Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2000, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.02.2000, Qupperneq 51
Omega Farma www.omega.is Útlit: Taflan er beinhvít, ávöl, ílöng um 13 mm á lend með deiliskoru. Pakkningar: Töflur 28 stk. Töflur 98 stk. Ismo forðatöflur 60 mg; 28 stk.: kr 2.182 Ismo forðatöflur 60 mg; 98 stk.: kr 5.656 ISMO (lsósorbíð-5-mónónítrat) Ismo Omega Farma, 980252 FORÐATÖFLUR; C 01 D A 14 RB Hver forðatafla inniheldur lsosorbidi-5-mononitras. Forðatöflurnar innihalda laktósu og litarefnin járnoxíð (E 172) og títandioxið (EI7l).Ábendingar: Til fyrirbyggjandi meðferðar við hjartaöng. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir Ein tafla (60 mg) einu sinni á dag, að morgni. Ef þörf krefur má auka skammtinn í tværtöflur (120 mg) sem teknar eru samtímis.Til að draga eins og hægt er úr likum á höfuðverk má byrja meðferð með hálfri töflu (30 mg) daglega fyrstu tvo til fjóra da gana og auka skammtinn síðan.Töflurnar má ekki tyggja eða mylja og þær á að gleypa með hálfu glasi af vökva. Börn: Lyfið er ekki ætlað börnum. (Ekki hefur verið gengið úr skugga um öryggi og verkun Ismo forðataflna). Aldraðin Ekki hefur reynst nauðsynleg að aðlaga kerfisbundið skömmtun hjá öldruðum, en sérstakrar varúðar kann að vera þörf hjá þeim sem hafa tilhneigingu til lágþrýstings eða eru með um-talsvert skerta lifrar- eða nýmastarfsemi. Hættan á þolmyndun við endurtekna gjöf nítrata er fyrir hendi, þ ar sem plasmastyrkurinn er annað hvort hár og/eða tekur litlum sem engum breytingum. Meðlágum styrk lyfsins milli skammta er hægt að koma í veg fyrir þessa þolmyndin. Með því að taka Ismo einu sinni á sólarhring fæst hár plasmastyrkur í 12 klst. en síðan lækkar hann. Það er því mjög ólíklegt að þolmyndun komi fram af styrkleikanum60 mg og 120 mg, gefið einu sinni á dag, við hjartaöng. Frábendingar: Lágur blóðþrýstingur, sérstaklega eftir hjartadrep. Mikið blóðleysi. Aukinn þrýstingurí miðtaugakerfi. Slagæðasjúkdómur í heila. Ofnæmi fyrir nítrötum. Varnaðarorð og varúðarreglur Ismo forðatöflur á ekki að nota gegn bráðum köstum hjartaangar.Milliverkanir við lyf eða annað: Notkun lyfsins sildenfils getur aukið blóðþrýstingslækkandi áhr if ísósorbíðs mónóhýdrats. Hugsanlegt er að ísósorbíð mónónítrat au ki lágþrýstings áhrif hýdralasins. Áfengi getur aukið blóðþrýstinglækkandi áhrif lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki hefur verið gengið úr skugga um öryggi lyfsins, á meðgöngu og við brjóstagjöf. Akstur og meðferð vinnuvéla: Vara ætti sjúklinga við akstri og meðferð vinnuvéla ef vart verður við lágþrýsting eða svima.Aukaverkanir: í upphafi meðferðar getur höfuð-verkur komið fram hjá allt að 25%sjúklinga, þessi aukaverkun er vegna æðavíkkandi áhrifa lyfsins og hverfur venjufega innan nokkra vikna. Stöku sinnum sést lágþrýstingur með svima, hröðum hjartiætti, yfirliði og ógleði. Einnig hefur einstöku sinnum orðið vart við uppköst og riðurgang. Öll þessi einkenni hverfa venjulega við langvarandi meðferð. Ofskömmtun og eitranir: Meðhöndla á einkenni, aðallega lágþrýsting. Lyfhrif: Lífræn nítröt (þar á meðan glýserýl þrinítrat, ísósorbíð dínítrat og ísósorbíð mónónítrat) hafa öflug slakandi áhrif á slétta vöðva. Þau hafa mikil áhrif á slétta vöðva æða, en minni áhrif á slétta vöðva berkja, meltingarfæra, þvagrásar og legs. Lágur styrkur veldur slökun bæði slagæða og bláæða. Slökun bláæða veldur útlægri blóðsöfnun og leiðir tilminna bakflæðis frá bláæðum, minna miðíægs blóðrúmmáls og minna hleðslurúmmáls (fillng volume) og þrýstings. Hjartaútfall getur haldist óbreytt eða minnkað, sem afleiðing af minna bakflæði frá bláæðum. Blóðþrýstingur i slagæðum minnkar venjuleg a sem afleiðing af minna hjartaútfalli eða vegna slökunar slagæðlinga, eða af vö Idum hvors tveggja. Hjartsláttur eykst lítillega vegna lækkunar á þrýstingi í slagæðum. Nítröt geta valdið slökun á kransæðum utan á hjartavöðvanum (epicardium). Á undanbrnum árum hefur komið í Ijós hvernig slökun á sléttum vöðvum af völdum nít rata á sér stað í frumum. Nítrötin fara inn í frumur sléttra vöðva og þar eru þau klofin í ólífræn nítröt og á endanum í köfnunarefnisoxíð. Til að klofnunin geti átt sér stað þurfa súlfhýdrýl hópar að vera fyrir hendi, en þeir virðast fengnir frá amínósýrirni sýsteini. Köfnunarefnisoxíðið er afoxað enn frekar yfir í nítrósóþíól meðenn frekari milliverkunum við súlfhýdrýl hópa. Nítrósóþíól virkjar gúanýlat sýklasa í æðafrumum sléttra vöðva og myndar þar með hringlaga (cyclic) gúanósín móndosfat (cGMP). Siðara efnasambandið (cGMP) veldur siðan slökun sléttra vöðva með því að hraða losun kalsíums úr þessum frumum. Lyfjahvörf: Frásog: ísósorbið-5-mónóm'trat frásogast greiðlega úr meltingarveginum. Dreifing: Eftir inntöku venjulegrar töflu næst hámarksstyrkur í plasma eftir um það bil eina klst. Öfugt við ísósorbíð dínítrat verður ísósorbíð mónónítrat ekki fyrir umbroti við fyrstu umferð um lifur og aðgengi þess er 100%. Dreifingarrúmmál ísósorbíð mónónítrats er 40 lítrar og það er ekki umtalsvert prótein bundið. Útskilnaður: Ísósorbíð mónónitrat er umbrotið í óvirk umbrotsefni, þar á meðal ísósorbíð og ísósorbíð glúkúróníð. Lyfþhvörf eru óháð hjartabilun og skertri nýrna- eða lifrarstarfsemi. Aðeins 20% af ísósorbíð mónónítrati eru skilin út óbreytt í þvagi. Helmingunartími útskilnaðar er um4 - 5 klst. Lyf við hjartaöng Einu sinni á dag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.