Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2003, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.03.2003, Qupperneq 39
FRÆÐIGREINAR / FLEIÐRUSYNATAKA Lokuð fleiðrusýnataka með nál á íslandi árin 1990-1999 Ágrip Jónas Geir Einarsson1 LÆKNANEMI A 5. ÁRI Helgi J. Isaksson2 LÆKNIR, SÉRFRÆÐINGUR í LÍFFÆRAMEINAFRÆÐI Gunnar Guðmundsson3 LÆKNIR, SÉRFRÆÐINGUR 1 LUNGNASJÚKDÓMUM Inngangur: Lokuð fleiðrusýnataka er gerð til að finna orsök fyrir vökvasöfnun í fleiðruholi sem ekki hefur fundist skýring á með vökvarannsókn eingöngu. Til- gangur rannsóknarinnar var að kanna niðurstöður lokaðrar fleiðrusýnatöku með nál á íslandi. Efniviður og aðferðir: Hjá Rannsóknastofu Háskól- ans í meinafræði voru athuguð vefjarannsóknasvör allra fleiðrusýna frá 1990-1999. Sjúkraskýrslur voru kannaðar. Niðurstöður: Um var að ræða 130 sýni frá 120 ein- staklingum, 74 körlum og 46 konum. Látnir eru 75/120. Algengasta greiningin var fleiðrubólga eða bandvefsaukning hjá 85/120, krabbamein hjá 15 og þrír voru með berkla en hjá 17/120 voru aðrar niður- stöður. Næmi fleiðrusýnis var um það bil 27% við greiningu á illkynja vexti. Ef frumurannsókn var einnig gerð á vökvanum jókst næmið í 56%. Af þeim sem greindust með fleiðrubólgu var orsökin illkynja vöxtur hjá 33/85, lungnabólga hjá 11, fimm vegna áverka og hjá átta voru aðrar orsakir, en hjá 25/85 fannst engin skýring. Með frekari rannsóknum var hægt að sýna fram á að orsökin fyrir vökvanum var krabbamein hjá 55/120. Af þeim voru langflestir með lungnakrabbamein, eða 24/55, því næst kom brjósta- krabbamein með sjö tilfelli. Þrátt fyrir frekari rann- sóknir fannst engin skýring á vökvasöfnuninni hjá 32. Ályktanir: Lokuð fleiðrusýnataka með nál hefur fremur lágt næmi í greiningu illkynja æxla en auka má næmið með því að gera frumurannsókn á vökvan- um. Þörf er frekari rannsókna og eftirlits hjá þeim sem hafa bólgu í fleiðrusýni. Inngangur ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, 3LyfIækninga- deild, Landspítala Fossvogi. Bréfaskipti og fyrirspumir: Gunnar Guðmundsson, Lyflækningadeild E7 Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími 543-6876, fax 543-6568. ggudmund@landspitali.is LykilorA: fleiðra, nálarsýnataka, krabbamein. Vökvasöfnun í fleiðru er algengt klínískt vandamál sem getur stafað af mörgum orsökum. Nýlegar banda- rískar tölur sýna að hjartabilun er algengasta ástæð- an, þá lungnabólga, krabbamein, lungnarek, veiru- sýking og kransæðahjáveituaðgerð (1). Rannsókn sem gerð var á orsökum fleiðruvökva á Borgarspítal- anum og birtist í Læknablaðinu 1992 sýndi að algeng- asta orsökin fyrir fleiðruvökva hjá inniliggjandi sjúk- lingum var hjartabilun, þá kom lungnabólga, svo vökvi eftir aðgerð, áverki og loks krabbamein (2). Ef orsökin er ekki augljós og um er að ræða það mikið magn fleiðruvökva að hann myndar meira en eins cm vökvalag á hliðarlegumynd er stungið á vökvanum og vökvasýnið rannsakað. Ef um er að ræða útvessa EN6LISH SUMMARY Einarsson JG, ísaksson HJ, Guðmundsson G Closed needle pleural biopsy in lceland 1990-1999 Læknablaðið 2003; 89: 215-9 Objective: Closed pleural biopsy is done to determine causes of pleural effusion after fluid analysis has been nondiagnostic. The aim of the study was to evaluate results of closed pleural biopsy in lceland. Material and methods: All pathology reports of closed pleural biopsy from 1990-1999 at the Department of Pathology were reviewed. Hospital records for these patients were screened. Results: There were 130 samples from 120 individuals. There were 74 males and 46 females. Deceased are 75/120. The most common diagnosis was pleuritis or fibrosis in 85/120, cancer in 15 and three had tuberculosis but 17/120 had other results. The sensitivity of a closed pleural biopsy for diagnosing cancer was 27%. Adding cytology increased the sensitivity to 56%. Of those that had pleuritis on initial biopsy the cause was found to be cancer in 33/85, pneumonia in 11, trauma in 5 and in 8 there were other causes. In 25/85 no etiology could be found. By doing further studies it was demonstrated that the cause for the fluid was malignancy in 55/120. Of those most had lung cancer or 24/55, and the second most common cause was breast cancer in 7. Despite further studies no cause was found in 32/85. Conclusions: Closed pleural biopsy has fairly low sensitivity for diagnosis of cancer but it can be increased by adding cytologic evaluation. It is necessary to do further investigations and follow-up in patients that have inflammation in pleural biopsy. Keywords: pleura, needle biopsy, cancer. Correspondance: Gunnar Guðmundsson, ggudmund@landspitali.is (transudate) eru mismunagreiningar ekki mjög margar og er hjartabilun, lungnarek eða skorpulifur algengustu ástæður. Það er því sjaldnast þörf á frekari rannsóknum ef um útvessa er að ræða. Ef vökvinn er vilsa (exudate) eru mismunagreiningar mun fleiri og oftar þörf á frekari rannsóknum til að komast að ástæðum vökvasöfnunarinnar. Algengast er að um sé að ræða lungnabólgu en því næst er krabbamein og síðan lungnarek. Það eru þó fjölmargir aðrir sjúk- dómar sem valda vilsu og má þar nefna ýmsa bólgu- sjúkdóma, berkla, brisbólgu og marga fleiri sjúk- Læknablaðið 2003/89 215
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.