Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 30

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 30
FRÆÐIGREINAR / FJÖLÓMETTAÐAR FITUSÝRUR OG LÆKNINGAR vinnri blóðskilunarmeðferð. Oft er æðaaðgengið myndað með ísetningu gerviæðargræðlings sem teng- ir saman slagæð og bláæð. Meira en 75% slíkra græð- linga lokast vegna segamyndunar á fyrsta ári (125). Nýleg, lyfleysustýrð rannsókn á sjúklingum í blóð- skilunarmeðferð sem fengu gerviæðargræðling sýndi að tíðni opinna græðlinga eftir eitt ár var 76% hjá hópi sjúklinga sem var meðhöndlaður með 4 g af 80% etýlestraþykkni ómega-3 fjölómettaðra fitusýra á dag en 15% hjá samanburðarhópnum (126). Þennan ávinn- ing má ef til vill rekja til myndunar tríenóískra prosta- nóíða sem draga úr kekkjunarhæfni blóðflagna, beinna áhrifa á æðaþelsfrumur eða minni myndunar bólgu- og vaxtarhvetjandi frumuboðefna. Ef þessi stórkost- iegu áhrif af meðhöndlun með ómega-3 fjölómettuð- um fitusýrum verða staðfest í öðrum rannsóknum gæti þetta valdið byltingu fyrir blóðskilunarsjúklinga með gerviæðaraðgengi. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur og miðtaugakerfið I miðtaugakerfi heilbrigðra einstaklinga er ríkulegt magn fjölómettaðra fitusýra. Mest er af arakídónsýru og DHA en þessar tvær fitusýrur eru um það bil 20% af þurrþyngd heilans (5,127,128) og DHA er allt að 40% fitusýra í sjónhimnu (5,127). Þessar löngu fjöló- mettuðu fitusýrur eru því mikilvægar byggingarein- ingar frumuhimna taugakerfisins og líklegt að þær hafi áhrif á boð milli taugafrumna og virkni himnu- bundinna viðtækja, jónaganga og ensíma (5,127,129). Ahrif á taugaþroska Ymislegt bendir til að fyrirburar og nýburar geti ekki myndað nægilega mikið af arakídónsýru og DHA þrátt fyrir fullnægjandi magn forstiganna línólsýru og ot-línólensýru í fæðu (6,130,131). Hafa sumir dregið þá ályktun að arakídónsýra og DHA séu í raun lífs- nauðsynlegar fyrir yngstu börnin og því eigi að bæta þeim í þurrmjólk sem þeim er ætluð (132). Þetta hef- ur einnig leitt til nokkuð víðtækra rannsókna á tengsl- um mataræðis og fitusýruinnihalds heila og tauga- þroska ungbarna þar sem vitað er að brjóstamjólk inniheldur allar þær fitusýrur sem barnið þarfnast en óbætt þurrmjólk og kúamjólk innihalda hvorki arakí- dónsýru né DHA (5,133). Rannsóknir á heilavef barna sem dóu vöggudauða innan fjögurra mánaða aldurs sýndu að marktækt meira var af DHA í heila þeirra barna sem nærst höfðu á bijóstamjólk en í samanburðarhópi sem nærst hafði á óbættri þurrmjólk (134) og staðfesta þannig afgerandi áhrif næringar á fitusýruinnihald í heilavef ungbarna. Fjölrannsóknagreiningar á áhrifum DHA-uppbót- ar í þurrmjólk á sjónskerpu hraustra fullbura annars vegar og hins vegar fyrirbura á aldrinum eins til 12 mánaða, benda einnig eindregið til þess að sjón þeirra barna sem nærðust á DHA-bættri þurrmjólk þroskist fyrr en hjá þeim sem ekki fengu hana en langtíma- áhrif á sjón eru ekki þekkt (135,136). Niðurstöður einstakra rannsókna sem beinst hafa að nauðsyn DHA og arakídónsýru fyrir almennan taugaþroska hafa þó ekki verið einhlítar. Eldri rann- sóknir sýndu að taugaþroski tveggja ára barna sem nærðust á brjóstamjólk var meiri en barna sem nærð voru með þurrmjólk (137) en nýlegar rannsóknir hafa gefið nokkuð misvísandi niðurstöður. Til dæmis birtust nýlega tvær ítarlegar rannsóknir og sýndi önn- ur fram á jákvæð áhrif á taugaþroska fyrirbura með fæðingarþyngd undir 1250 g þegar þeim var gefin DHA- og arakídónsýrubætt þurrmjólk allt fyrsta árið (138) en hin rannsóknin sem gerð var á fullburða börnum sýndi engin áhrif á taugaþroska við 14 mán- aða aldur (139). Þá sýndi rannsókn á fullburða börn- um ekki mun á taugaþroska við 18 mánaða aldur meðal barna sem fengu DHA- og arakídónsýrubætta þunmjólk samanborið við böm sem fengu ýmist hefð- bundna þurrmjólk eða brjóstamjólk fyrstu sex mán- uði ævinnar (140). I annarri rannsókn sem gerð var á fullburða börnum fékk einn hópur DHA-bætta þurr- mjólk, annar fékk DHA- og arakídónsýrubætta þurr- mjólk, þriðji hópurinn hefðbundna þurrmjólk og sá fjórði brjóstamjólk í 12 mánuði frá fæðingu (141). Ekki reyndist munur á taugaþroska barnanna í þess- um hópum við 12 mánaða aldur. Við 24 mánaða ald- ur kom þó í ljós að börn sem nærst höfðu á brjósta- mjólk höfðu þroskast marktækt betur en ekki var munur á hinum hópunum. Loks sýndi bandarísk rann- sókn að Vitsmunaþroskavísir Baleys (Baley’s Mental Developmental Index) við 18 mánaða aldur var mark- tækt hærri hjá börnum sem fengu DHA- eða DHA- og arakídónsýrubætta þurrmjólk í fjóra mánuði frá fæðingu en hjá samanburðarhópi sem fékk venjulega þurrmjólk (142). Langtímaáhrif slíkrar meðferðar á heildarþroska og vöxt ungbarna sem fengið hafa nær- ingu bætta með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum hafa þó ekki verið könnuð með fullnægjandi hætti. Þó niðurstöður séu ekki einhlítar hefur nefnd sér- fræðinga á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna mælt með því að þurrmjólk sem ætluð er fullburða börnum innihaldi 3,5% fitu þar sem 0,38% fitunnar er DHA (20 mg/kg/líkamsþyngdar á dag) og þurrmjólk sem ætluð er fyrirburum innihaldi 4% fitu, þar af 0,60% DHA (40 mg/kg/líkamsþyngdar á dag) (136). Á íslandi fæst þurrmjólk sem er bæði DHA- og arakídónsýrubætt en ekki er völ á kúamjólk sem bætt er með þessum fitusýrum. Geðsjúkdómar Á undanförnum árum hafa verið gerðar margar rannsóknir á sambandi ómega-3 fjölómettaðra fitu- sýra og geðhvarfaveiki, þunglyndi og geðklofa (127, 128, 143-145) og hafa komið fram sterk tengsl milli 206 Læknablaðið 2003/89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.