Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 57

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR 2003 samband sitt við foreldrana og mynda tengsl við vinahóp utan heimilisins. Spurningin: hver er ég? er alltaf vakandi og þau eru ekki alltaf raunsæ þegar þau leitast við að svara henni. Þau vilja verða fræg og rík og telja sig ráða við það en finna smám saman takmörk sín. Tímaskynið er bundið við hér og nú og það þýðir afskaplega lítið að tala við þau um framtíðina. Þess vegna er yfirleitt til lítils að reyna að fá þau ofan af því að stunda óheilsusamlegt líferni á borð við reykingar með því að lofa þeim einhverju seinna, launin verða að koma strax. Að brjótast út Á þessum tíma er líkaminn að taka miklum breyt- ingum og þau eru mjög upptekin af þeim. Sjálfs- myndin er brothætt og þeim finnst þau alltaf vera of lítil eða of stór, of feit eða of mjó, öll út í bólum og þau hafa sjúklega þörf fyrir að vera eðlileg sem þeim finnst þau ekki vera. Að vissu leyti hafa þau rétt fyrir sér því umbrotin og efnaskiptin í líkam- anum eru ekki bara bundin kynþroskanum heldur er útlitið að mótast, þau samsvara sér oft illa og hafa ekki fulla stjórn á hreyfingunum. Allt hefur þetta áhrif á skapferlið. Heilinn þroskast og hugs- unin breytist. Á þessu skeiði reynir bæði á foreldra og lækna að bregðast rétt við unglingnum. Boð og bönn geta virkað og átt rétt á sér en þeir fullorðnu verða að hafa hugfast að það er hlutverk unglingsins að brjótast út úr þeirri vernd sem umhverfið reynir að veita honum. Þetta eru mótunarár og þess vegna er mikilvægt að umhverfið reyni að ýta þeim inn á réttar brautir, ekki síst hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, og þar er hlutverk lækna mikilvægt. Kelly sagði að unglingalækningar væru orðnar rúmlega tuttugu ára gamlar í Svíþjóð en þær spruttu upp úr barnalækningum. Nú er þessi skipt- ing komin inn í menntun lækna en deildaskipting sjúkrahúsa tekur ekki alltaf mið af henni. I Stokk- hólmi er búið að koma á fót sérstakri innlagna- deild fyrir unglinga og er þar meðal annars fengist við sjúklinga með átröskun. Víða er þjónusta við unglinga veitt á deildum fyrir kynsjúkdóma eða í tengslum við meðgöngueftirlit. Unglingamóttökur eru líka oft reknar af ljósmæðrum sem getur verið fráhrindandi fyrir drengi. Beðið eftir barnaspítala Hróðmar Helgason barnahjartaskurðlæknir ræddi um afstöðu unglinga til alvarlegra veikinda á borð við hjartasjúkdóma og sagði að auðvitað setti það mikið strik í reikninginn hjá þeim að verða veik. Fyrir utan hin félagslegu áhrif sem þau verða fyrir, einangrun frá daglegu umhverfi, skóla og vinahóp, þá eiga þau erfitt með að horfast í augu við sjúk- dóminn. Þau vilja oft bregðast við meðferðinni með því að fylgja ekki fyrirmælum, gera ekki æf- ingar eða hætta jafnvel að taka lyf. Hjartasjúkdómar hafa mikil áhrif á sálarlíf ung- linga og það getur verið ákaflega erfitt fyrir lækna að tala við þau, til dæmis um hættu á skyndidauða. Þau vilja vita hver staðan er en ekki heyra slæmar fréttir. Lyfjameðferð og æfingar geta reynst þeim erfiðar, þeim líður illa en sjá engan árangur og verða neikvæð. Þá er skárra að fara í uppskurð, þar er þó verið að gera eitthvað. Langar dvalir á sjúkrahúsum væru unglingum erfiðar og þá eru foreldrarnir mikilvægir við að efla og halda uppi sjálfstrausti barna sinna. Læknar verða því að kappkosta góð samskipti við foreldrana. Hróðmar sagði að unglingar lentu oft á skjön við deildaskiptingu spítalans sem væri ekki sniðin að þeirra þörfum. Barnadeildir eru oft líflega inn- réttaðar og hugað að umhverfi barna og tóm- stundum þeirra en þær eru ekki við hæfi unglinga. Á fullorðinsdeildum er sjaldnast pælt mikið í um- hverfinu, þær eru flestar æði stofnanalegar og ekki við hæfi unglinga. Þess vegna biðu margir spenntir eftir nýja barnaspítalanum þar sem reynt verður að mæta þörfum unglinga með nýjum hætti. Áhættuhegðun Eftir að Hróðmar hafði lokið máli sínu var röðin komin að Guðrúnu Gunnarsdóttur heimilislækni úr Hafnarfirði sem sagði frá starfi unglingamóttöku þar í bæ. Slíkar móttökur hafa verið opnaðar á síðustu ár- um á Akureyri og nokkrum stöðum á höfuðborgar- svæðinu og ef marka má orð Guðrúnar hafa þær gef- ist vel. Þær eru starfræktar innan vébanda heilsugæsl- unnar og lagði Guðrún áherslu á að tryggja þyrfti þessari starfsemi fé sem væri eyrnamerkt, að öðrum kosti væri hætta á að hún yrði útundan og pening- arnir hyrfu í hítina frægu. Þá tók til máls Sóley Bender dósent við hjúkrunar- fræðideild og doktorsnemi við læknadeild Háskóla íslands og fjallaði um þunganir unglingsstúlkna sem eru meira en helmingi tíðari hér á landi en á Norður- löndum. Þar kom við sögu áhættuhegðun unglinga sem Katrin Berg Kelly fjallaði einnig um í síðasta fyrirlestri dagsins. Því miður leyfir plássið ekki ítar- lega umfjöllun um þessi erindi sem þó væri full þörf á, það vitum við sem erum að ala upp unglinga. Hér lýkur þessari frásögn blaðamanns af Lækna- dögum 2003. Hún er fjarri því tæmandi en gefur von- andi nokkra mynd af þeim athyglisverðu og lífsnauð- synlegu umræðum sem fram fara á þessum fræðslu- dögum. Læknablaðið 2003/89 233
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.