Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2000, Qupperneq 70

Læknablaðið - 15.02.2000, Qupperneq 70
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GÖMUL LÆKNISRÁÐ Hrein er hundstungan Hallgerður Gísladóttir skrifar Norðfirskir hundar fylgjast með Jóni Friðrikssyni í Seldal dengja Ijá. Mér er minnisstæð saga sem móðir mín sagði mér frá því er hún var barn á Vestdalseyrinni við Seyðis- fjörð eystra. Grasa Þórunn, svo kölluð vegna grasa- lækninga sinna, dvaldi þar, gömul kona, hjá dóttur sinni, en dótturdóttir Þórunnar var aftur á líku reki og mamma og þær léku sér saman. Einu sinni komu þær inn, svangar eftir leik, og góð og mikil matarlykt dró þær inn í eldhúsið þar sem var fullt fat af heitu kjöti. „í guðanna bænum ekki snerta, þetta er hund- ur,“ hrópaði húsmóðirin þegar þær nálguðust fatið. Hún hafði verið að sjóða hund fyrir Þórunni sem hugðist nota flotið af honum í græðismyrsl, en Þór- unn var meðal annars þekkt fyrir að græða brunasár fljótt og vel. Þegar ég skoðaði svör við spurningaskrá um hundinn sem send var út frá þjóðháttadeild árið 1987 kom í ljós að margir sem svöruðu könnuðust við að hundafeiti væri notuð til lækninga. Um það voru heimildir úr öllum landshlutum en minnst af Suðurlandi. Hafi Sunnlendingar staðið í því að sjóða hunda sína til flots, þá virðist það hafa verið úr sögunni fyrir 100 árum síðan. Þeir 70 sem svör- uðu skránni voru flestir fæddir í blábyrjun 20. ald- ar. Nefnt var að það hefði komið fyrir að hundum væri slátrað eingöngu vegna þess að hundafeiti vantaði og að mergurinn úr beinunum hefði þótt alveg sérlega kröftugur í lækningaskyni. Eitt af því sem þurfti að vera til á sumum bæjum voru dósir eða öskjur með hundafeiti til að grípa til þegar á þurfti að halda. „Fram yfir 1930 var alltaf til hunda- feiti á bænum,“ skrifaði skagfirskur heintildar- maður. Eyfirðingur segir: „Það er engin fjarlæg þjóðsaga að hundafeiti væri notuð til lækninga og það fram á þessa öld. Mig minnir að ég heyrði eða læsi frásögn um að Hallgrímur Jónasson kennari, landskunnur mað- ur, væri læknaður af hnémeiðslum þegar hann var barn, með því að vefja hundsnetju um hnéð og láta það sitja þannig einhverja daga. Þá var hundafeiti borin á mar og alls konar meiðsli og ég þekkti kon- ur, sem vitað var að áttu alltaf hundafeiti til alls konar lækninga.“ Og Austfirðingur skrifar eftir- farandi: „Bróðir minn var á Hvanneyri um 1920. Þar var þá lógað hundi sem bústjórinn fláði, setti kjötið í pott og sauð. Sagði bústjórinn að hunda- feiti væri sá besti áburður sem hægt væri að fá við útvortis meinsemdum og þrautum.“ Sumir nefndu tófumör eða tófufeiti í sama bili til dæmis að setja ætti hundsnetju eða tófumör við liði sem væru að kreppa. Einn heimildarmanna þekkti dæmi um að tófumör hefði virkað á slík bágindi, en tófur og hundar eru náskyld dýr. Þá var nefnt að tófuhár hefði þótt gott við kuldabólg- um. Algengast var að hundafeitin væri gigtaráburð- ur, en hún var einnig borin á bólgur, tognun, æða- hnúta og ýmis konar sár, til dæmis legusár og brunasár og notuð sem handáburður. Hundafeiti var líka notuð til að græða sár og meiðsli á hestum. Hrátjara var soðin saman við hundafeiti til að bera á bólgur en vallhumall þegar gera átti græðikrem. Alþekkt var að sjóða græðismyrsl úr vallhumli, en algengast mun hafa verið að nota ósaltað smjör í vallhumalssmyrsl. Þá var nefnd sú saga að fólk hefði læknast af holdsveiki þegar volgt nýflegið hundsskinn hefði verið lagt á kaunin með holdrosann að. Frá lækn- ingu af þessu tagi er sagt í bókinni Úr byggðum Borgarfjarðar eftir Kristleif Þorsteinsson (2. hefti bls. 315). Skinn voru annars oft flegin af hundum í gamla daga verkuð og höfð til ýmissa þarfa. Þykja þau afar teygjanleg og þess vegna mun orðtakið að „vera eins og útspýtt hundsskinn" vera til orðið um þann sem hefur verið togaður og teygður til hins ýtrasta. Hundsskinn þóttu sérlega góð til að hafa innan klæða við gigtarbletti og eins voru þau oft höfð undir reiðingum á hestum til að varna særi. „Hrein er hundstungan“ eða „heilnæm er hundstungan“ eru þekkt orðtök og enn algengara er „kattartungan særir en hundstungan græðir“ enda vita þeir sem hafa umgengist þessi dýr að kattartunga er snörp en hundstunga mjúk. Margir hafa hneykslast á þeim sögum að í gamla daga hafi hundar verið látnir sleikja aska og hugsað með 140 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.