Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 97

Læknablaðið - 15.03.2003, Page 97
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 35 Af húðflúri og læknaskríft Alveg áttaður? Starfsfólkið á öldrunardeildinni var farið að gruna að Jón gamli væri minna með á nótunum en hans var venja. Efasemdir starfsmanna jukust til muna þegar komið var að Jóni á stofugangi í úthverfum sloppn- um og með krummafót. Samúel læknir ákvað að reyna að komast nær því hversu vel áttaður Jón væri. Eftir stofuganginn gekk Samúel til gamla mannsins og sagði: „Sæll vertu, Jón minn. Getur þú sagt mér hvar þú ert staddur núna?“ „Þetta finnst mér nú und- arleg spurning frá manni sem er á staðnum,“ sagði Jón og gekk burt. í kvöldverðarboði Tveir skurðlæknar voru ásamt mökum sínum og fleira fólki í matarboði. Á boðstólum var lambalæri og tilheyrandi lífrænt ræktað grænmeti. Gestgjafinn skar lærið í sneiðar og var drjúgur með sig. „Jæja, hvernig finnst ykkur mér takast upp við að skera lær- ið?“ spurði hann, „og það fyrir framan þessa áhorf- endur.“ „Ekki sem verst,“ sagði annar skurðlæknirinn. „Reyndu nú að koma því saman aftur.“ Húðflúruð með botnlangabólgu Ung kona með fjólublátt hár og húðflúr hér og þar um líkamann kom á bráðamóttökuna að næturlagi og bar sig illa vegna kviðverkja. Allt benti til þess að hún væri með botnlangabólgu og ákveðið var að skera hana upp án tafar. Þegar verið var að því undirbúa konuna fyrir aðgerðina kom í ljós að kynhárin voru græn að lit. Fyrir ofan hárin var tattúerað „Ekki troða á grasinu". Eftir aðgerðina skrifaði læknirinn á umbúðirnar: „Afsakaðu, en ég varð að slá grasið.“ í augnskoðun Augnlæknirinn benti á efstu röðina á sjónprófunar- spjaldinu og sagði: „Viltu lesa þetta fyrir mig.“ „Þú verður víst að lesa það fyrir mig,“ sagði sjúk- lingurinn sem var kominn á efri ár. „Getur það verið að þér sé ekki ljóst að ég kem til þín af því að ég sé svo il!a?“ þegar hann finnur að konan grípur hann hreðjataki. „Heyrðu mig, frú mín, viltu vera svo væn að spenna greipar.“ „Já,“ sagði konan, „en við ætlum að fara voðalega varlega svo við meiðum ekki hvort annað, er það ekki?“ Hvort er verra? Lækninum fannst auðveldara að eiga samskipti við eldri konu sem heyrði ákaflega illa með því að skrifa á blað það sem hann vildi að hún skildi. Dag nokkurn kom hún á stofuna til að fá niðurstöður úr rannsókn- um. „Læknir minn góður, þú mátt ekki móðgast við mig, en ef það er eitthvað sem ég þarf að vita þá bið ég þig fyrir alla muni að fá ritarann þinn til að skrifa það á blað fyrir mig. í einlægni sagt held ég að skriftin þín sé verri en heyrnin mín.“ Of fljótur á sér Ung kona kom með kornabarn á stofu til læknis. „Það er eitthvað sem amar að þessum dreng,“ sagði konan, „í stað þess að þyngjast hefur hann lést um fimmhundruð grömm á einni viku.“ Læknirinn skoðaði barnið, lagði það svo frá sér og byijaði að hneppa frá skyrtu konunnar. Síðan tók hann til við að kreista brjóst hennar þangað til hún hafði unnið bug á undrun sinni og geðshræringu og öskraði: „Hvað ertu eiginlega að gera, maður?“ „Sjáðu nú til, góða mín,“ sagði læknirinn og virtist hvergi banginn. „Þetta barn er vannært og ég er ein- ungis að ganga úr skugga um hvort það sé nóg mjólk í brjóstunum þínum.“ „Þú ert ekki að kreista réttu brjóstin, lagsi, því systir mín á barnið.“ Streita og nöldur Mjög stressaður náungi kom í eftirlit á stofuna til heimilislæknisins með eiginkonu sinni sem nöldraði út í eitt. Eftir að hafa skoðað manninn skrifaði lækn- irinn upp á kröftugar róandi töflur. „Hve oft á ég að taka þessar?“ spurði maðurinn. „Við skulum byrja með eina á sex klukkustunda fresti. En þær eru ekki handa þér heldur konunni,“ sagði læknirinn og var feginn að viðtalinu var lokið. Bjarni Jónasson bjarni.jonasson@gb.hgst.is Hjá tannlækninum Konan er sest í stólinn hjá tannlækninum. Hann gerir sig líklegan til að hefjast handa og hallar sér fram Læknablaðið 2003/89 273
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.