Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 89

Læknablaðið - 15.03.2003, Side 89
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 153 fræðiorðabók Stedmans birtir langa útskýringu á hugtakinu. Þar kemur meðal annars fram að þær að- gerðir sem einkenna surveillance eru hagnýtar, sam- ræmdar og hraðvirkar, fremur en nákvæmar og al- tækar. Eftir nokkra umræðu kom okkur Asgeiri saman um að hlíta forsjá ensk-íslensku orðabókar- innar og leggja til heitið eftirlit um surveillance. Exposure Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur hjá Krabba- meinsfélaginu, hringdi og vildi fá umræðu um orðið exposure. Iðorðasafn lækna gefur upp nokkra þýð- ingarmöguleika: 1. afhjúpun, opnun. 2. berskjöldun. 3. geislaskammtur. Ekkert af þessu nær þó tO þess sem Laufey hefur í huga. Fram kom að hún vildi nota hugtakið exposure á ákveðinn hátt í faraldsfræðilegum texta, til að tengja saman ytri áhrifaþætti sjúkdóma eða sjúkdómsbreytinga og þær afleiðingar sem vænta má af verkun þeirra. Hún tilgreindi íslenska texta þar sem nota mætti orðin áreiti eða áhrif til að koma þessu til skila. Eftir ítarlega umhugsun getur undirritaður þó ekki fallist á að þessi orð tákni nákvæmlega það sem exposure er ætlað að gefa til kynna. Tvisvar áður hefur verið óskað eftir umfjöllun um exposure í þessum pistlum. Beiðni um tillögur að íslensku heiti var því lögð fram í 135. pisth (Lbl 2001; 87: 667) og aftur í 141. pistli (Lbl 2002; 88: 163) en viðbrögð lesenda hafa ekki borist. Endurtaka má að latneska sögnin exponere hefur margar skráðar merkingar: bera út, setja út, setja fram, setja upp á strönd, skilja eftir óvarinn, yfirgefa, gefa út, sýna, leggja til, útskýra. I síðari pistlinum var bent á að suma texta mætti þýða þannig að notuð væri íslenska samsetningin að verða fyrir einhverju í viðeigandi myndum í stað nafnorðsins. Vel þekkt er að hin mikla nafnorðanotkun, sem fyrir kemur í ensku, á ekki fulla samsvörun í íslenskunni. Gaman gæti verið að láta reyna á þessa hugmynd með því að fá texta til þýð- ingar þar sem fyrir kæmi heitið exposure. í þriðja og síðasta sinn er skorað á lesendur að leggja málinu lið. Endurlífgun Hjalti Már Björnsson, umsjónarlæknir neyðarbílsins, sendi tölvupóst með beiðni um skoðun á heitinu resuscitation. Taldi hann að notkun þess væri tekin að færast yfir á það að koma sjúklingi í stöðugt ástand, fyrir utan það að ná yfir tilraunir til lífgunar. Orðabók Websters greinir frá því að orðið sé latneskt að uppruna og þrísamsett: re-sus-citare. Forskeytið re- merkir til baka, aftur- eða endur-, sus- merkir upp og sögnin citare merkir að hreyfa, vekja eða örva. Bein orðhlutaþýðing leiðir til sagnarinnar að enduruppvekja. Uppflettingar í nokkrum læknis- fræðiorðabókum gáfu ekki til kynna að heitið resus- citation væri notað um annað en endurlífgun: „Re- vivalfrom potential or apparent death. “ Undirritaður lagðist því eindregið gegn því að merkingin væri „teygð“ á þann hátt sem Hjalti tilgreindi. Stabilize Hjalti sagði að enska sögnin stabilize væri notuð um það að koma sjúklingi í stöðugt ástand og spurði hvort til væri samsvarandi íslenskt læknisfræðiheiti. Iðorðasafn lækna birtir eingöngu nafnorðið stabi- lizer, varðveisluefni. Sagnorðið finnst hins vegar í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs: gera stöð- ugan; festa; stilla; stöðva af; koma í jafnvœgi; verða stöðugur. f læknisfræðiorðabók Dorlands er heitið stabilization útskýrt þannig: myndun stöðugs ástands. Meðan ekki kemur fram ótvíræð snilldarhugmynd er lagt til að þetta nefnist að koma sjúklingi í jafnvægi. Facilitator Martha Hjálmarsdóttir, meinatæknir, lagði fram skemmtilegt verkefni. Hún hafði tekið þátt í hóp- starfi þar sem einum þátttakenda var falið það sér- staka hlutverk að auðvelda og tryggja samskipti innan hópsins og að greiða hópnum leið að niðurstöðu. Hugtakið er vel þekkt í nútíma stjórnunarfræðum þó ekki sé það alls staðar skilgreint á sama hátt. Facili- tator er hvorki ætlað að vera yfirmaður hópsins né sérfræðingur í því máli sem til umræðu er. Honum er ætlað að vaka yfir umræðunni, gæta þess að öll sjónarmið fái að njóta sín og að niðurstaða fáist. Heitið er dregið af latneska lýsingarorðinu facilis sem merkir auðveldur. Ekki tókst að finna íslenskt heiti í orðabókum né hjá stjórnunarsérfræðingum. í fyrsta hugarflugi okkar Mörthu komu fram ýmsar villtar hugmyndir: auðveldari, framtogi, hagrœðir, leiðgreiðir, liðkari, liðtogi og smyrjari. Því miður eru heitin leiðtogi og leiðbeinandi þegar frátekin og loka- niðurstaðan varð því: leiðbeinir, sá sem beina skal hópnum rétta leið. Incidentaloma í síðasta pistli var minnst á incidentaloma, en það er heiti á fyrirferðaraukningum eða hnútum, sem finn- ast í vissum líffærum við rannsókn af öðru tilefni. Oftast er um að ræða myndgreiningu, svo sem óm- skoðun, segulómskoðun eða tölvusneiðmyndatöku, á nálægu svæði eða líffæri. Kviðarholsrannsókn af þessu tagi getur til dæmis leitt í ljós hnút í nýrnahettu. Heitið incidentaloma er þá þægilegt til að gefa til kynna að ekki var verið að leita að sjúkdómi í nýrna- hettunni þegar hnútarnir greindust. Heitið lýsir því hins vegar ekki hvers eðlis meinsemdin er og að- greinir ekki góðkynja ofvöxt frá krabbameini. Nokkrar tillögur hafa borist og í stafrófsröð eru þær þessar: draugahnútur, handahófshnútur, hendingar- hnútur, hittnihnútur og hulduhnútur. Gaman væri að heyra skoðanir annarra og aðrar tillögur. Læknablaðið 2003/89 265
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.