Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2000, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.02.2000, Qupperneq 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDASIÐANEFND leitt í ljós að engin vísindaleg og/eða siðfræðileg sjón- armið mæli gegn því að rannsóknin sé gerð. Við göngum eftir því að aflað sé upplýsts samþykkis sem er óþvingað og að þátttakendur séu á engan hátt skuldbundnir rannsakendunum. Við viljum fá að vita hvernig rannsakendur nálgast þátttakendur, hvernig bréf til þeirra eru orðuð og þess háttar. Að sjálfsögðu göngum við úr skugga um að rannsóknin feli ekki í sér áhættu og sé ekki íþyngjandi fyrir þátttakendur og vegum það á móti ávinningi af rannsókninni. Síðast en ekki síst verður rannsóknin að standast sem vísindarannsókn. Skiptar skoðanir eru um það hvort við eigum að skipta okkur af vísindaþætti rann- sóknanna en við teljum það skyldu okkar að tryggja að rannsóknir standist lágmarkskröfur um vísinda- legt gildi. Að öðrum kosti er ekki forsvaranlegt að fólk taki þátt í þeim. Við leitum oft til sérfræðinga og fáum álit þeirra á rannsóknaráætlunum. Það teljum við nauðsynlegt, ekki síst þegar um er að ræða rann- sóknir á þröngu sérsviði eða lyfjarannsóknir. Petta er ekkert nýtt, fyrri nefndin gerði þetta líka. Við teljum þetta rétt því þótt nefndarmenn séu ágætlega að sér um vísindarannsóknir almennt og siðfræði þeirra þá eru margar rannsóknir svo sérhæfðar að álit sérfræð- inga hjálpar okkur að leggja mat á þær.“ Tryggingavernd og varðveisla upplýsinga „Þá má nefna að við göngum úr skugga um hvort þátttakendur í íhlutandi rannsóknum njóti trygginga- verndar. í þeim rannsóknum sem gerðar eru inni á stofnunum ber stofnunin ábyrgð á sjúklingum sem þar liggja. En þegar fólk er boðað til rannsóknar á stofnun sem leggur til aðstöðu en ber ekki að öðru leyti ábyrgð á rannsókninni þá þarf að ganga eftir því að þátttakendur séu tryggðir, ekki síst í lyfjarann- sóknum. í þeim tilvikum förum við fram á að trygg- ingaskírteini fylgi umsókn. Við förum fram á að heimild yfirlæknis til rann- sókna inni á stofnunum liggi fyrir. Þetta er gert til þess að tryggja rétt sjúklinga og þátttakenda í rann- sóknum. Stóru sjúkrahúsin í Reykjavík hafa nýlega gefið út reglur þar sem gerð er krafa um að allar rannsóknir hafi fengið samþykki forstöðulæknis við- komandi deildar og siðanefndar spítalans, Tölvu- nefndar og Vísindasiðanefndar, eftir því sem við á, svo og lækningaforstjóra og/eða hjúkrunarforstjóra þegar siðanefnd spítalans telur ástæðu til. Það er hlutverk Tölvunefndar að tryggja persónu- vemdina en við leggjum áherslu á að þátttakendum sé gert ljóst hvaða upplýsingum er safnað, hvemig sýni eru tekin og hvert þau fara. Flestar rannsóknir sem við höfum afskipti af eru samstarfsrannsóknir og þá þarf að vera Ijóst hvar rannsóknir eru gerðar og hvort upplýsingar og sýni fari á einn stað eða fleiri. Fyrir suma þátttakendur skiptir það máli hverjir gera rannsóknina og það þarf að koma fram í upplýsing- um til þeirra áður en þeir gefa samþykki sitt.“ Tvenns konar upplýst samþykki „Varðandi meðferð sýna þá gilda reglur Tölvunefnd- ar um varðveislu og förgun sýna eins og annarra heilsufarsupplýsinga. Við leggjum hins vegar áherslu á að ekki séu tekin sýni umfram það sem talist getur nauðsynlegt og að gerð sé grein fyrir því til hvers á að nota þau. Þegar erfðarannsóknir eiga í hlut þurfa rannsakendur að gera grein fyrir því hvort einungis séu tekin blóðsýni til DNA-rannsókna eða hvort nauðsynlegt sé að taka lifandi frumur til frekari rann- sókna. Þátttakandi þarf að samþykkja hvers konar sýni eru tekin og rannsakandi að halda skrá yfir þau og hvar þau eru rannsökuð. Þátttakendur velja milli tveggja gerða af upplýstu samþykki. A öðru veita þeir samþykki fyrir að upp- lýsingar og sýni séu geymd meðan rannsóknin stend- ur yfir og séu eingöngu notuð í þeirri rannsókn en eytt að henni lokinni. Hinn kosturinn er að upplýs- ingar og sýni séu geymd áfram og þau megi nota til frekari rannsókna, þó einungis að fengnu leyfi Tölvu- nefndar og Vísindasiðanefndar og fyrir viðbótinni þurfa að liggja vísindaleg og/eða læknisfræðileg rök. í mörgum tilvikum þarf þá að fá nýtt samþykki þátt- takenda fyrir rannsókninni. Þar eigum við þó eftir að móta reglur um það hvenær þarf nýtt upplýst sam- þykki þátttakenda og hvenær ekki. Ef nýja rannsókn- in er í eðlilegu framhaldi af þeirri fýrri og spurt er svipaðra spurninga þarf ekki endilega að fá nýtt upp- lýst samþykki þátttakenda. Ef farið er að spyrja nýrra spurninga sem ekki tengjast fyrri rannsókn hlýtur Vísindasiðanefnd að geta gert kröfu um að rannsak- endur afli nýs upplýsts samþykkis þátttakenda. Um þetta höfum við ekki margar fyrirmyndir því þetta er í mótun víða um lönd.“ Aukid eftirlit kallar á fleira starfsfólk Með nýju reglugerðinni sem sett var í sumar var nefndinni fært í hendur eftirlitshlutverk. „Okkur ber að fylgjast með því að framkvæmd rannsóknar sé í samræmi við það leyfi sem gefið hef- ur verið. Hins vegar erum við ekki búin að ræða til fulls hvernig við munum sinna þessu eftirlitshlut- verki.“ - Kallar það ekki á fleira starfsfólk? „Jú, við erum með mjög góðan starfsmann, Þor- varð Ámason líffræðing og siðfræðing, í hálfu starfi en ég er ekki viss um að menn hafi séð fyrir afleiðing- arnar af því að fela nefndinni þetta eftirlitshlutverk. Væntanlega munum við kalla á reglulegar fram- vinduskýrslur frá rannsakendum. Ef aukaverkanir koma fram ber þeim að láta okkur vita og það gera þeir líka. Samt þarf að minna rannsakendur á að ef þeir hyggjast gera einhverjar breytingar á rannsókn- aráætluninni þá verður að fá leyfi til þess. Það er svo óútkljáð mál hvort við förum í vett- vangskannanir eða sinnum eftirliti á annan hátt.“ Læknablaðið 2000/86 131
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.