Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2003, Qupperneq 55

Læknablaðið - 15.03.2003, Qupperneq 55
UMRÆÐA & FRETTIR / LÆKNADAGAR 2003 Eitt eru viðbrögð lögreglu og dómskerfis en annað eru viðbrögð þeirra sem starfa í heilbrigðis- kerfinu. Þar getur skipt sköpum fyrir konurnar hvernig fyrsta móttaka er og Gun Heimer lagði áherslu á að þeir sem þar starfa yrðu að taka sér góðan tíma til að ræða við konurnar. Bæði er að atburðir eru þá enn ferskir í minni þolandans og einnig hitt að ítarleg skýrslutaka í upphafi getur bæði sparað tíma á síðari stigum málsins og gert konunum eftirleikinn léttbærari. Þarna væri ábyrgð lækna mikil, þeir yrðu að temja sér ný vinnubrögð og vera óhræddir við að spyrja. Það væri reynsla þeirra sem við þetta starfa að konur vildu láta spyrja sig. Eitt helsta vandamálið sem mætir þeim sem starfa á sjúkrahúsum er að greina hvenær konur hafa orðið fyrir ofbeldi því þær hafa tilhneigingu til að fela það. Þess vegna er mikil þörf á að fræða starfsfólk og þjálfa það í að greina afleiðingar of- beldis. Þetta á einnig við um aðrar deildir en bráðamóttökur því eins og Gun Heimer benti á er ofbeldi gegn þunguðum konum alltof algengt. Þar þarf að fræða ljósmæður sem sinna mæðraeftirliti og gera konum kleift að hitta þær einar en algengt er að verðandi feður fylgi konum sínum í viðtöl. Ofbeldi í heilbrigdiskerfinu Að máli Gun Heimer loknu steig Þóra Steingríms- dóttir læknir á kvennadeild Landspítalans í pontu og greindi frá stórri norrænni rannsókn sem verið er að gera á ofbeldi gegn konum. Hún hófst árið 2000 þegar tæplega 5000 konur á Norðurlöndun- um voru spurðar hvort þær hefðu sætt ofbeldi. ís- lenska úrtakið taldi 670 konur og af þeim kváðust 49% hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Fimmta hver kona sem sætt hafði ofbeldi sagðist enn þjást af völdum þess en 96% kvennanna hafði ekki greint frá ofbeldinu sem þær höfðu mátt þola. Þóra sagði að rannsakendur hefðu beint sjón- um sínum sérstaklega að ofbeldi sem konur teldu sig hafa orðið fyrir innan heilbrigðiskerfisins. Hún fór ekki nákvæmlega út í þá sálma enda er sá hluti rannsóknarinnar enn á vinnslustigi og eftir að birta niðurstöðurnar. Þó gat hún greint frá því að í ljós hefði komið að mestar líkur væru á því að konur sem teldu sig hafa sætt yfirgangi eða ofbeldi af hálfu heilbrigðisstarfsmanna hefðu einnig sætt ofbeldi annars staðar. Hún bætti því við að þarna væri raunverulegt vandamál á ferðinni sem nauð- synlegt væri fyrir heilbrigðisstarfsfólk að greina og bregðast við. I umræðum sem urðu að loknum framsöguer- indunum tveimur var auglýst eftir körlum en þeir voru áberandi fáir meðal áheyrenda. Gun Heimer tók undir þetta og sagði að mikilvægt væri að heil- brigðiskerfið tæki á ofbeldi eins og hverju öðru viðfangsefni, þungun eða sjúkdómum. Vissulega væri það skref í rétta átt að konur ræddu málin en til þess að breyta viðhorfunum væri nauðsynlegt að virkja karla. Hún greindi frá því að jafnréttis- ráðherra Svíþjóðar hefði uppi áform um að skipa starfshóp til að ræða ofbeldi gegn konum og að hann yrði eingöngu skipaður körlum. í því ljósi er skipun íslenska félagsmálaráðherrans á tveimur körlum og þremur konum í samráðsnefnd um að- gerðir gegn ofbeldi gagnvart konum hálf lummó. Frá málþingi um ofbeldi gegn konum. Þóra Stein- grímsdóttir svarar fyrir- spurn úr salnum, Gun Heimer er lengst til vinstri en ípontu er fundarstjór- inn, Guðbjörg Sigurgeirs- dóttir. Að verða en ekki vera Ur þessum umræðum um konur og ofbeldi fór ég á annað málþing þar sem vandi unglinga í heilbrigð- iskerfinu var til umræðu. Aðalfyrirlesari þar var sænsk kona, Kristina Berg Kelly, barna- og ung- lingalæknir og dósent í barnalækningum í Gauta- borg. Hún flutti reyndar tvo fyrirlestra, annan um unglingalækningar en hinn um áhættuhegðun ung- linga. Kelly velti fyrir sér spurningunni hvers vegna þörf væri fyrir sérstakar unglingalækningar og svaraði henni á þá lund að á þessu aldursskeiði, 10-20 ára, væri einstaklingurinn lífeðlisfræðilega ólíkur því sem hann er á öðrum æviskeiðum, auk þess sem persónulegar og félagslegar aðstæður hans væru ólíkar. Hún sagði að þessi tími ein- kenndist af því að unglingurinn væri að verða eitt- hvað en væri ekki neitt - a decade ofbecoming, not being. Hann hefst með kynþroska og honum lýkur þegar öll helstu þróunarvandamálin hafa verið leyst og ungi maðurinn eða konan er tilbúin að flytja að heiman. A þessum árum eru unglingar að endurskoða Læknablaðið 2003/89 231
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.