Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2001, Side 74

Læknablaðið - 15.10.2001, Side 74
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ALÞJÓÐASAMSKIPTI Þýskír þingmenn í heimsókn hjá Læknafélagi íslands Frá fundi þýsku þingmannanefndarinnar með forystumönnum Lœknafélags íslands. Á HAUSTJAFNDÆGRUM KOM ÞÝSK ÞINGMANNANEFND í heimsókn til Læknafélags Islands. Erindi hennar var að afla upplýsinga um þróun mála á sviði læknis- fræðirannsókna og meðhöndlunar hér á landi. Átti nefndin fund með Sigurbirni Sveinssyni formanni og Jóni G. Snædal varaformanni LI ásamt Tómasi Zoéga formanni stjórnar Siðfræðiráðs LI. Nefnd þessi er það sein kallað er rannsóknarnefnd, en þær eru skipaðar af þýska sambandsþinginu til að vera þingmönnum til ráðgjafar. Er hlutverk þeirra að safna saman, vinna úr og skilgreina vísindalegar upp- lýsingar um flókin viðfangsefni sem þingmenn þurfa að taka afstöðu til. Verksvið þessarar nefndar er laga- setning og siðfræði í læknavísindum nútímans. Var hún skipuð vorið 2000 og gert að skila lokaskýrslu til þingsins næsta vor. í nefndinni eiga sæti 13 þingmenn frá öllum flokk- um sem fulltrúa eiga á þýska sambandsþinginu en formaður hennar er læknirinn dr. Wolfgang Wodarg sem er þingmaður fyrir jafnaðarmenn. Með nefnd- inni starfa svo jafnmargir sérfræðingar: læknar, vís- indamenn, lögfræðingar, guðfræðingar, heimspek- ingar og félagsvísindamenn. Nefndin hefur skipað þrjá þemahópa sem fjalla um afmörkuð svið, einn fjallar um æxlunarfræði og fósturvernd, annar um nýjar aðferðir í sjúkdómsgreiningu og meðferð og sá þriðji um erfðafræðiupplýsingar. Nefndin kom til Islands frá Bretlandi en tilgangur ferðarinnar var að afla upplýsinga um núverandi stöðu og framtíðarhorfur á sviði læknisfræðirann- sókna og meðhöndlunar, setja sig inn í lagasetningu og pólitíska umgjörð slíkrar starfsemi og fá innsýn í umræður almennings og vísindasamfélagsins um sið- fræðileg og félagsleg álitaefni. Auk fulltrúa lækna hittu nefndarmenn að máli þingmenn, sérfræðinga, vísindamenn og fulltrúa ríkisstjórnar, fyrirtækja, skóla og hagsmunahópa. Að sögn læknanna sem fundinn sátu með þýsku þingmönnunum höfðu þeir einkum áhuga á að fræð- ast um afstöðu LÍ til starfsemi Islenskrar erfðagrein- ingar og lagasetningar um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði. -ÞH Seretide Diskus GlaxoSmithKline, R 03 AK 06 R.B Innúöaduft (duft í afmældum skömmtum til innúöunar meö Diskus- tæki). Hver afmældur skammtur inniheldur: Salmeterolum INN, xínafóat 72,5 mikróg samsvarandi Salmeterolum INN 50 mikróg og Fluticasonum INN, própiónat 100 mikróg, 250 mikróg eöa 500 míkróg. Ábendingar: Seretide er ætlað til samfelldrar meöferöar gegn teppu í öndunarvegi, sem getur gengiö til baka, þ.m.t. astma hjá börnum og fullorðnum, þar sem samsett meöferð (berkjuvíkkandi lyfs og barkstera til innöndunar) á viö s.s.: Hjá sjúklingum sem svara viöhaldsmeöferð með langvirkandi berkjuvikkandi lyfjum og barksterum til innöndunar. Hjá sjúklingum sem hafa einkenni þrátt fyrir aö nota barkstera til innöndunar. Hjá sjúklingum á berkjuvikkandi meöferð, sem þurfa barkstera til innöndunar. Skammtar og lyfjagjöf: Lyfið er eingöngu ætlaö til innöndunar um munn. RáOlagöirskammtar fyrir fulloröna og börn eldri en 12ára:Enn skammtur (50 mikróg+100 mikróg, 50 mikróg+250 mikróg eöa 50 mikróg+500 míkróg) tvisvar á dag. Scrstakirsjúklingahópar. Ekki þarf að breyta skömmtum hjá öldruöum eða sjúklingum meö skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. SkammtastœrOir handa börnum 4 ára og eldri: Einn skammtur (50 mikróg salmeteról og 100 míkróg flútikasónprópiónat) tvisvar á dag. Ekki eru til upplýsingar um notkun