Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 61

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GEÐLYFJANOTKUN BARNA OG UNGLINGA um aðilum sem þekkja vel til barnsins, svo sem frá kennurum, skipta einnig miklu máli í þessu samhengi. Hér er ráðlagt að ávallt sé stuðst við DSM-4 eða ICD-10 við sjúkdómagreiningu því sérfræðingur þarf að velja meðferðarúrræði á vísindalegum grundvelli þar sem notast er við þessi greiningarkerfi. Ekki hvað síst skiptir þetta meginmáli þegar áform eru um notkun á „off label“ á lyfjum. Tvennt ber að hafa hugfast hvað þetta varðar; annars vegar greiningu og hins vegar skilgreiningu á markmiðum með lyfjameðferð: - Hægt er að taka dæmi með einkennum á borð við árásarhneigð sem getur tengst mörgum sjúkdómsgreiningum eins og gagntækri þroska- röskun, geðklofa, hegðunarröskun eða athyglis- bresti með ofvirkni. Nú myndi lyfjameðferð í þessu tilviki, þar sem einblínt væri á árásar- gjarna hegðun, ekki vera sú sama; það færi eft- ir greiningu og einnig myndi lyfjagjöfin verka eða ekki verka á önnur einkenni sjúkdómsins. - Ef litið er á einkenni á borð við athyglisbrest með ofvirkni væru væntingarnar þær að með örvandi lyijum myndi einnig sjást bati hvað árásarhneigð varðar. Þegar litið er á einkenni eins og geðklofa myndi „neuroleptics" lyf verka á ofskynjanir, eða „psychotisk“ einkenni, og stuðla þannig að bata á árásarhneigð. - Aftur á móti gæti einhverft barn sýnt að ein- hverju leyti batamerki með lithium lyfi ef mark- miðið væri að bæta sjálfskaðandi og árásar- gjarna hegðun þess, en lyfið myndi hugsanlega ekki hafa jákvæð áhrif á önnur einkenni (10). Þróun einkenna/batahorfur Lyfjameðferð er ætlað að virka og hafa áhrif á viss einkenni, svokölluð megineinkenni (Target Symp- toms). Þau samsvara vanlíðan og þjáningum barna og valda breytingum á lffsgæðum þeirra og virkni bæði innan fjölskyldunnar og samfélagsins. Þegar meta skal áhrif lyfs á barn er að hægt að segja að matið hvíli á þremur mismunandi máttarstólpum; einkennum, greiningu og breytingum á virkni (Functional Impair- ment). En læknirinn þarf vitanlega að endurskoða batahorfur og þróun einkenna í víðara samhengi í takt við erfiðleika barnsins og fjölskyldutengsl. Læknirinn þarf að taka tillit til viðhorfa fjöl- skyldumeðlima sem og annarra er tengjast félagslegu og menningarlegu umhverfi barnsins þegar huga skal að geðlyfjameðferð og andlegum þjáningum barns- ins. Þá spilar meðferðarsamband læknis, barns og fjölskyldu stórt hlutverk (11). Læknisfræðilegt klínískt mat skiptir hér mestu máli en notkun á mælikvörðum er líka ráðlögð. Fjöl- margir mælikvarðar eru til þegar meta skal einkenni, bæði notaðir af meðferðaraðilum og sem sjálfspróf fyrir barnið eða unglinginn, og hafa lengi verið viður- kenndar aðferðir og verið notaðar um langt skeið. Þetta á bæði við þegar meta skal alvöru einkenna á borð við þunglyndi, maníu, geðklofa, kvíðaröskun, einhverfu, Tourette-sjúkdóminn, átröskun og athygl- isbrest með ofvirkni. Þegar meta skal á heildina litið þróun á einkenn- um og lífsgæði sjúklingsins eru einnig til aðrir mæli- kvarðar sem notaðir eru af meðferðaraðilum. Stuðst er við alla fyrrgreinda mælikvarða sem grunn fyrir lyfjameðferð og síðan aftur seinna á þeim tíma sem breytinga á einkennum er að vænta: - Til dæmis þegar um þunglyndiseinkenni er að ræða og lyfjagjöf felst í þunglyndismeðferð, þá er sígilt að halda að nýtt mat á einkennum sé ástæðulaust innan tveggja vikna frá upphafi lyfjameðferðar (nema ef sjúklingi versnar eða um sjálfsvígshættu væri að ræða). Þvert á móti þegar um er að ræða kvíðaröskun þar sem gefið er clonazepam, þá hefst virkni lyfsins tveimur til þremur dögum síðar (athuga að notkun clona- zepam er óæskileg til lengri tíma hjá barni) (9). Hvað sem öðru líður þá er reglan ávallt sú, hvort sem matið á þróun einkenna felur einfaldlega í sér álit sérfræðings eða viðurkenndum stöðluðum mæli- kvörðum, að byggja það á mismunandi upplýsingum (svo sem frá foreldrum, kennurum, sjúklingi sjálfum). Lyfjameðferð og þroski barna og unglinga Börn og unglingar þurfa stærri skammta af geðlyfjum miðað við líkamsþyngd en fullorðnir til að ná fram sömu virkni og magni lyfja í blóði. Þetta er hægt að útskýra með annars konar virkni lifrar og nýrna hjá börnum og unglingum samanborið við fullorðna. Því gerist það oft í reynd að sömu lyfjaskammtar í með- ferð eru notaðir fyrir börn og unglinga og fullorðna. Jatlow (1987) (12) benti á að þó hæfileiki líkamans til að brjóta niður og vinna úr lyfjum minnkaði jafnt og þétt alla barnæskuna þá dregur mun hraðar úr honum þegar kemur að kynþroskaaldri, og að niður- brot lyfjanna verður sambærilegt og hjá fullorðnum einstaklingi þegar miðjum unglingsaldri er náð. Þetta þýðir í raun að læknir þarf sérstaklega að vera á varðbergi gagnvart skyndilegum breytingum hjá sjúklingi á kynþroskaaldri til að geta gert aðrar ráðstafanir sem fyrst og breytingar á lyfjameðferð. Þá er einnig oft sagt að barn bregðist öðruvísi við geðlyfjameðferð en fullorðinn, auðvitað vegna þeirra breytinga sem eiga sér stað í líkamlegum og andleg- um þroska þess. Til að mynda segir Geller (1992) (13) að börn sem tekið hafa þunglyndislyfið nortrip- tyline þjáist mun sjaldnar af „anti-cholinergic“ auka- verkunum, til dæmis munnþurrk, sem fullorðnir kvarta oft undan. Annað dæmi sem tengist þessu og þá ófullþrosk- aðri heilastarfsemi bama varðar „catecholamine“ kerfi sem nær einvörðungu fullum þroska á fullorð- Læknablaðið 2003/89 237
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.