Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 69
11. Eru óhöpp/slys skráð og rædd? 12. Er tilkynnt um vinnuslys til Vinnueftir- litsins, eftir settum reglum? Ofangreindar spurningar eru úr heftinu Vinnuvernd (4) og tekur ekki nema nokkrar mínútur að spyrja fólk þeirra. Virkur áróður lækna fyrir því að slysvarnir séu í hávegum hafðar er mikilvægur og vil ég hvetja lækna til að nota Vinnuvemdarvikuna 2001,14. til 20. október til þess að verða upphaf að nýrri baráttu gegn vinnuslysum undir kjörorðun- um: Vinnuslys eru engin tilviljun. Heimildir 1. Froom P, Melamed S, Kristal-Boneh E, Gofer D. Ribak J. Industrial accidents are related to relative body weight: the Israeli CORDIS study. Occ Envir Med 1996; 53:832-5. 2. Webb GR, Redman S, Hennrikus DJ, Kelman GR, Gibberd RW, Sanson-Fisher RW. The relationships between high-risk and problem drinking and the occurrence of work injuries and related absences. J Stud Alcohol 1994; 55: 434-46. 3. Hsiao H, Simeonov P. Preventing falls from roofs: a critical review. Ergonomics 2001; 44: 537-61. 4. Bergmann H. Vinnuvernd. 3. útgáfa. Endurskoðun: Stefánsdóttir HK. Reykjavík: Vinnueftirlit ríkisins; 2000. Vancouver-hópurinn lýsir áhyggj- um af þrýstíngí hagsmunaaðila á vísindamenn Eins og flestir lesendur Læknablaðsins vita lýtur útgáfa vísindarita á sviði læknis- fræði og lífvísinda ströngum reglum sem eiga að tryggja áreiðanleika þeirra upplýs- inga sem þau birta. Þessar reglur eru kenndar við Vancouver-hópinn en í honum eiga sæti ritstjórar margra virtustu lækna- blaða heims. Þeirra á meðal eru ritstjórar danska og norska læknablaðsins. Reglurnar sem þessi hópur gefur út nefnast Uniform Requirements for Manu- scripts Submitted to Biomedical Journals: writing and editing for biomedical publi- cation. Þær eru í stöðugri endurskoðun og þær reglur sem nú er farið eftir eru frá því í maí árið 2000. í sumar hefur hópur- inn unnið að endurskoðun reglnanna og í september birtist leiðari samtímis í 11 helstu læknablöðum heims þar sem hóp- urinn lýsir áhyggjum yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað á sviði rannsókna í lífvísindum. Ahyggjuefni hópsins er fyrst og fremst sá þrýstingur sem fyrirtæki og hags- munaaðilar beita þá sem standa fyrir víð- tækum og mikilvægum rannsóknum. Rit- stjórarnir segjast ekki hafa áhuga á að birta greinar og niðurstöður rannsókna nema tryggt sé að rannsakendur hafi not- ið óskoraðs sjálfstæðis og að þeir hafi ekki verið beittir þrýstingi frá þeim sem fjármagna rannsóknirnar. I leiðaranum er því meðal annars haldið fram að æ harðari samkeppni há- skólasjúkrahúsa og rannsóknarstofa hafi leitt til þess að í mörgum tilvikum hafi fyrirtæki sem fjármagna rannsóknir getað sett rannsakendum skilyrði um það hvernig þeir hagi rannsóknum sínum, „skilyrði sem ekki eru alltaf í sem bestu samræmi við hagsmuni vísindamanna og þátttakenda í rannsóknum eða vísindun- um til framdráttar. ... Þessi skilyrði mis- bjóða sjálfsvirðingu vísindamanna, en margir hafa þó gengið að þeim vitandi að ef þeir neituðu gætu kostendur fundið einhverja aðra sem væru tilbúnir að ganga að skilyrðunum. ... Hér er ekki einvörðungu um fræðilegan vanda að ræða því nokkur slík tilvik hafa litið dags- ins ljós á síðustu árum og okkur grunar að mun fleiri hafi átt sér stað í kyrrþey,“ segir í leiðaranum. Þessi leiðari vakti töluverða athygli og var meðal annars birtur í heild sinni á forsíðu Washington Post 5. ágúst síðast- liðinn. Leiðarinn mun birtast í næsta hefti Læknablaðsins. Þegar nýjar og endur- skoðaðar reglur liggja fyrir, væntanlega einhvern tímann á næstu mánuðum, verða þær einnig birtar hér í blaðinu. Þeir sem vilja kynna sér störf Van- couver-hópsins - sem opinberlega ber heitið The International Committee of Medical Journal Editors - geta gert það með því að heimsækja vefsetur hans en slóðin þangað er: www.icmje.org -ÞH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.