lyfsins hjá börnum yngri en 4 ára. Frábendingar: Þekkt ofnæmi gegn einhverjum af innihaldsefnum lyfsins. Varnaöarorö og varúöarreglur: Meöferö á teppu í öndunarvegi, sem getur gengiö til baka, ætti venjulega aö fylgja áfangaáætlun og svörun sjúklings ætti aö meta út frá klinískum einkennum og iungnaprófum. Lyfiö er ekki ætlaö til meðhöndlunar á bráöum einkennum. I slikum tilfellum ætti aö nota stuttverkandi berkjuvíkkandi lyf (t.d. salbútamól) sem sjúklingar ættu ávallt aö hafa viö höndina. Milliverkanir: Jafnvel þótt litiö finnist af lyfinu i blóði er ekki hægt aö útiloka milliverkanir viö önnur efni sem bindast CYP 3A4. Foröast ber notkun bæði sérhæföra og ósérhæfðra betablokka hjá sjúklingum meö teppu i öndunarvegi, sem getur gengiö til baka, nema aö þörfin fyrir þá sé mjög brýn. Meöganga og brjóstagjöf: Notkun lyfja hjá þunguöum konum og hjá konum með barn á brjósti ætti einungis aö íhuga þegar væntanlegur hagur fyrir móöur er meiri en hugsanleg áhætta fyrir fóstur eöa barn. Þaö er takmörkuð reynsla af notkun á salmeterólxínafóati og flútikasónprópiónati á meögöngu og viö brjóstagjöf hjá konum. Viö notkun hjá þunguðum konum skal ávallt nota minnsta virka skammt. Aukaverkanir: Þar sem lyfið inniheldur salmeteról og flútikasónprópiónat má búast viö aukaverkunum af sömu gerö og vægi og af hvoru lyfinu fyrir sig. Ekki eru nein tilfelli frekari aukaverkana þegar lyfin eru gefin samtímis. Hæsi/raddtruflun, erting i hálsi, höfuöverkur, sveppasýking i munni og hálsi og hjartsláttarónot sáust hjá 1 -2% sjúklinga viö kliniskar rannsóknir. Eftirtaldar aukaverkanir hafa veriö tengdar notkun salmeteróls eöa flútikasón- própíónats: Salmeteról: Lyfjafræöilegar aukaverkanir beta-2-örvandi efna, svo sem skjálfti, hjartsláttarónot og höfuöverkur hafa komið fram, en hafa yfirleitt verið tímabundnar og minnkaö viö áframhaldandi meöferö. Algengar (>1%): Hjarta- og œOakerfi: Hjartsláttarónot, hraötaktur. Miötaugakerfi: Höfuðverkjur. Stoökerfi: Skjálfti, vöövakrampi. Sjaldgæfar(<0,1%): Almennar: Ofnæmisviðbrögð, þ.m.t., bjúgur og ofsabjúgur (angioedema). Hjarta-og œöakerfi: Hjartsláttaróregla t.d. gáttatif (atrial fibrillation), gáttahraötaktur og aukaslög. Húð:Ofsakláöi, útbrot Efnaskifti: Kaliumskortur i blóði. Stoökcrfi: libverkpr, vöövaþrautir. Flútikasónprópiónat Algengar(>1%); Almennar. Hæsi og sveppasýking i munni og hálsi. Sjaldgæfar(<0,1%): Húö: Ofnæmisviöbrögöum i húö. Öndunarvegur. Berkjukrampi. Hægt er aö minnka likurnar á hæsi og sveppasýkingum meö því aö skola munninn meö vatni eftir notkun lyfsins. Einkenni sveppasýkingar er hægt aö meöhöndla meö staöbundinni sveppalyfjameðferö samtimis notkun innöndunarlyfsins. Eins og hjá öörum innöndunarlyfjum getur óvæntur berkjusamdráttur átt sér staö meö skyndilega auknu surgi eftir innöndun lyfsins. Þetta þarf aö meöhöndla strax með skjót- og stuttverkandi berkjuvikkandi lyfi til innöndunar. Hætta veröur notkun strax, ástand sjúklings skal metiö og hefja aöra meðferð, ef þörf krefur. Pakkningar og verö: Diskus - tæki. Innúöaduft 50 míkróg + 100 mikróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Innúðaduft 50 mikróg + 250 míkróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Innúðaduft 50 mikróg + 500 mikróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Seretide 50/100: 6.008 krónur, Seretide 50/250: 7.532 krónur, Seretide 50/500:10.045 krónur. 24.04.01 Tilvitnun 1: KR Chapman, N Ringdal Et al. Can. Respir. J. 1999; 6 (1): 45-51. Tilvitnun 2: G Shapiro ft aL, Am. J, Respir. CriLCare Med. 2000; 161: 527-534. 'GlaxoSmithKline Þverholti 14 • 105 Reykjavik • Simi 530 3700 • www.gsk.is 838 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.