Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2000, Síða 46

Læknablaðið - 15.02.2000, Síða 46
FRÆÐIGREINAR / ATVINNUSJÚKDÓMAR Table 1. Age distribution of former and current femaie workers. Age groups Former workers Current workers 16-19 10 49 20-29 10 80 30-54 8 125 Total 28 254 Table II. Prevatence (%), Mantel-Haenszel odds ratio (M-H) and 95% confidence inter- vals (Cl), for symptoms in different anatomicat regions during the previous 12 months, stratified in three age groups 16-19, 20-29 and 30-54 years, among former and current femaie workers in fish-fíllet plants. Anatomical region Former workers % (n=28) Current workers % (n=254) M-H 95% Cl Neck 79 69 1.5 0.6-3.8 Shoulders 82 78 1.2 0.4-3.3 Elbows 21 17 2.0 0.7-5.5 Wrist 57 47 1.4 0.6-3.1 Upper back 50 37 1.6 0.7-3.3 Lower back 82 68 2.0 0.7-5.4 Hips 18 22 0.9 0.3-2.5 Knees 29 28 1.1 0.5-2.8 Ankles 32 24 1.4 0.6-3.3 Head 68 56 1.6 0.7-3.8 Fingers 50 31 2.2 1.0-4.7 Table III. Prevatence (%), Mantel-Haenszel odds ratio (M-H) and 95% confidence inter- vais (Cl), for symptoms in different anatomical regions during the previous seven days, stratified in three age groups 16-19, 20-29 og 30-54 years, among former and current female workers in fish-filiet piants. Anatomical region Former workers % (n=28) Current workers % (n=254) M-H 95% Cl Neck 39 44 0.8 0.4-1.8 Shoulders 50 47 1.1 0.5-2.3 Elbows 0 9 - - Wrists 25 26 1.0 0.4-2.4 Upper back 25 18 1.4 0.6-3.6 Lower back 32 39 0.7 0.3-1.7 Hips 4 16 0.3 0.04-1.6 Knees 7 15 0.5 0.1-2.0 Ankles 18 15 1.2 0.4-3.5 Head 32 39 0.7 0.3-1.7 Fingers 32 19 2.1 0.9-4.8 aukin einhæfni og lengri viðvera við síendurteknar hreyfingar. Algengi óþæginda frá hálsi, herðum og mjóbaki var hátt bæði fyrir og eftir tilkomu flæðilína. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi meðal kvenna sem hafa hætt að starfa í fiskvinnslu og bera saman við al- gengi óþæginda kvenna sem héldu áfram að vinna þar og varpa þannig nokkru ljósi á hugsanleg áhrif hraustra starfsmanna í þessari starfsgrein. Efniviður og aðferðir Upplýsingar um vinnuaðstæður og vinnuskipulag fengust með heimsóknum í nokkur frystihúsanna þar sem teknar voru myndir og rætt við starfsmenn, öryggistrúnaðarmenn eða aðra fulltrúa starfsmanna og stjórnendur fyrirtækja. Aðferðunt hefur nánar verið lýst í fyrri grein (3). í könnuninni var notaður staðlaður norrænn spurningalisti um óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi (1,4). í spurningalistanum er spurt um óþægindi (sársauka, verki, ónot) síðastliðna 12 mánuði, síðast- liðna sjö daga og hvort óþægindin hefðu hindrað dag- leg störf síðastliðna 12 mánuði. Spurt var um 11 lík- amssvæði. Nafnalisti og heimilisföng starfsmanna fengust hjá stjórnendum fiskvinnsluhúsanna og var listinn sendur heim til fólksins. Þcgat' úrvinnsla rannsóknarinnar hófst kom í ljós að sumir af þeim sem svöruðu skrifuðu skilaboð til upplýsingar, til dæmis „ég er bflstjóri hjá fyrirtækinu“ eða „ég vinn við ræstingar“ og svo framvegis. En ein- göngu hafði verið ætlað að skoða fólk sem var að vinna beint við framleiðsluna. Haft var samband við öll fyrirtækin og fenginn leiðréttur nafnalisti. Starfs- menn sem höfðu svarað og áttu ekki heima í úrtakinu voru teknir út. Hluti af þeim sem voru teknir út höfðu svarað listanum áður en þeir hættu störfum. Samtals svöruðu 28 konur sem höfðu hætt störfum við flæðilínu og mynda þær rannsóknarhópinn sem borinn er saman við 254 konur sem störfuðu áfram. Konurnar í báðum hópunum voru á aldrinum 16-54 ára. Svarhlutfall meðal kvennanna var 71%. Algengi óþæginda frá ýmsum líkamssvæðum var reiknað. Gerður var hlutfallslegur samanburður og reiknuð hlutfallstala (odds ratio, OR) og 95% örygg- ismörk (confidence interval, CI) voru reiknuð út þar sem fyrrverandi starfsmenn voru bornir saman við núverandi starfsmenn. Beitt var reikniaðferðum sem taka tillit til að hóparnir eru fámennir og að einkenn- in eru ekki normaldreifð. Notuð var Mantel-Haens- zel jafna og lagskipt eftir aldri. Skipt var niður í þrjá aldurshópa 16-19,20-29 og 30-54 ára (tafla I). Leyfi Tölvunefndar fékkst fyrir rannsókninni. Niðurstöður Algengi óþæginda síðastliðna 12 mánuði meðal fyrr- verandi og núverandi fiskvinnslukvenna er sýnt í töflu II. Samanburður á algengi óþæginda sýndi að fyrrverandi starfsmenn voru oftar með óþægindi frá öllum líkamssvæðum nema frá mjöðm. Hlutfallstala var hæst vegna óþæginda frá fingrum 2,2, mjóbaki 2,0 og olnbogum 2,0. í töflu III eru sýnd svör við spurningunni um óþægindi síðastliðna sjö daga. Mesti munurinn á tíðni óþæginda reyndist frá fingrum eða 32% meðal fyrr- verandi starfsmanna en 19% meðal núverandi. Ekki reyndist marktækur munur á algengi óþæginda síð- astliðna sjö daga frá neinu líkamssvæðanna. Algengi óþæginda sem hindruðu dagleg störf síð- astliðna 12 mánuði er sýnt í töflu IV. Fýrrverandi starfsmenn höfðu oftar óþægindi frá sjö líkamssvæð- um heldur en samanburðarhópurinn. Hlutfallstalan var hæst vegna óþæginda í fingrum 7,1, ökklum 5,3, úlnliðum 3,4 og herðum 2,1. 122 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.