Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2003, Síða 45

Læknablaðið - 15.03.2003, Síða 45
FRÆÐIGREINAR / NÝR DOKTOR í LÆKNISFRÆÐI Mælingar á flæði og flæðigetu kransæða með Doppler Gylfi Óskarsson barnahjartalæknir varði doktors- ritgerð sína við læknadeild háskólans í Lundi þann 31. janúar síðastliðinn. Ritgerðin ber heitið „Doppler evaluation ofcoronary bloodflow and coronary flow reserve - Clinical and experimental studiesLeið- beinandi Gylfa var prófessor Erkki Pesonen og and- mælandi við vörnina var prófessor Jaakko Hartiala frá Abo í Finnlandi. I dómnefnd sátu prófessorarnir Nils-Rune Lundström, Bertil Olsson og Kjell Lind- ström. Gylfi er fyrstur Islendinga til að ljúka doktors- prófi á sviði barnahjartalækninga. Ritgerðin fjallar um beitingu nýrra Doppler-að- ferða við mælingar á blóðflæði í kransæðum. Við rann- sóknirnar voru hátíðni Doppler-mælingar gegnum brjóstvegg og innanæðar-Doppler-mælingar notaðar við skoðanir á fóstrum, nýburum og börnum. Hjartasjúkdómar hjá börnum valda oft þykknun hjartavöðvans, hækkuðum sleglaþrýstingi og lækk- aðri súrefnismettun í blóði. Þessir þættir geta haft áhrif á flæði í kransæðum og flæðigetu þeirra. Trufl- anir á blóðflæði til hjartavöðvans við þessar aðstæður geti valdið blóðþurrð og jafnvel skyndidauða, en rannsóknir á börnum hafa verið fáar vegna skorts á aðferðum. Niðurstöður rannsóknanna sýna að það er gerlegt að mæla flæði í vinstri kransæð með Doppler gegnum brjóstvegg hjá börnum, jafnvel nýburum, þar sem þvermál vinstri kransæðar er um 1 millimeter. Áreið- anleiki mælinganna reyndist góður. Meðal þeirra þátta sem reyndust hafa áhrif á flæði í vinstri kransæð hjá frískum nýburum voru útfall vinstra slegils og mýkt hans (diastolic compliance), en flæðið er einnig aldursháð og eykst með vaxandi þyngd vinstri slegils. Nýburar með ósæðarlokuþrengsl eiga á hættu blóðþurrð í hjartavöðva þrátt fyrir að kransæðar séu eðlilegar. í rannsókninni var í fyrsta sinn sýnt fram á truflanir í kransæðaflæði hjá þessum hóp. I systolu reyndist vera bakflæði í vinstri kransæð og í diastolu var flæðið verulega aukið miðað við það sem er eðli- legt. Eftir skurðaðgerð á ósæðarlokunni hvarf bak- flæðið í systolu, og flæðið í diastolu færðist nær því eðiilega. Hjá börnum með hjartavöðvasjúkdóm (dilated cardiomyopathy) reyndist flæði í vinstri kransæð auk- ið í samanburði við frísk börn. Hins vegar var blóð- flæði til vinstri slegils, miðað við þyngd hans, minnk- að, sem gæti bent til að ónóg blóðflæði, sérstaklega við áreynslu, eigi þátt í að viðhalda skertri starfsemi vinstri slegils. Börn með slagæðavíxlun (transposition of the great arteries) eru meðhöndluð á nýburaskeiði með aðgerð þar sem tengsl stóru æðanna og kransæðanna eru leiðrétt. Mælingar voru framkvæmdar með inn- anæðar-Doppler í hópi barna á aldrinum 4 til 11 ára sem höfðu gengist undir slíka aðgerð. Reyndist flæði- geta kransæða (coronary flow reserve) algerlega eðli- leg, þ.e. bæði svörun við adenosini og nitroglycerini. Síðasti hluti rannsóknanna byggðist á lambatil- raunum. Flæðigeta kransæða í frískum nýfæddum lömbum var mæld með innanæðar-Doppler. Flæði- getan eftir adenosingjöf var nokkuð lægri en hjá eldri einstaklingum og er hægt að nota niðurstöðurnar til samanburðar við niðurstöður hjá nýburum með hjartasjúkdóma. Einnig voru áhrif fósturköfnunar (fetal asphyxia) á blóðflæði til hjarta og heila rann- sökuð í rauntíma. Reyndist blóðflæðið til hjartans mun betur og lengur varðveitt en blóðflæðið til heil- ans. Gylfi lauk prófi frá læknadeild Háskóla íslands 1987. Eftir störf á barnadeildum í Reykjavík 1988- 1990 stundaði hann framhaldsnám við barnadeild há- skólasjúkrahúsins í Lundi og varð sérfræðingur í al- mennum barnalækningum 1993. Stundaði sérfræði- nám í barnahjartalækningum á sama stað og lauk því í árslok 1995. Sérfræðingur við barnahjartaskor há- skólasjúkrahússins í Lundi 1996-2000. Frá 2001 hefur hann gegnt hlutastarfi sérfræðings á Barnaspítala Hringsins ásamt störfum á eigin læknastofu í Reykja- vík og hálfu starfi sem staðgengill yfirlæknis við barnahjartaskor háskólasjúkrahússins í Lundi. Gylfi er giftur Guðrúnu Sigmundsdóttur smitsjúkdóma- lækni og eiga þau þrjú börn. Gylfi Óskarsson. Læknablaðið 2003/89 221
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.