafa. Lykilorð: fyrrverandi starfs- menn, einkenni frá stoðkerfi, spurningalisti, endurteknar hreyfingar, einhœf vinna, fiskvinnsla. Ágrip Inngangur: Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að óþæg- indi frá hreyfi- og stoðkerfi meðal fiskvinnslukvenna eru tíð. Óþægindin frá efri útlimum hafa orðið tíðari með tilkomu flæðilína enda veija konumar lengri tíma við einhæf störf eftir þessa tæknibreytingu. Til- gangur rannsóknarinnar var að kanna algengi óþæg- inda frá hreyfi- og stoðkerfi meðal kvenna sem hafa hætt að starfa í fiskvinnslu og bera saman við algengi óþæginda kvenna sem héldu áfram að vinna þar og varpa þannig nokkm ljósi á hugsanleg áhrif hraustra starfsmanna í þessari starfsgrein. Efniviður og aðferðin Notaður var staðlaður nor- rænn spurningalisti um óþægindi frá hreyfi- og stoð- kerfi. Nafnalisti og heimilisföng starfsmanna fengust hjá stjórnendum fiskvinnsluhúsanna og var Iistinn sendur heim til fólksins. Samtals svöruðu 282 konur á aldrinum 16-54 ára, sem er 71% svörun. Af þeim hættu 28 konur störfum stuttu eftir að þær svömðu en 254 héldu áfram í starfi. Notuð var Mantel- Haenszel jafna þar sem efniviðnum var lagskipt eftir aldri til að reikna út hlutfallslega áhættu (odds ratio, OR) og 95% öryggismörk (confidence interval, CI). Niðurstöður: Algengi óþæginda frá hreyfi- og stoð- kerfi síðastliðna 12 mánuði var hærra meðal fyrrver- andi fiskvinnslukvenna en meðal þeirra sem vom áfram í starfi. Hlutfallstala vegna óþæginda frá fingr- um, ökklum og úlnliðum sem hindruðu dagleg störf síðastliðna 12 mánuði var 7,1 (95% CI 2,8-18,0); 5,3 (95% CI 1,3-21,5) og3,4 (95% CI 1,3-8,8). Alyktanin Pær konur sem hættu að vinna í fiskvinnsl- unni höfðu almennt tíðari óþægindi en hinar sem héldu áfram að vinna. Hugsanlegt er að hér gæti áhrifa hraustra starfsmanna. Þær konur sem hafa mikil óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi hætta en hinar halda áfram að vinna. Inngangur Óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi eru algeng meðal islensku þjóðarinnar (1). Óþægindi frá hálsi og herð- um og neðri útlimum vom algengari meðal fiskvinnslu- kvenna en meðal annarra íslenskra kvenna (2). Fiskvinnsla er aðal vömútflutningsgrein Islendinga og skapar um 75% af vömútflutningstekjum þjóð- arbúsins þótt einungis um 7% af vinnandi fólki í fiskvinnslu og um 5% við fiskveiðar. Fyrir um það bil 12 árum hófust miklar tæknibreytingar í fiskvinnslu með tilkomu svokallaðra flæðilína. Rannsókn sem birt var 1998 sýndi að með tilkomu flæðilína varð breyting á óþægindum meðal fiskvinnslukvenna. Hjá fisk- ENGLISH SUMMARY Ólafsdóttir H, Rafnsson V Musculoskeletal symptoms among female workers in fish-fillet plant who ceased or continued working Læknablaöiö 2000; 86: 121-5 Objective: An earlier study of workers in fish-filleting plants in lceland showed high prevalence of musculo- skeletal symptoms. The prevalence of symptoms of the upper limbs is higher after introduction of the flow-line since the women have a longer duration with repetitive tasks. The overall aim of this study was to compare the prevalence of musculoskeletal symptoms among women working at the flow-line with symptoms among those who had ceased to work there and to throw some light on the selection process of workers from this industry. Material and methods: The standardised Nordic Questi- onnaire was used. Lists of names and addresses of the plant workers were obtained from plant management. Questionnaires were mailed to the home addresses of the workers. The overall participation rate was 71 %. Two hundred eighty two women aged 16-54 answered where 28 women had left the plants after answering the ques- tionnaires and 254 were still working there. The Mantel- Haenszel test was used and stratified by age and odds ratio and 95% confidence intervals (Cl) calculated. Results: The prevalence of musculoskeletal symptoms during the previous 12 months was higher among former than current workers. The Mantel-Haenszel odds ratio for symptoms of the fingers, ankles and wrists hindering •normal work during the previous 12 months prior to the study was 7.1 (95% Cl 2.8-18.0), 5.3 (95% Cl 1.3-21.5) and 3.4 (95% Cl 1.3-8.8) respectively. Conclusions: The selection process of workers from the fish-processing plants may be determined by the high prevalence of musculoskeletal symptoms, a healthy worker selection. There may be a causal relationship between musculoskeletal symptoms and ceasing to work at fish-processing plants. Keywords: former workers, musculoskeletal symptoms, questionnaire, repetitive work, fish processing. Correspondence: Hulda Ólafsdóttir. E-mail: hulda.ol@skynet.be vinnslukonum sem unnu við flæðilínu hafði algengi óþæginda aukist í olnbogum, úlnliðum og fingrum en óþægindi frá ökklum höfðu minnkað samanborið við konur sem unnu ekki við flæðilínu. Ályktað var að ástæða hærra algengis óþæginda frá efri útlimum væri Læknablaðið 2000/86 121 L

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.