Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2003, Qupperneq 79

Læknablaðið - 15.03.2003, Qupperneq 79
UMRÆÐA & FRÉTTIR / YFIRLÝSING ALÞJÓÐAFÉLAGS LÆKNA tekur ekki til upplýsinga í sjúkraskrám einstakra sjúklinga. 7.3. í afpersónutengdum gögnum er endanlega búið að rjúfa tengslin á milli sjúklingsins og upp- lýsinganna. 7.4 Samþykki er leyfi fyrir gjörð sem einstaklingur gefur af fúsum og frjálsum vilja, byggt á réttum skilningi á hvað felst í gjörðinni og líklegum af- leiðingum hennar. I sumum lögsagnarumdæmum leyfa lögin samþykki forráðamanns fyrir hönd barna, annarra ólögráða einstaklinga eða fyrir hönd látinna. Grunnreglur 8. Grunnreglur þessar taka til allra gagnagrunna á heii- brigðissviði, bæði nýrra og þeirra sem fyrir eru, að meðtöldum þeim sem fyrirtæki á almennum markaði reka eða stýra. Aðgengi sjúklinga að upplýsingum 9. Það er réttur sjúklinga að vita yfir hvaða upplýsing- um læknar búa um þá, þar með taldar upplýsingar í gagnagrunnum. í mörgum lögsagnarumdæmum eiga þeir rétt á afriti af sjúkraskrám sínum. 10. Það ætti að vera réttur sjúklinga að ákveða að persónu- legum heilsufarsupplýsingum um þá, sem í gagna- grunnum (eins og skilgreindir eru í 7.2) eru, skuh eytt. 11. Við sjaldgæfar afmarkaðar aðstæður má halda upp- lýsingum frá sjúklingi, ef líklegt er að sú vitneskja skaði sjúklinginn eða annan einstakling alvarlega. Læknar verða að geta réttlætt sérhverja ákvörðun um að halda upplýsingum frá sjúklingi. Trúnaður 12. Sérhver læknir ber ábyrgð á trúnaði um persónulegar heilsufarsupplýsingar sem hann hefur í vörslu sinni. Læknar verða einnig að vera vissir um að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi persónulegra heilsufarsupplýsinga þegar þær eru geymdar, sendar eða tekið á móti þeim, einnig með rafrænum hætti. 13. Þar að auki ætti að útnefna einstakling(a) með lækn- ismenntun til að annast umsjón gagnagrunns á heil- brigðissviði, sem bæri ábyrgð á að fylgst væri með og tryggt að farið væri eftir grunnreglunum um trúnað og öryggi. 14. Til staðar verða að vera öryggisráðstafanir sem tryggja að engin óviðeigandi eða óheimil notkun eða aðgangur sé að persónulegum heilsufarsupplýsingum í gagnagrunnum og til að tryggja áreiðanleika gagn- anna. Þegar gögn eru send verður að gera ráðstafanir til að tryggja að sendingin sé örugg. 15. Skrá verður í eftirlitskerfi hveijir hafa fengið aðgang að persónulegum upplýsingum og hvenær. Sjúklingar ættu að geta skoðað eftirlitsskrána hvað varðar upp- lýsingar um þá sjálfa. Samþykki sjúklings 16. Upplýsa ætti sjúklinga um það ef vista á heilsufars- upplýsingar þeirra í gagnagrunni og um það í hvaða tilgangi upplýsingar þeirra kunna að verða notaðar. 17. Samþykki sjúklinga þarf fyrir því að upplýsingar um þá séu settar í gagnagrunn, ef því fylgir að upplýsing- arnar verði birtar þriðja aðila eða öðrum en þeim sem annast sjúklinginn veittur aðgangur, nema í und- antekningartilfellum eins og lýst er í 11. grein. 18. Við ákveðnar aðstæður má setja persónulegar heilsu- farsupplýsingar í gagnagrunn án samþykkis, til dæmis þegar það samræmist viðeigandi landslögum og þau samræmast þessari yfirlýsingu, eða að sérstaklega til- nefnd vísindasiðanefnd hefur veitt samþykki. I þess- um undantekningartilvikum ætti að upplýsa sjúk- linga um mögulega notkun upplýsinga þeirra, jafnvel þó þeir hafi engan rétt til andmæla. 19. Virða verður andmæli sjúklinga ef þeir mæla gegn því að upplýsingar þeirra séu sendar öðrum, nema að um undantekningartilvik sé að ræða, til dæmis þegar þess er krafist í viðeigandi landslögum sem eru í samræmi við kröfur þessarar yfirlýsingar eða nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir lífsháska eða hættu á alvarlegum skaða. 20. Heimild þarf frá umsjónarmanni gagnagrunns á heil- brigðissviði áður en þriðju aðilar fá aðgang að upp- lýsingum í gagnagrunnum. Verklag við veitingu heim- ildar verður að fara eftir viðurkenndum siðareglum um trúnað. Læknablaðið 2003/89 255
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.