Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2000, Page 74

Læknablaðið - 15.02.2000, Page 74
Hádegisfundir Lífeðlisfræðistofnunar Fimmtudaginn 3. febrúar klukkan 12:05-13:00 í kaffistofu á 5. hæð í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16: Jón Ólafur ísberg, sagnfræðingur ræðir um: Dr. Peter Anton Schleisner lækni og afstöðu íslendinga til danskra lækna sem störfuðu á íslandi á 19. öld. Fimmtudaginn 10. febrúar klukkan 12:05-13:00 í kaffistofu á 5. hæð í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16. Ásbjörn Sigfússon læknir ræðir um: klæðskerasaumaðar þjónusturannsóknir. Allir velkomnir XIV. þing Félags íslenskra lyflækna FÉLAG ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Þing Félags íslenskra lyflækna, hið XIV. í röðinni verður haldið á Egilsstöðum dagana 9.-11. júní næstkomandi. Á þinginu verður að venju frjáls erindaflutningur og kynning á veggspjöldum auk þess sem vænta má gestafyrir- lesara. Skilafrestur fyrir ágrip erinda og veggspjalda er 15. apríl. Höfundar taki strax fram: • Hvort þeir óska eftir að flytja erindi eða birta veggspjald • Hvaða útbúnað þeir óska eftir að nota við flutning erindis og hvort þeir hafi útbúnað meðferðis, svo sem fistölvur, og þá hvaða Frágangur ágripa verði eftirfarandi: titill, nöfn höfunda, nafn flytjanda feitletrað, vinnustaðir með tilvísun til höf- unda, inngangur, efniviður og aðferðir, niðurstöður, ályktanir. Semja þarf sérstaklega um birtingu mynda og grafa. Hámarkslengd ágrips er 1800 letureiningar (characters). Ágrip skal senda í tölvupósti sem viðhengi til framkvæmdastjóra þingsins Birnu Þórðardóttur: birna@icemed.is Ágrip sem ekki er unnt að senda rafrænt sendist á disklingi með útprenti til Birnu Þórðardóttur, Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi. Þau ágrip erinda og veggspjalda sem stjórn Félags íslenskra lyflækna samþykkir verða Pirt í Fylgiriti Læknablaðs- ins sem kemur út í byrjun júní. Tilhögun þingsins, skráning og pantanir verða auglýstar nánar síðar. Aldamóta AstraZeneca dagur! 4. mars Aö venju verður hinn árlegi fræðslu- og fagnaðardagur heimilislækna haldinn á Hótel Loftleið- um fyrsta laugardag í mars, það er hinn fjórða. Öldrunarlæknar eru einnig hjartanlega velkomnir. AstraZeneca dagurinn er sem fyrr skipulagður af FÍH og AstraZeneca. Yfirskrift dagsins er þéttbýli/dreifbýli. Dagskráin hefst að venju klukkan 9:00 með tveggja klukkustunda almennum fundi þar sem meginatriði grunnþjónustunnar í heilbrigðiskerfinu verða krufin. Að því loknu verður boðið upp á þríþætta dagskrá, á þremur stöðum samtímis, fram að almennum fundi milli 16:00 og 17:00. Nánari dagskrá verður send læknum sérstaklega. Fræðslunefnd FÍH AstraZeneca 144 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.