Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2001, Side 10

Læknablaðið - 15.10.2001, Side 10
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN fram í fjölmörgum erlendum rannsóknum eins og Davíð og félagar benda á í grein sinni. Loks hníga öll rök að því að við fylgjum alþjóðlegum ráðleggingum um endurlífganir sem fullyrða má að hvfli á vandaðri og gagnrýninni yfirvegun á tiltækum rannsóknar- niðurstöðum á hverjum tíma. Alþjóðlegt samstarf í þessum efnum hefur borið ríkulegan ávöxt. Prátt fyrir það sem að ofan er sagt er mikið starf óunnið bæði í hagnýtingu þeirrar tækni og þeirrar þekkingar sem þegar eru fyrir hendi og í rannsóknum á óleystum vandamálum. Frá því kallað er eftir hjálp, sem að sjálfsögðu verður að gerast strax, þar til gefið er rafstuð mega helst ekki líða meira en fimm mínút- ur og inni á sjúkrahúsum hefur markið verið sett við þrjár mínútur. Lífslíkur minnka um 10% við hverja mínútu sem líður. Rafvendingartæki þurfa að vera víðar og þau þurfa að vera ofureinföld í notkun. Ýmsa hlekki þarf að treysta, til dæmis vakna spurn- ingar um tækjabúnað og þjálfun á ýmsum heilbrigðis- stofnunum þar sem tíðni hjartaáfalla er meiri en á stöðum sem fjölfarnari eru. Algengustu mistök sem gerð eru við endurlífgun snerta annars vegar forystu eða leiðtogahlutverk á vettvangi og hins vegar tækni í framkvæmd (9). Á sjúkrahúsum eru oft of margir á staðnum (hik í forystu) en mistök við barkaþræðing- ar eru algengust tæknilegra vandamála. Röng notkun rafvendingartækja er einnig algeng, til dæmis að stillt sé á samhæfingu við QRS-bylgjur (synchronization) í sjúklingum sem eru með sleglatif og hafa því engar QRS-bylgjur, eða önnur mistök eru gerð við stillingu tækis. í nýlegri alþjóðlegri yfirlýsingu er kallað eftir stór- auknum grunnrannsóknum til að unnt sé að þróa meðferðarmöguleika sem draga úr blóðþurrðaráhrif- um í líkamanum í heild (whole body ischemia) en einkum þó í heila (10). Of oft hafa sjúklingar heila- skemmdir eftir endurlífgun sem tekist hefur vel að öðru leyti. í ofangreindri yfirlýsingu er vakin á því at- hygli að meiri og dýpri skilning vanti á grunnþáttum frumusköddunar við blóðþurrð og endurflæði (re- perfusion injury). Pví þarf meiri rannsóknir á ýmsum sviðum grunnvísinda sem snerta mörg líffærakerfi þótt hjarta, blóðrás og taugakerfi verði áfram ofar- lega á blaði. Mikilvægum spurningum er ósvarað varðandi möguleika á því að vernda frumur við blóð- þurrð í líkamanum öllum og að koma starfsemi þeirra aftur í gang. Við þurfum að skilja betur sam- eindalíffræðilegar forsendur vefjadvala (hiberna- tion), og þess hvernig blóðþurrð eða annað álag á frumur býr þær undir annað og meira álag (precon- ditioning) og svo má lengi telja. Glíman við slíkar spurningar tekur okkur inn á svið boðkerfa í frum- um, jónaganga og tjáningu gena við mismunandi að- stæður. Óhætt er því að fullyrða að framfarir á sviði endurlífgunar byggjast bæði á markvissri hagnýtingu þeirrar þekkingar og tækni sem við búum þegar yfir, sem felur ekki síst í sér fræðslu meðal heilbrigðis- starfsmanna og almennings, og rannsóknum á mörg- um sviðum hagnýtra fræða og grunnvísinda því enn vantar okkur dýpri skilning á mörgum þáttum þessa flókna viðfangsefnis. Heimildir 1. Baskett PJF. The reuscitation greats. Peter J. Safer, the early years 1924-1961, the birth of CPR. Resuscitation 2001; 50: 17- 22. 2. Kouwenhoven W, Jude JR, Knickerbocker GG. Closed-chest cardiac massage. JAMA 1960; 173:1064-7. 3. Safar P, Brown TC, Holtey WH. Ventilation and circulation with closed chest massage in man. JAMA 1961; 176: 574-6. 4. American Heart Association. Guidelines 2000 for cardiopul- monary resuscitation and emergency cardiovascular care. Circulation 2000; 102/Suppl: 11-1384. 5. Cummins RO, Ornato JP, Thies WH, Pepe PE. Improving survival from sudden cardiac arrest: the “chain of survival” concept: a statement for health professionals from the Ad- vanced Cardiac Life Support Subcommittee and the Emer- gency Cardiac Care Committee, American Heart Association. Circulation 1991; 83:1832-47. 6. Sigurðsson G, Þorgeirsson G. Sérhæfð endurlífgun utan sjúkra- húsa á Reykjavíkursvæðinu 1991-1996. Læknablaðið 2000; 86: 669-73. 7. Hallstrom A, Cobb L, Johnson E, Copass M. Cardiopulmo- nary resuscitation by chest compression alone or with mouth- to-mouth ventilation. N Engl J Med 2000; 342:1546-53. 8. Arnar DO, Gizurarson S, Baldursson J. Viðhorf íslendinga til framkvæmdar endurlífgunar utan sjúkrahúss. Læknablaðið 2001; 87:777-80. 9. Eisenberg MS, Mengert TJ. Cardiac resuscitation. N Engl J Med 2001; 344:1304-13. 10. Weil MH, Becker L, BudingerT, Kern K, Nichol G, Shechter I, et al. International statement. Post resuscitative and initial utility in life saving efforts (pulse). A workshop executive summary. Resuscitation 2001; 50: 23-5. 774 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.