Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR L R Vetrarstarf Læknafélags Reykjavíkur 2001 -2002 Ólafur Þór Ævarsson Höfundur er sérfræðingur í geðlækningum og formaður Læknafélags Reykjavíkur. Samningagerð og samvinna við Tryggingastofnun ríkisins Samninganefnd Læknafélags Reykjavíkur (LR) hefur starfað ötullega undir forystu Þórðar Sverris- sonar augnlæknis og er stöðugt í mikilli samvinnu við samninganefnd Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og starfsmenn heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta. Veru- legur árangur hefur náðst í kjaramálum en auk hefð- bundinnar samningagerðar hefur skapast góð sam- vinna LR og TR um skipulagningu þessa mikilvæga hluta heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Þessi starf- semi tekur sífellt breytingum eftir þörf sjúklinga, með breyttum meðferðarmöguleikum og nýjungum í læknisfræði. Hlustað hefur verið á fagleg rök og ráðleggingar læknanna í samninganefndinni og einnig hefur verið haft samráð við lækna úr hinum ýmsu sérgreinum. Vekur það athygli innan stjórn- kerfisins hve vel starfsemi sérfræðinga utan spítala er skipulögð og kostnaðargreining skýr. Samstarf þetta hefur vaxið stig af stigi síðustu árin og hefur verið far- sælt og kemur það ekki á óvart þar sem læknamir sjálfir sem starfa í þessu kerfi og best þekkja til starf- seminnar hafa í vaxandi mæli haft áhrif til að skipu- leggja þjónustuna. Mikilvægt er að tryggja áfram- haldandi faglegt samstarf milli veitenda og greiðanda heilbrigðisþjónustunnar með þessum hætti og leyfa þessu einstaka samstarfi að þroskast áfram því hér er um spennandi nýjung að ræða við skipulagningu í heilbrigðiskerfinu sem líkleg er til að tryggja fagleg gæði og jafnframt hagkvæmni í rekstri. Fræðsla fyrir almenning Síðastliðna tvo vetur hafa læknar LR boðið almenn- ingi til fræðslu um margvísleg heilsufarsvandamál. Hátturinn hefur verið sá að almenningi hefur verið boðið í húsakynni lækna í Hlíðasmára 8 og fær þar tækifæri til að ræða við sérfræðing og leggja fyrir hann spurningar. Margir læknar hafa tekið þátt í fræðslunni og haldið vönduð erindi sem gestirnir hafa kunnað vel að meta. Þó hafa gestirnir verið ánægðastir með umræður og fyrirspurnir. Þessir fundir verða að jafnaði tvisvar í mánuði í vetur á fimmtudagskvöldum kl. 20. Ástæða er til að hvetja læknanema og heilbrigðisstéttir til að mæta. Sérstaka ánægju vekur að í vetur verður samvinna við sjón- varpsstöðina Skjá einn og Sigríði Arnardóttur sem stýrir hinum vinsæla sjónvarpsþætti Fólk með Sirrý á miðvikudagskvöldum. í þætti sínum fjallar hún oft um heilsufarsvandamál og mun fá til sín lækna til viðræðna en þeir fjalla síðan um efnið á fræðslufundi LR kvöldið eftir. Fjölmidlaþjálfun lækna Læknar þurfa að geta greint frá fræðum sínum á skiljanlegan hátt og segja frá niðurstöðum vísinda- rannsókna. Þá þurfa þeir stundum að greina frá líðan sjúklinga. Einnig er mikilvægt að læknar taki þátt í umræðu um heilbrigðismál á opinberum vettvangi og í fjölmiðlum. Stjórn LR telur mikilvægt að auka leikni meðal lækna til að koma fram í fjölmiðlum og hefur því fengið hina þekktu fjölmiðlakonu Elínu Hirst til að halda námskeið fyrir lækna og þjálfa þá. Námskeið fyrir lækna um fundarsköp Læknasamtökin eru fjölmenn, lýðræðisleg samtök og mikilvægir þættir félagsstarfsins, svo sem stefnu- mörkun og ákvarðanir í veigamiklum málum, eru af- greiddir á fundum. Nauðsynlegt er fyrir félagsmenn að hafa góða færni í fundarsköpum. Stjórn LR mun standa fyrir námskeiðum í fundarsköpum og fundar- stjórn fyrir félagsmenn sína í vetur. Fræðslu- og skemmtikvöld LR fyrir lækna og maka þeirra Fræðslu- og skemmtikvöld hafa verið haldin á vegum LR síðastliðna þrjá vetur, að jafnaði einu sinni á misseri. Þau eru þannig skipulögð að fyrst er fræðsla um læknisfræðilegt efni. þá fróðleikur um eitthvað alveg ótengt læknisfræðinni og að lokum samvera og máltíð. Síðastliðið vor var farið í heimsókn á Heilsu- gæslustöð Miðbæjar þar sem Margrét Georgsdóttir yfirlæknir tók á móti og kynnti starfsemi stöðvarinn- ar. Síðan var gengið um miðborgina undir leiðsögn og skoðaðar fornminjar og hús. Loks var sest til borðs á krá og áttu þar læknar á öllum aldri og úr hinum ólíkustu sérgreinum góða stund saman ásamt mök- um. Skapast hefur sú hefð að sá læknir sem stendur fyrir fræðslu kvöldsins skorar á þann sem næst á að fræða. Margrét skoraði á Runólf Pálsson nýrnasér- fræðing að kynna nýjustu tækni gervinýrans. Ánægju- legt er að eldri læknar sem hættir eru störfum hafa verið duglegir að mæta og gaman væri ef fleiri ung- læknar kæmu með. Til íhugunar Stjórn LR vill beita sér fyrir umræðu meðal lækna og víðar um eftirfarandi mál í vetur. Fulltrúar félagsins munu meðal annars leggja fram ályktunartillögur og vekja umræðu á þessunt málum á aðalfundi LÍ dag- ana 12.-13. október. 1. Frá sameiningu sjúkrahúsanna hefur myndast tímabil sem einkennst hefur af óvissu og skorti á faglegri forystu. Mikilvægt er að fagleg ábyrgð og 820 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.