Læknablaðið - 15.03.2003, Síða 16
FRÆÐIGREINAR / ÞÉTTNI KALKKIRTLAHORMÓNS
Inngangur
Kalkkirtlahormón (parathyroid hormone, PTH) er
84 amínósýru peptíð sem framleitt er í kalkkirtlunum
og leikur stórt hlutverk í stjórnun á kalk- og bein-
efnaskiptum líkamans. Beint og óbeint eykur það
styrk jónaðs kalsíums í utanfrumuvökvanum og örv-
ar myndun l,25-(OH)2-vítamín D í nýrum. Seytun og
framleiðslu PTH er hins vegar stjórnað af kalsíum og
l,25-(OH)2-vítamín D með neikvæðri afturvirkni (1).
Virkt form PTH í blóði er 1-84 peptíðið, PTH(1-
84), með helmingunartíma um tvær mínútur. Niður-
brotsefni af mismunandi lengd verða annaðhvort til
vegna niðurbrots á virka forminu inni í kalkkirtlun-
um eða úti í vefjum líkamans og er eitt formið PTH
(7-84). Deilt hefur verið um hvort hin ýmsu niður-
brotsefni PTH hafi einhverja líffræðilega virkni (2-8).
Nýlegar rannsóknir á rottum benda til að PTH(7-84)
hamli eða mótvirki PTH(l-84) (9, 10) þó enn sé
óljóst með hvaða hætti og hvort það sé einnig í mönn-
um (11). Niðurbrotsefnin síast út í gauklum nýrna og
eru brotin niður í amínósýrur í píplunum. Skert
nýrnastarfsemi getur því haft áhrif á uppsöfnun þess-
ara brota (12-14). Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á
hækkun PTH með aldri og versnandi nýrnastarfsemi
(15) en hins vegar hefur ekki verið kannað hvort það
er virka formið sem eykst eða ekki. Einnig höfum við
og aðrir sýnt fram á jákvæða fylgni PTH við þyngd
(15,16).
Fyrir 1988 voru mælingar á PTH mjög ónákvæm-
ar. Auk þess að mæla PTH(l-84) mældu þær líka
mjög mikinn hluta niðurbrotsefna þess. Um það leyti
komu fram nýjar ónæmisfræðilegar aðferðir sem not-
ast við tvö mismunandi mótefni (17-20). Annað binst
karboxýlenda PTH ásamt epitópum í miðhlutanum
og hitt binst amínóendanum. Dæmi um bindistaði
einnar hefðbundinnar mæliaðferðar er svæði sem
svarar til amínósýra 55-64 og annað sem svarar til
amínósýra 26-32. Þessar aðferðir voru taldar greina
eingöngu PTH(l-84) og kallaðar heildar-PTH (intact
PTH) aðferðir. Nú hefur hins vegar verið sýnt fram á
að þessar mæliaðferðir greina líklega ýmis stærri um-
brotsefni PTH, að öllum líkindum mest PTH(7-84)
(9,13,14,21). Mismunandi heildar-PTH mælingarað-
ferðir virðast einnig greina mismikið af niðurbrots-
efnum PTH(l-84) (13). Ný aðferð hefur nú komið
fram sem er talin mæla aðeins PTH(l-84) og nefnd
virkt-PTH (whole PTH). Notuð eru tvö mótefni eins
og áður, annað binst svæði 39-84 og hitt svæði 1-4 (14,
22).
Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman
eina hefðbundna aðferð sem mælir heildar-PTH og
nýja aðferð sem mælir virkt-PTH. Athugað var hvort
þessar tvær mæliaðferðir væru sambærilegar með til-
liti til aldurs, fituhlutfalls og nýrnastarfsemi.
Efniviður og aðferðir
Um var að ræða þversniðsrannsókn. Rannsóknar-
hópurinn var valinn með slembiúrtaki úr íbúaskrá
Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna úr fyrir-
fram ákveðnum aldurshópum sem hlupu á fimm ára
millibili, sá elsti fæddur 1916 og sá yngsti fæddur
1961, samtals líu hópar. Stefnt var að því að hver hóp-
ur innihéldi að minnsta kosti 50 einstaklinga af hvoru
kyni. Gert var ráð fyrir um 70% mætingu og að
ákveðinn fjölda yrði að útiloka vegna sjúkdóma og
lyfjatöku. Úr hverjum aldurshópi voru því boðaðar
144 konur og 96 karlar, samtals 2400 einstaklingar,
sem kallað yrði í á 24 mánaða tímabili frá og með
febrúar 2001. Allir einstaklingamir svöruðu spurn-
ingalistum um heilsufar og lyfjanotkun, tekin var
blóðprufa, þeir skiluðu þvagprufu og fóru í bein-
þéttnimælingu. Einnig voru hæð og þyngd skráð.
Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd og
Persónuvernd.
Fyrir núverandi rannsókn voru notuð gögn frá
fyrstu 12 mánuðunum og útilokaðir þeir einstakling-
ar sem haldnir voru alvarlegum sjúkdómum eða voru
á lyfjum sem hafa áhrif á kalkbúskap, svo sem þíazíð-
um, bisfosfónötum, kvenhormónum eða barksterum.
Blóðrannsóknir
Öll blóðsýni voru tekin milli klukkan 08:00 og 10:00
til að forðast dægursveiflu og voru einstaklingarnir
allir fastandi. Blóðsýnin voru skilin innan klukku-
stundar og fryst við -80 °C fram að mælingu. PTH var
mælt í plasma með tveimur mismunandi aðferðum.
Annars vegar með heildar-PTH mælingu, PTH elec-
sys (Roche Diagnostics Corporation, USA, viðmið-
unarmörk 10-65 pg/ml, mælibreytileiki [%CV] 4-
7%), sem er ElectroChemiLuminescence Immuno-
Assay (ECLIA). Hins vegar var notuð ný virkt-PTH
aðferð, PTH cap (Scantibodies Laboratory, Inc.,
USA, viðmiðunarmörk 7-39 pg/ml, mælibreytileiki
[%CV] 4-7%), sem er ImmunuoRadioMetric Assay
(IRMA). 25-(OH)-vítamín D var mælt með Radio-
Immuno Assay (RIA, DiaSorin, USA) sem mælir
bæði vítamín D2 (ergocalciferól) og vítamín D3 (chol-
ecalciferól). Cystatín C (mælikvarði á nýmastarf-
semi) var mælt með gruggmælingu (Dako, Dan-
mörk). Heildarmagn kalsíum, fosfór og kreatínín,
alkalískir fosfatasar og magnesíum voru mæld í sermi
með þurrkemíu aðferðum (Vitros-Autoanalyser).
Jónað kalsíum var mælt með radiometric aðferð
(Ortho-Clinical Diagnostics, USA).
Úrvinnsla gagna og tölfrœði
Þyngdarstuðull (BMI) var reiknaður út frá hæð og
þyngd (kg/m2). Fylgni milli PTH mælinganna var
könnuð með Pearsons fylgnistuðli. Samræmið milli
þeirra var mælt með Kappa tölfræði (k>0,75 = mjög
gott samræmi, 0,4<k>0,75 = gott samræmi, k<0,4 =
ekki mikið samræmi) og miðað var við efri viðmiðun-
192 Læknablaðið 2003/89